Sá stærsti á Suðurlandi í sumar

Theódór með laxinn stóra úr Ytri-Rangá. Hann var ekki nema …
Theódór með laxinn stóra úr Ytri-Rangá. Hann var ekki nema sjö mínútur að landa honum. Enda með öflugan taum. Ljósmynd/Dagur Árni

Það varð uppi fótur og fit hjá Theódór Friðjónssyni og leiðsögumanninum hans, Degi Árna Guðmundssyni þegar sá síðarnefndi háfaði lax sem Theódór var búinn að slást við í sjö mínútur.

Veiðimaðurinn lýsti því yfir að þetta væri allavega níutíu sentímetra fiskur. „Vá maður, Vá,“ öskraði Dagur Árni þegar hann sá fiskinn. „Hann er stærri en það,“ sagði hann í sömu tónhæð.

Þeir félagar mældu fiskinn og tóku vídeó af þeirri mælingu sem þeir sendu Sporðaköstum. Góður siður og til þess fallin að draga úr efasemdaröddum. Þessi tröllslegi hængur mældist 101 sentímetri og er sá stærsti sem Sporðaköst hafa heyrt um í sumar. Veiðistaðurinn var Kerið í Ytri–Rangá. Ekki þekktasti staðurinn og í raun er þessi risalax fyrsti laxinn sem veiðist í Kerinu í sumar.

Hængur, 101 sentímetri. Þeir eru ekki margir hundraðkallarnir sem hafa …
Hængur, 101 sentímetri. Þeir eru ekki margir hundraðkallarnir sem hafa veiðst í sumar. Ljósmynd/Dagur Árni

„Ég var í sjö mínútur með hann eins og hundraðkallinn sem ég fékk í Miðfirðinum í fyrra og þú sagðir frá í Sporðaköstum,“ svaraði Theódór þegar hann var spurður um hversu lengi viðureignin hefði staðið.

Theódór fékk einmitt hundrað sentímetra fisk í Miðfjarðará í fyrra og var þá með honum Helgi Guðbjörnsson leiðsögumaður. Að þessu sinni var það Dagur Árni og sendu þeir eins og fyrr segir myndband af mælingunni þar sem sést vel að hann mælist 101 sentímetri.

Þetta er fyrsti laxinn sem veiðist í Kerinu í sumar. …
Þetta er fyrsti laxinn sem veiðist í Kerinu í sumar. Viðbúið að þessi staður verði barinn mikið á næstunni. Ljósmynd/Dagur Árni

„Hann tók rauðan Frigga. Ég nota Frigga mikið en iðulega litlu útgáfurnar nema í Rangánum þá fer ég í þessa stóru og það virkaði nú heldur betur í þetta skipti,“ sagði glaðhlakkalegur veiðimaður sem tvö ár í röð hefur landað hundraðkalli.

Laxinn sem Theódór landaði er sá stærsti sem veiðst hefur á Suðurlandi til þessa í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert