Sprautaði sig með snákaeitri í tvo áratugi

Nærri 140 þúsund manns láta lífið af völdum snákabita á …
Nærri 140 þúsund manns láta lífið af völdum snákabita á ári hverju. AFP

Blóð banda­rísks manns sem hef­ur vilj­andi sprautað sig með sná­ka­eitri í nærri tvo ára­tugi hef­ur leitt til móteit­urs sem á sér „enga hliðstæðu“.

BBC grein­ir frá því að mót­efn­in sem finn­ast í blóði Tim Friede veiti vörn gegn bann­væn­um skömmt­um eit­ur­efna frá fjöl­breytt­um hópi sná­ka­teg­unda. 

18 ára til­rauna­verk­efni Friede gæti verið stórt skref í að búa til al­hliða móteit­ur við sná­ka­bit­um. 

200 bit

Friede hef­ur þurft að þola meira en 200 bit og hef­ur sprautað sig oft­ar en 700 sinn­um af sná­ka­eitri úr hættu­leg­ustu snák­um heims. 

Hann hóf til­raun­ina árið 2001 til að byggja upp ónæmi. 

Snemma í til­rauna­mennsk­unni féll Friede, sem er fyrr­ver­andi bif­véla­virki, í dá eft­ir að hann var bit­inn tví­veg­is með stuttu milli­bili af kóbraslöng­um.

„Ég vildi ekki deyja. Ég vildi ekki missa fing­ur. Ég vildi ekki missa úr vinnu,“ sagði Friede í sam­tali við BBC. 

Mark­mið Friede var að þróa betri meðferðir fyr­ir heims­byggðina. 

„Þetta varð að lífstíl og ég hélt bara áfram að þrýsta og þrýsta og þrýsta eins mikið og ég gat – fyr­ir fólkið sem eru 8 þúsund míl­ur í burtu frá mér og deyja af völd­um sná­ka­bits.“

Ómet­an­leg­ur

Móteit­ur er nú búið til með því að sprauta skömmt­um af sná­ka­eitri í til­rauna­dýr, svo sem hesta. Ónæmis­kerfi dýr­anna berj­ast við eitrið með því að fram­leiða mót­efni sem er síðan unnið með.

Teymi vís­inda­manna hjá líf­tæknifyr­ir­tæk­inu Centi­vax hef­ur und­an­far­in ár leitað að ann­ars kon­ar vörn gegn sná­ka­eitri.

For­stjóri Centi­vax, Dr. Jacob Glan­ville, rambaði á Friede og áttaði sig strax á að hann gæti reynst ómet­an­leg­ur í upp­finn­ingu nýs móteit­urs.

Enn er mik­il vinna framund­an í rann­sókn á móteitr­inu en Friede seg­ist ánægður. 

„Ég er að gera góðan hlut fyr­ir mann­kynið og það er mér mjög mik­il­vægt. Ég er stolt­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert