Vísindamenn hafa fundið nýjar vísbendingar fyrir lífi á annari reikistjörnu en okkar eigin.
Teymi frá Cambridge-háskóla sem rannsakar andrúmsloft reikistjörnu sem kallast K2-18b hefur fundið merki um sameindir sem á jörðinni eru aðeins framleiddar af einföldum lífverum.
Þetta er í annað sinn sem efni sem tengjast lífi hafa fundist í lofthjúpi plánetunnar með James Webb, geimsjónauka Nasa (JWST).
Teymið og aðrir óháðir stjörnufræðingar leggja þó áherslu á að afla þurfi frekari gagna til þess að staðfesta þessar niðurstöður.
„Þetta eru sterkustu sönnunargögnin enn sem komið er að það sé mögulega líf þarna úti,“ segir prófessorinn Nikku Madhusudhan, sem leiðir rannsóknina.
Telur hann sig geta staðfest niðurstöðurnar á næstu tveimur árum.
K2-18b er 2,5 sinnum stærri en jörðin og í 124 ljósára fjarlægð