Uppgötvunin ekki vísbending um líf

Sævar Helgi Bragason, telur framsetningu vísindamannana dæmi um slæma og …
Sævar Helgi Bragason, telur framsetningu vísindamannana dæmi um slæma og óábyrga vísindamiðlun. Ljósmynd/Aðsend

Sæv­ar Helgi Braga­son, bet­ur þekkt­ur sem Stjörnu-Sæv­ar, tel­ur að upp­götv­un teym­is vís­inda­manna frá Cambridge-há­skóla varðandi reiki­stjörn­una K2-18b sé ekki endi­lega vís­bend­ing um líf eins og þeir hafa haldið fram. Sæv­ar fjall­ar um málið í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um Face­book. 

Vís­inda­menn frá Cambridge-há­skóla greindu frá því að þeir hafi í mæl­ing­um sín­um fundið sam­eind sem kall­ast dí­metýl súlfíð á reiki­stjörn­unni K2-18b sem er í 124 ljós­ára fjar­lægð frá jörðu.

Vís­inda­menn­irn­ir héldu því fram að þetta væru sterk­ustu sönn­un­ar­gögn til þess um líf utan jarðar. Það er vegna þess að á jörðu mynd­ast sam­eind­in ein­ung­is í tengsl­um við líf­ver­ur. 

Óábyrg vís­inda­miðlun

Sæv­ar tel­ur fram­setn­ingu vís­inda­mann­anna dæmi um óá­byrga vís­inda­miðlun.

Sæv­ar bend­ir á það að þrátt fyr­ir að dí­metýl súlfíð mynd­ist aðeins á jörðinni í tengsl­um við líf­ver­ur hafa sam­eind­in samt sem áður fund­ist á stöðum sem eru ekki líf­væn­leg­ir, til að mynda á hala­stjörn­um. 

Hann bend­ir á það að þrátt fyr­ir að reiki­stjörn­ur eins og K2-18b gætu vel verið líf­væn­leg­ar sé ekki nægi­lega mikið vitað um þær eða þau ferli sem eiga sér stað í þeim. Að hans sögn gætu verið ýms­ar leiðir fyr­ir dí­metýl súlfíð að mynd­ast í fram­andi um­hverfi.

Að lok­um seg­ir Sæv­ar að þrátt fyr­ir að uppp­götv­un­in sé áhuga­verð og spenn­andi, sé hún alls, alls ekki vís­bend­ing um líf eins og vís­inda­menn­irn­ir halda fram. 

Ekki náðist í Sæv­ar Helga við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert