Stærsti lax úr Grímsá í áratugi

Jón Jónsson með laxinn stóra úr Skarðshyl í Grímsá, sem …
Jón Jónsson með laxinn stóra úr Skarðshyl í Grímsá, sem hann veiddi í morgun. Svo stór lax hefur ekki veiðst í Grímsá í áratugi. Ljósmynd/Guðmundur Sigurðsson

Stærsti lax sem veiðst hefur í Grímsá í áratugi kom á land rétt fyrir hádegi í dag. Það var Jón Jónsson sem setti í og landaði þessari höfuðskepnu.

„Það var búið að segja við mig að það þýddi ekkert að veiða Skarðshyl þegar hann væri alger spegill. Þegar ég kom svo að hylnum var stafa logn og tveggja gráðu lofthiti. Ég tók upp myndavélina og naut þess að mynda svanina og stillurnar. Líka eyðibýlið og þetta fallega haust sem blasti við mér.

Allt í einu heyrðu égsplass fyrir ofan mig og sá hvar fiskur hafði stokkið. Ég tók stöngina, tíu feta sjöu með flotlínu. Á stönginni var afar netturhexacon rauðurFrances. Ég tók nokkur köst og þá tók hann. Ég var einn og þetta var fullorðin glíma. Svo stökk hann og fljótlega stekkur hann aftur. Þá sá ég vel hversu mikill fiskur þetta var,“ sagði Jón í samtali við Sporðaköst skömmu eftir að hann var búinn að landa þessum glæsilega hæng.

Hylurinn var alger spegill. Jón tók því bara upp myndavélina, …
Hylurinn var alger spegill. Jón tók því bara upp myndavélina, þar til hann heyrði splass fyrir ofan sig. Þetta er lognið á undan storminum. Ljósmynd/Jón Jónsson

Þegar hér var komið sögu stóð Jóni ekki á sama. Hann hafði nokkrum dögum áður misst svakalegan fisk, einmitt í Grímsá og þá í Grafarhyl, eftir tveggja klukkutíma bardaga og var Jón þá vopnaður tvíhendu og með átján punda taum.

„Ég vissi af kunningja mínum aðeins fyrir ofan mig. Ég hringdi í hann og bað hann að koma. það var auðsótt mál. Þarna var ég búinn að vera með hann á í hálftíma. Laxinn hafði náð að grafa sig í sef og allt var fast. Ég óð upp í hendur og náði að koma honum úr sefinu og þá rauk hann niður eftir og þá kom Guðmundur Sigurðsson og laxinn var þá úti í miðjum hyl. Ég kallaði á hann að mig vantaði háf. Hann kom með háf sem var bara einhver kettlingur og ég spurði hann hvort hann væri að grínast. Háfurinn minn sem ég nota bara í neyðartilvikum eins og þessum var uppi í bíl og hann langt í burtu. Þannig að ég strandaði bara kvikindinu.“

Saman mældu þeir Jón og Guðmundur fiskinn og er þetta sá stærsti af Vesturlandi í sumar og slík skepna hefur ekki veiðst í Grímsá um áratuga skeið. 107 sentímetrar en þeir félagar tóku ekki ummál.

Jón með
Jón með "Litla bróðir" en engu að síður þann stærsta úr Grímsá í áratugi. Ljósmynd/Guðmundur Sigurðsson

„Það er svo magnað að fiskurinn sem ég missti í Grafarhyl er stóri bróðir þessa. Sá tók pínulitla Frances túbu. 1/8 úr tommu held ég og ekki þyngd. Þá hringdi ég í Sigga Valla og hann kom en því miður missti ég þann fisk eftir tvo tíma. Svo bara allt í ding og taumurinn fór í sundur. Ég vissi að ég var aldrei að fara að landa honum. En hann var mun stærri en þessi sem ég landaði í morgun.

Ég var svo svekktur með hann og var bara að biðja um eina mynd. En fékk mynd af mér með litla bróður hans. Maður er alveg upptjúnaður eftir þetta.“

Og undrar engan. Þetta var síðasta kastið hjá Jóni. Eins og hann orðaði það sjálfur þá nennir maður ekki að fara að kasta á einhverja sex pundara eftir þessa viðureign. Jón hefur áður landað laxi sem var yfir hundrað sentímetrar og var það haustið 2012 þegar hann fékk 103 sentímetra lax.

„Ég er búinn að veiða í þrjátíu ár í Grímsá og man ekki eftir svona fiski.“

Jón sleppti laxinum og tók nokkurn tíma fyrir þann gamla að jafna sig.

Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa sem er með Grímsá á leigu segir að sér hafi þótt þessar fréttir af kærkomnar. Það voru alltaf svona fiskar í Grímsá í gamla daga og oft komu stærstu laxarnir hjá Stangó einmitt úr henni þegar bikar var veittur fyrir stærsta laxinn. „Það er ekki laust við að bliki tár á hvarmi. Við vissum að það væri langhlaup að fá þessa fiska aftur. Það tekur ekki fimm ár. Miklu frekar fimmtán. Það er ótrúlegt gleðiefni að sjá þessa fiska aftur mætta í Grímsá,“ sagði kátur Jón Þór. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert