Harðar deilur um notkun gervigreindar

Söngkonan Dua Lipa er meðal listamanna sem skrifuðu undir áskorun …
Söngkonan Dua Lipa er meðal listamanna sem skrifuðu undir áskorun um að stjórnvöld gæfu tæknifyrirtækjum ekki vinnu þeirra. AFP/Angela Weiss

Áform breskra stjórn­valda um að greiða leið gervi­greind­ar­fyr­ir­tækja við notk­un gagna biðu hnekki í liðinni viku þegar þing­menn í efri deild breska þings­ins tóku af­stöðu með frek­ari vörn­um fyr­ir rétt­hafa efn­is.

Breska rík­is­stjórn­in áform­ar að breyta lög­um svo fyr­ir­tæki sem þróa gervi­greind geti nýtt sér höf­und­ar­rétt­ar­varið efni við þá vinnu án þess að fá til þess leyfi frá rétt­höf­um. Skemmst er frá að segja að þessi áform hafa ekki farið vel í fólk í menn­ing­ar­geir­an­um.

Þing­menn í efri deild samþykktu með 272 at­kvæðum gegn 125 breyt­ingu á frum­varpi stjórn­valda sem fel­ur í sér að gervi­greind­ar­fyr­ir­tæki þurfa að upp­lýsa hvaða höf­und­ar­rétt­ar­varða efni er notað í tól­um þeirra. Breska stjórn­in var mót­fall­in þess­um breyt­ing­um á frum­varp­inu. Þetta er í annað sinn sem lá­v­arðadeild­in krefst þess að tæknifyr­ir­tæki upp­lýsi hvort þau hafi not­ast við höf­und­ar­rétt­ar­varið efni. Frum­varp stjórn­ar­inn­ar fer nú aft­ur fyr­ir breska neðri deild þings­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert