Einkafærslur nýttar í að þjálfa gervigreind

Færslur Íslendinga eru ekki undanskildar.
Færslur Íslendinga eru ekki undanskildar. AFP/Sebastien Bozon

Frá og með 27. maí mun banda­ríska tæknifyr­ir­tækið Meta, móður­fyr­ir­tæki In­sta­gram, Face­book og Threads, nota færsl­ur evr­ópskra not­enda sinna til að þjálfa gervi­greind­ar­líkön.

Eru það færsl­ur sem ein­stak­ling­ar, þar á meðal Íslend­ing­ar, birta á miðlum Face­book, In­sta­gram og Threads. 

Fyr­ir­tækið hyggst nýta mynd­ir, færsl­ur og at­huga­semd­ir sem birt­ar eru á miðlum þess.  Einka­skila­boð verða und­anþegin auk reikn­inga not­enda sem eru und­ir 18 ára aldri.  

Not­end­ur miðlana geta valið að þeirra efni verði und­an­skilið í þjálf­un gervi­greind­ar­lík­ans­ins en all­ir not­end­ur Meta-miðla munu fá til­kynn­ingu fyr­ir 27. maí þar sem þeir annaðhvort samþykkja eða hafna þátt­töku. 

Meta áætl­ar að fjár­festa 60 til 65 millj­örðum doll­ara á þessu ári. Stór hluti fjár­magns­ins fer í gagnamiðstöðvar, netþjóna og aðra innviði sem eru nauðsyn­leg­ir til að þróa gervi­greind­ar­líkön. 

Von­ast fyr­ir­tækið til þess að byggja öfl­ugt gervi­greind­ar­lík­an sem muni skáka gervi­greind­ar­spjall­menn­inu Chat­G­PT. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert