Allt mannkynið á ekki roð í El Capitan

El Capitan frá Hewlett Packard er öflugasta ofurtölva heims um …
El Capitan frá Hewlett Packard er öflugasta ofurtölva heims um þessar mundir. Ljósmynd/Michael Kan/PCMag

El Capitan frá Hewlett Packard Enterprise (HPE) er öfl­ug­asta of­ur­tölva í heim­in­um sam­kvæmt Top500-of­ur­tölvulist­an­um.

Tölv­an er nefnd eft­ir sam­nefndu fjalli í Yo­sem­ite-þjóðgarðinum og er hýst í Lawrence Li­vermore Nati­onal La­boratory í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um.

„Reiknigeta tölv­unn­ar á einni sek­úndu er ígildi þess ef allt mann­kynið fram­kvæmdi sam­lagn­ingu eða frá­drátt á hverri sek­úndu í átta ár,“ út­skýr­ir Gunn­ar Þór Friðleifs­son, vöru­stjóri HPE hjá tæknifyr­ir­tæk­inu OK.

Of­ur­tölv­an nýtt til vís­inda­rann­sókna

Hann seg­ir að of­ur­tölv­an sé notuð í vís­inda­rann­sókn­ir, þar á meðal lofts­lags­rann­sókn­ir, lyfjaþróun og kjarn­orku­ör­yggi.

Gunn­ar seg­ir að El Capitan sé byggð með 4-kyn­slóðar AMD EPYC-ör­gjörv­um og AMD MI300A-hröðlum.

„Yfir 11 millj­ón miðvinnslu­ein­ing­ar (CPU og GPU) eru í of­ur­tölv­unni, sem gef­ur rúm 1.742 exa­flops (millj­arður millj­arða) í af­kasta­getu, en fræðilega séð get­ur hún náð 2.746 exaFfops.“

Sjö af tíu stærstu of­ur­tölv­um eru byggðar á HPE/​Cray-vél­búnaði og um helm­ing­ur af tölvu­afli/​reiknigetu 500 stærstu of­ur­tölva heims hef­ur vél­búnað frá HPE, sam­kvæmt Top500-of­ur­tölvulist­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert