Kattarfoss fyrir og eftir hamfarirnar

Þetta er Kattarfoss í Hítará, eins og hann leit út …
Þetta er Kattarfoss í Hítará, eins og hann leit út í gær. Hér var áður tignarlegur foss. Ljósmynd/Ólafur Sigvaldason

Vatns­magn hef­ur auk­ist á nýj­an leik í Hítará eft­ir að áin braut sér leið yfir í hliðarána Tálma. Má segja að Hítará sam­ein­ist því sín­um gamla far­vegi þar sem áður voru ár­mót Tálma og Hít­ar­ár. Ólaf­ur Sig­valda­son, formaður veiðifé­lags Hít­ar­ár, seg­ir enn mikla óvissu um fram­vindu en ljóst sé að ár­far­veg­ur Tálma ráði ekki við svo mikið vatn sem nú fer um hann. „Vatn í Hítará minnkaði mjög mikið í gær en eft­ir að áin braut sér nýja leið fram hjá skriðunni og út í Tálma hef­ur vatns­magn auk­ist að nýju. Það er nokkuð litað vatnið en meir í ætt við jök­ul­lit en hrein­an mold­ar­lit,“ sagði Ólaf­ur í sam­tali við Sporðaköst í morg­un.

Ólaf­ur tel­ur að hið uppþornaða svæði í gamla ár­far­vegi Hít­ar­ár sé um 10 kíló­metr­ar. „Lík­ast til drepst all­ur fisk­ur á þessu svæði en neðst á svæðinu í kring­um veiðistaðinn Grett­is­bæli gætu ein­hver seiði lifað af. „Það er mik­il eft­ir­sjá að þessu svæði enda voru þarna góð upp­vaxt­ar­skil­yrði fyr­ir seiði og gjöf­ult veiðisvæði.

Leyfi mér að vera bjart­sýnn

Ólaf­ur seg­ist ætla að leyfa sér að vera bjart­sýnn á veiði í neðri hluta Hít­ar­ár. „Ég átta mig eng­an veg­inn á hvernig þetta mun þró­ast en von­andi verður hægt að veiða í neðri hluta ár­inn­ar í sum­ar. Það á þó allt eft­ir að koma í ljós.“ Veiðimenn eru enn við veiðar í Hítará, en Ólafi var ekki kunn­ugt um hvort ein­hver veiði hafi verið frá því að skriðan féll.

Ljóst er að Hítará mun ryðja miklu úr bökk­um Tálma og óvíst hvernig mál þró­ast eft­ir að hliðaráin fóstraði sjálfa megin­ána.

Hér má sjá Kattarfoss áður en skriðan stöðvaði flæði árinnar.
Hér má sjá Kattar­foss áður en skriðan stöðvaði flæði ár­inn­ar. Matt Harris

Mörg hundruð millj­ón­ir

Ólaf­ur seg­ir að hægt sé að moka sig í gegn­um skriðuna miklu sem stíflaði Hítará. „Það er hins veg­ar gríðarleg fram­kvæmd og mun kosta hundruð millj­óna. Slíkt verk­efni er ekki á færi lít­ils veiðifé­lags.“ Skriðan sem féll úr Fagra­skóg­ar­fjalli er tug­ir metra á þykkt þar sem mest er. Skriðan kom yfir ána nokkuð fyr­ir ofan Kattar­foss og er hún nú þurr allt niður fyr­ir Grett­is­bæli. Í mynd­inni sem fylg­ir frétt­inni má sjá Kattar­foss­inn eins og hann leit út í gær. Ólaf­ur tók sjálf­ur mynd­ina.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
105 cm Laxá í Aðal­dal Ásgeir Stein­gríms­son 9. ág­úst 9.8.
101 cm Stóra Laxá Birta Ósk Svans­dótt­ir 31. júlí 31.7.
100 cm Straum­fjarðará Bruno Muller 22. júlí 22.7.
100 cm Miðfjarðará Christoph­er Hill 19. júlí 19.7.
100 cm Miðsvæðið Laxá í Aðal­dal Helgi Jó­hann­es­son 15. júlí 15.7.
103 cm Laxá í Aðal­dal Aðal­steinn Jó­hanns­son 7. júlí 7.7.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert