Katrín Tanja landaði þeim stærsta

Ósvikin gleði hjá crossfit drottningunni. Hún landaði stærsta laxinum sem …
Ósvikin gleði hjá crossfit drottningunni. Hún landaði stærsta laxinum sem Sporðaköst hafa heyrt af í Hvítá við Iðu. Minning sem mun endast alla ævi, segir Katrín Tanja. Ljósmynd/KTD

Cross­fit-drottn­ing­in Katrín Tanja Davíðsdótt­ir er ekki bara búin að landa heims­meist­ara­titli í cross­fit. Fyr­ir skemmstu landaði hún draumalax­in­um í Hvítá við Iðu með sín­um upp­á­halds veiðifé­laga, afa sín­um Helga Ágústs­syni fyrr­ver­andi sendi­herra.

Helgi á einn af stærstu löx­un­um sem veiðst hafa á svæðinu en þann lax veiddi hann á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar og mæld­ist sá höfðingi 108 sentí­metr­ar og vigt­in sýndi 30,6 pund. Um­mál var 55 sentí­metr­ar. Katrín Tanja náði ekki al­veg þess­um stærðum en var ekki langt frá því.

„Þetta var svo ótrú­lega gam­an. Afi er ótrú­lega mik­ill veiðikall og ég hef fylgst með hon­um í ánni frá því að ég var lít­il stelpa. Ég hef aðeins verið að veiða með hon­um og verið að læra þetta. Svo er kærast­inn minn Brooks Laich líka mik­ill veiðimaður og hann ætlaði að koma með þenn­an dag. Ég hlakkaði mjög til að fara með þeim tveim­ur en svo komst Brooks ekki og ég var bú­inn að ræða við afa að kannski mynd­um við bara gera eitt­hvað annað þenn­an sunnu­dag, fyrst hann var ekki að kom­ast. Afi þver­tók fyr­ir það og sagði að við mynd­um skella okk­ur,“ sagði Katrín Tanja í sam­tali við Sporðaköst.

Draumakastið en flækja

Aðstæður voru frek­ar leiðin­leg­ar þenn­an dag. Hvasst og stóð vind­ur beint á veiðimenn. „Mér fannst ég varla ráða við þetta. Ég var ekki að ná að kasta alltaf út í jök­ul­vatnið. Ég var svona að finna takt­inn aft­ur með þessa stöng. Ég var að lenda í því líka að lína flækt­ist á spól­unni og þetta var svo­lítið erfitt."

Einn af stærstu fiskum sumarsins á Íslandi árið 2023. Kærastinn …
Einn af stærstu fisk­um sum­ars­ins á Íslandi árið 2023. Kærast­inn komst ekki með en afi var allt í öllu og aðstoðaði í viður­eign­inni og lönd­un. Ljós­mynd/​KTD

En svo kom frá­bært kast þar sem Buck special spúnn­inn sveif tign­ar­lega ná­kvæm­lega á þann stað sem Katrín Tanja vildi. En þá varð henni litið á hjólið og þar blasti við lítið hreiður af línu. Mik­il flækja og hún þurfti að hafa hraðar hend­ur við að greiða úr henni.

„Oh, sagði ég og hætti al­veg að spá í allt nema flækj­una. Samt fannst mér eins og væri togað í lín­una en ég kallaði á afa að það væri allt flækt. Hann kom og tók aðeins á stöng­inni og sagði. „Nei, Katrín mín þú ert með fisk.“ Ég náði að laga flækj­una og afi rétti mér stöng­ina og hann labbaði al­veg með mér á meðan ég var að þreyta fisk­inn. Þetta tók lang­an tíma. Hann var að kenna mér all­an tím­an. Vera uppi með stöng­ina. Á móts við fisk­inn og bakka og leyfa hon­um að rjúka út og spóla inn og hann fór í gegn­um þetta allt. Afi var bara að fylgj­ast með mér og ég var að horfa eft­ir fisk­in­um. Svo stökk hann. Og „ó mæ gad“ Afi ég hef aldrei séð svona fisk.“

Var eins og höfr­ung­ur

Viður­eign­in tók lang­an tíma eins og Katrín Tanja sagði en þegar þau loks­ins náðu hon­um í land þá sá þau fyrst hversu stór hann var. „Þetta var bara eins og höfr­ung­ur. Ég hef aldrei séð svona fisk áður. Ég fór bara að hlæja og sagði, afi þetta er bara ótrú­legt. Þetta er minn­ing sem end­ist mér að ei­lífu og það að við afi skyld­um hafa gert þetta sam­an er svo dýr­mætt.“

Helgi Ágústsson mælir hér stórlaxinn. 105 sentímetrar. Það er til …
Helgi Ágústs­son mæl­ir hér stór­lax­inn. 105 sentí­metr­ar. Það er til fyr­ir­mynd­ar að nota al­vöru iðnaðar­mál­band á svona fiska. Ljós­mynd/​KTD

Þetta er senni­lega sá stærsti sem veiðst hef­ur þarna í sum­ar.

„Já. Hugsa sér. Þetta er samt al­veg smá pirr­andi. Ég myndi seint segja að ég væri góð veiðikona. Ég hef aldrei veitt fisk fyrr sjálf og afi gekk al­veg í gegn­um þetta með mér. Svaraði öll­um spurn­ing­um og leiddi mig í gegn­um þetta. Svo er þetta bara al­ger verðlauna­fisk­ur. Og all­ir al­vöru veiðimenn­irn­ir segja Vá. „Ég held þú vit­ir ekki hvað þetta er flott­ur fisk­ur.““ Katrín Tanja hlær og já. Hún mun aldrei gleyma þessu.

Hún og Brooks búa í Ida­ho fylki í Banda­ríkj­un­um og ná­lægt heim­ili þeirra er vatn sem þau veiða reglu­lega í. „Við för­um flest kvöld á sumr­in og köst­um. Stund­um stopp­um við stutt og stund­um leng­ur, þannig að við ger­um mikið af því að veiða. Það er reynd­ar öðru­vísi. Þar veiðum við af báti en ég hef verið að æfa mig og finnst það mjög gam­an.“

Brooks komst ekki í þetta skipti en hann hefur veitt …
Brooks komst ekki í þetta skipti en hann hef­ur veitt á Íslandi og er hér með Katrínu Tönju á stór­laxastaðnum við Iðu. Ljós­mynd/​KTD

Gott að toppa ekki afa

Katrín Tanja seg­ir að þetta sé án efa topp­ur­inn á veiðiferl­in­um. Það er án efa rétt hjá henni því þessi lax mæld­ist hvorki meira né minna en 105 sentí­metr­ar og er einn af stærstu löx­um sem veiðst hafa á Íslandi í sum­ar. Hún hlær og seg­ir. „Ég er samt glöð að ég toppaði ekki stærsta lax­inn hans afa. Afi á enn metið.“

Katrín Tanja hefur verið í fremstu röð í heiminum um …
Katrín Tanja hef­ur verið í fremstu röð í heim­in­um um langt skeið og á heims­meist­ara­titla í cross­fit. Ljós­mynd/​Berg­lind Sig­munds­dótt­ir

En hvað sagði Brooks þegar þú sagðir hon­um frétt­irn­ar?

„Hann varð svo svekkt­ur að hafa kom­ist með. Hann langaði svo að fara að veiða. En hann var svo glaður fyr­ir mína hönd. Það er alltaf þannig að hann vill miklu frek­ar að ég fái fisk held­ur en hann. Hon­um finnst svo gam­an að sjá mig ná fiski. Hann var al­veg í skýj­un­um með að ég skyldi ná þess­um fiski. Ég gat sent hon­um mynd strax og við vor­um búin að landa.“

„Ég vil vera best í heimi“

Eins og alþjóð veit er Katrín Tanja fyrr­ver­andi heims­meist­ari í cross­fit og hef­ur verið ein af skær­ustu ís­lensku íþrótta­stjörn­um þess­ar­ar ald­ar.

Er hægt að bera þetta sam­an við cross­fit ár­ang­ur?

„Nei. Alls ekki. Í cross­fit­inu er ég búin að leggja svo ógeðslega mikið á mikið á mig. Það er allt búið að fara í þetta. Blóð, sviti og tár. Mér finnst ég hafa unnið mér inn fyr­ir af­rek­um á cross­fitsviðinu. Ég set gríðarlega mikl­ar vænt­ing­ar á sjálfa mig þar. Ég vil vera best í heimi og ég er búin að vinna mér inn fyr­ir því að vilja ganga vel. Ég bara ekki sagt það sama með veiðina. Veiðin er skemmti­leg og mér finnst ótrú­lega gam­an að fá að gera þetta með afa og Brooks og það er eig­in­lega meira sam­ver­an sem þar er dýr­mæt­ust. Ég er ekki búin að læra ein­hverja tækni þar. Þeir hjálpa mér mikið og svara öll­um spurn­ing­um sem ég hef. Þeim finnst líka gam­an að fá mig með. Ég er bara að njóta þegar ég fer í veiði og þarna datt ég bara í lukkupott­inn með því að veiða þenn­an fisk. En í cross­fit­inu er ég búin að setja allt í þetta og fer þar með miklu hærri vænt­ing­ar,“ seg­ir Katrín Tanja veiðikló.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert