Hundraðkallarnir hrúgast inn

Sigurjón með stórlaxinn úr Miðfjarðará í Bakkafirði. Hann mældist 104 …
Sigurjón með stórlaxinn úr Miðfjarðará í Bakkafirði. Hann mældist 104 sentímetrar og veiddist í Netahyl. Ljósmynd/Árni Gunnarsson

Eft­ir frek­ar mag­urt sum­ar þegar kem­ur að hundraðköll­um í laxveiðinni er sept­em­ber að skila mörg­um slík­um. Við greind­um frá ein­um slík­um í Miðfjarðará í vik­unni sem Gunn­ar Pét­urs­son veiddi. Dag­inn eft­ir kom ann­ar í Miðfirðinum og mæld­ist hann slétt­ir hundrað sentí­metr­ar. Veidd­ist hann í Tanga­streng nýja í Austurá.

Haraldur Eiríksson leyfir stórlaxinum sem Magnús Stephensen veiddi að jafna …
Har­ald­ur Ei­ríks­son leyf­ir stór­lax­in­um sem Magnús Stephen­sen veiddi að jafna sig. Þessi 103 sentí­metra lax veidd­ist í Upp­göngugili á svæði fjög­ur. Ljós­mynd/​MS

Mik­ill fisk­ur veidd­ist um svipað leiti í ann­arri Miðfjarðará, nefni­lega í Bakkaf­irði. Sá fisk­ur mæld­ist 104 sentí­metr­ar og er sá stærsti sem veiðst hef­ur þar í sum­ar, en sem komið er. Sig­ur­jón Gunn­ars­son veiddi hann í Neta­hyl og tók hann Rauðan Frances kón.

Hundrað sentímetra fiskur úr Miðfjarðará sem veiddist í Tangastreng nýja. …
Hundrað sentí­metra fisk­ur úr Miðfjarðará sem veidd­ist í Tanga­streng nýja. Haustlit­irn­ir skær­ir og hæng­ur­inn víga­leg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Stóra–Laxá í Hrepp­um stóð und­ir nafni þegar tveir hundraðkall­ar komu á land sama dag­inn. Báðir í fyrra­dal. Ann­ar mæld­ist 103 sentí­metr­ar og veidd­ist í Upp­göngugili. Sá tók litla Collie Dog áltúbu. Veiðimaður var Magnús Stephen­sen og naut hann dyggr­ar aðstoðar frá Har­aldi Ei­ríks­syni. Ann­ar hundraðkall kom svo á land sama dag og veidd­ist hann í Blá­hyl. Þar var að verki Reto Suremann. Leiðsögumaður­inn hans var Sindri Þór Kristjáns­son.

Við höf­um frétt af fleiri slík­um fisk­um en bíðum staðfest­ing­ar og mynda. Þegar það ligg­ur fyr­ir munu þeir rata inn á list­ann með hundraðköll­un­um.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert