Vísbendingar um líf á öðrum hnetti

Vísbendingar eru um líf á K2-18b.
Vísbendingar eru um líf á K2-18b. Tölvuteikning/AFP/Cambridge-háskóli

Vís­inda­menn hafa fundið nýj­ar vís­bend­ing­ar fyr­ir lífi á ann­ari reiki­stjörnu en okk­ar eig­in.

Teymi frá Cambridge-há­skóla sem rann­sak­ar and­rúms­loft reiki­stjörnu sem kall­ast K2-18b hef­ur fundið merki um sam­eind­ir sem á jörðinni eru aðeins fram­leidd­ar af ein­föld­um líf­ver­um.

Þetta er í annað sinn sem efni sem tengj­ast lífi hafa fund­ist í loft­hjúpi plán­et­unn­ar með James Webb, geim­sjón­auka Nasa (JWST).

Teymið og aðrir óháðir stjörnu­fræðing­ar leggja þó áherslu á að afla þurfi frek­ari gagna til þess að staðfesta þess­ar niður­stöður.

Geta staðfest niður­stöðurn­ar á næstu tveim­ur árum

„Þetta eru sterk­ustu sönn­un­ar­gögn­in enn sem komið er að það sé mögu­lega líf þarna úti,“ seg­ir pró­fess­or­inn Nikku Madhusudh­an, sem leiðir rann­sókn­ina.

Tel­ur hann sig geta staðfest niður­stöðurn­ar á næstu tveim­ur árum.

K2-18b er 2,5 sinn­um stærri en jörðin og í 124 ljós­ára fjar­lægð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert