Krókódílatíminn stendur nú sem hæst

Rob Williams með 103 sentímetra hænginn úr Dalsárósi, sem hann …
Rob Williams með 103 sentímetra hænginn úr Dalsárósi, sem hann veiddi í morgun. Þetta er þriðji hundraðkallinn úr Víðidalsá í vikunni og jafnframt sá stærsti. Ljósmynd/NFJ

Hinn svokallaði krókódílatími í laxveiðinni stendur nú sem hæst. Hann er aðeins seinna á ferðinni en mörg ár en þessa dagana er nánast daglegt brauð að stórlaxar í kringum hundrað sentímetra séu færðir til bókar í hinum ýmsu veiðiám.

Einn slíkur veiddist í Víðidalsá í morgun og er það stærsti laxinn þar í sumar. Leginn og vígalegur hængur tók fluguna Tin Tin hjá veiðimanninum Rob Williams. Veiðistaðurinn er einn af þekktustu veiðistöðum Víðidalsár, nefnilega sá magnaði Dalsárós.

Viðureignin stóð ekki nema tuttugu mínútur en vitni að mælingu voru þrjú þannig að staðfest er að þessi hængur er sá stærsti úr Víðidal í sumar.

Hér sést hvernig krókurinn á hængnum er afmyndaður. Það getur …
Hér sést hvernig krókurinn á hængnum er afmyndaður. Það getur verið eftir átök um hrygnur. Hængar af þessari stærð þekkjast vel á hversu hausstjórir þeir eru og veiðiugginn er orðinn mjög stór. Ljósmynd/NFJ

Eftir rólega byrjun í september á þessu sviði má segja að allt hafi farið í gang þann 12. september þegar fyrsti hundraðkallinn veiddist í Víðidal. Síðan þá hafa verið bókaðir fiskar í þessum stærðarflokki nánast daglega.

Miðað við aðstæður og veðurspá framundan þar sem spáð er aðgerðalitlu veðri má búast við þeim fleiri næstu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert