„Ekki verið jafn stressaður í mörg ár“

Gunnar með hænginn úr Svarthamri. Hann er sá stærsti sem …
Gunnar með hænginn úr Svarthamri. Hann er sá stærsti sem veiðst hefur í Miðfirði til þessa í sumar. Í baksýn er hylurinn sem er einn af þeim flottustu á landinu. Ljósmynd/Ari Þórðarson

Stærsti lax sum­ars­ins í Miðfjarðará veidd­ist í gær. Hæng­ur í full­um her­skrúða tók túp­una Ljósi með krók fjór­tán í þeim magnaða veiðistað Svart­hamri í Austurá.

Veiðimaður­inn var Gunn­ar Pét­urs­son eða Gunni slökk eins og veiðifé­lag­ar hans kalla hann og vísa þar til starfa hans í slökkviliði Reykja­vík­ur um ára­tuga skeið.

Gunni óð yfir í Svart­hamri og taldi að við klöpp­ina þeim meg­in ætti fisk­ur­inn skjól og rétt væri að flug­an bær­ist að hon­um með öðrum hætti en þegar kastað er bíl­meg­in. „Þetta er stór staður og end­ar í langri og mik­illi breiðu og það var fisk­ur stökkvandi niður hana alla. Ég óð yfir ána og var að reyna að veiða streng­inn und­ir klöpp­inni efst í staðnum. Það var eins og væri skjól fyr­ir hann efst í staðnum þar sem klöpp­in skag­ar út í hyl­inn. Þar var tölu­vert af fiski og ég var bú­inn að setja í fisk þarna og missa. En þarna kom hann,“ sagði Gunn­ar Pét­urs­son í sam­tali við Sporðaköst. Hann held­ur því fram að hann hafi verið hepp­inn. Hann er hins veg­ar mjög reynd­ur veiðimaður og reynsla ger­ir veiðimenn heppn­ari.

Gunnar togaðist á við stórlaxinn í fjörutíu til fimmtíu mínútur. …
Gunn­ar togaðist á við stór­lax­inn í fjöru­tíu til fimm­tíu mín­út­ur. Hér er allt í keng og óvissa um niður­stöðuna en í sam­ein­ingu lönduðu þeir fé­lag­ar 101 sentí­metra hængn­um. Ljós­mynd/​Ari Þórðar­son

„Hann tók litla túpu frá Sigga Haug sem þeir kalla Ljósi. Hvít­ur kónn og svört hár og krók­ur núm­er fjór­tán. Tim­inn verður svo­lítið af­stæður við þess­ar aðstæður og ég áætla að ég hafi verið ein­hverj­ar fjöru­tíu til fimm­tíu mín­út­ur að slást við hann. Hann fór niður alla breiðuna og upp eft­ir aft­ur og út um allt og svo ætlaði hann niður úr staðnum og ég þurfti að hlaupa yfir. Þetta var bara eins og geng­ur við þess­ar aðstæður. Æsi­leg­ur leik­ur.“

Hann var með ein­hendu og grann­an taum og þurfti því að fara að öllu með gát.

Þetta er einstaklega fallegur lax og kominn með vígalegan krók. …
Þetta er ein­stak­lega fal­leg­ur lax og kom­inn með víga­leg­an krók. Veiðiugg­inn á löx­um af þess­ari stærð er mjög stór eins og sést á þess­um höfðingja. Ljós­mynd/​Ari Þórðar­son

Adrenalínið hef­ur verið í botni?

„Ég hef ekki orðið svona stressaður og skjálf­hent­ur í um langt ára­bil og hef ég veitt tölu­vert mikið af fiski í gegn­um tíðina. Þetta var eig­in­lega bara „kick of a li­fetime,““ slett­ir slökkviliðsmaður­inn hlæj­andi. Ari Þórðar­son veiðifé­lagi hans fer að hlæja í bak­grunni við síðustu setn­ing­una.

„Öll þessi viður­eign mun sitja í minn­ing­unni það sem ég á eft­ir ólifað. Svo var ég svo hepp­inn að vera með hann Ara með mér. Hann er gam­all veiðihund­ur og hann var mikið að vara mig við hætt­um og segja mér að passa mig á hinu og þessu. Þetta voru tveir gaml­ir og góðir að veiða sam­an og á end­an­um náðum við hon­um á land.“

Sáttur með niðurstöðuna. Gunnar er alvanur stórlöxum. Hann fékk 102 …
Sátt­ur með niður­stöðuna. Gunn­ar er al­van­ur stór­löx­um. Hann fékk 102 sentí­metra fisk á Iðu fyr­ir tveim­ur árum. Ljós­mynd/​Ari Þórðar­son

Í sam­ein­ingu mældu þeir fé­lag­ar hæng­inn og reynd­ist hann 101 sentí­metri og er sá stærsti í sum­ar úr Miðfjarðará og raun­ar sá fyrsti sem nær hundrað sentí­metr­un­um, þar á bæ. En hinn svo­kallaði krókó­díla­tími er nú runn­inn upp og geta enn bæst við slík­ir fisk­ar.

Gær­dag­ur­inn var raun­ar mjög góður í Miðfirði og veidd­ust alls 22 lax­ar í ánni.

Þeim er býsna mis­skipt gæðunum. Sum­arið 2016 veidd­ust 26 fisk­ar í Miðfirði sem náðu hundrað sentí­metr­um og rúm­lega það. 2016 var eitt mesta stór­laxa­ár sem menn muna og var það í flest­um ám.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert