Tárfelldi þegar kassinn var opnaður

Hér eru Sturla Birgisson og Falmouth lávarður með 105 sentímetra …
Hér eru Sturla Birgisson og Falmouth lávarður með 105 sentímetra fiskinn sem sá síðarnefndi veiddi í Langhyl 22. júlí 2022. Þessi fiskur heldur áfram að gefa. Ljósmynd/SB

Breski lá­v­arður­inn Lord Falmouth hef­ur komið til Íslands til að veiða lax í rúma tvo ára­tugi. Hann veiddi í fyrra­sum­ar stærsta lax sem veidd­ist á Íslandi sum­arið 2022. Sag­an af þess­um laxi er mögnuð og stöðugt bæt­ist í hana og hún er í raun ekki full skrifuð enn.

Það var að morgni 22. júlí sem stór­lax­inn veidd­ist í Laxá á Ásum. Aðdrag­and­inn var þó nokk­ur. Gríp­um niður í frétt Sporðak­asta sem birt­ist dag­inn eft­ir. „Sturla Birg­is­son staðar­hald­ari og um­sjón­ar­maður fór með Falmouth lá­v­arð upp í Lang­hyl. Þeir voru að veiða Skrána og und­ir var sett Even­ing dress kvart tommu flottúba og krók­ur núm­er fjór­tán. Lord Falmouth sem var með Stulla, eða Stu eins og Bret­arn­ir kalla hann staldraði við. „Ég sagði við Stu. Síðasta kast hjá mér var svo lé­legt að ég vil skoða taum­inn. Það passaði. það voru tveir vind­hnút­ar á hon­um. Ég sagði við Stu að við þyrft­um nýj­an taum. Það var líka eins gott,“ sagði lá­v­arður­inn í sam­tali við Sporðaköst í gær­kvöldi.“

Þessi saga er lengri. Þann 11. júní var Stulli í sinni hefðbundnu morgun­athug­un. Sjá hvað væri að koma af laxi. Þetta var fyr­ir opn­un og alla morgna fór hann og kíkti af brúnni. Þenn­an morg­un sá hann lax skammt neðan við brúna á þjóðvegi eitt. Þetta var lax í yf­ir­stærð.

Fiskurinn sem Lord Falmouth veiddi er hér kominn í öndvegi …
Fisk­ur­inn sem Lord Falmouth veiddi er hér kom­inn í önd­vegi í veiðihús­inu í Laxá á Ásum. Það var hinn vel þekkti listamaður Roger Brooks sem skar út lax­ana og hand­málaði. Ljós­mynd/​SB


Í opn­un Ásanna sem var 17. júní sá hann þenn­an lax, að hann tel­ur, fara upp Mána­foss. Stulli kallaði á eft­ir hon­um, „Sé þig seinna.“ Stulli hafði sagt Sporðaköst­um frá þessu at­viki. Svo fannst þessi fisk­ur ekki fyrr en rúm­um mánuði síðar og það í Lang­hyl. Höld­um áfram að rifja upp frétt Sporðak­asta um stór­lax­inn. „Við erum kom­in þar í sög­unni að það er kom­inn nýr taum­ur und­ir hjá Falmouth. Kastið tekst með ágæt­um og Stulli lýs­ir tök­unni svona. „Hann kom upp og ég sá hann. Hann náði henni ekki í fyrstu at­rennu en sneri sér strax við og kom hálf­ur upp úr og negldi flug­una. Um leið og ég sá sporðinn sagði ég við Lord­inn. „Þetta er hann.“ Ég hef aldrei séð svona ofsa­fengna töku í Lang­hyl og læt­in voru rosa­leg,“ sagði Stulli í sam­tali við Sporðaköst.“

Þetta var viður­eign sem stóð í hálf­tíma. Sjálf­ur sagðist Falmouth hafa verið stressaður. „Ég vissi fljót­lega að þetta var mjög stór fisk­ur. Og þegar frændi minn og vin­ur komu og ætluðu að fylgj­ast með viður­eign­inni öskraði Stu á þá að fara lengra í burtu. Þá fyrst fattaði ég að við voru að slást við ein­hvern risa. Ég losaði aðeins á brems­unni og notaði þumalputt­ann á hjólið. Ég var orðinn mjög stressaður. Stu var svo klár með háfinn og náði að háfa hann þó lax­inn kæm­ist varla í háfinn.“
Þeir fé­lag­ar mældu fisk­inn og hann stóð 105 sentí­metra sem ger­ði hann að stærsta laxi veidd­um á Íslandi sum­arið 2022. Stulli seg­ist hafa vandað sig sér­stak­lega mikið við mæl­ing­una eft­ir að hafa lesið frétt á Sporðaköst­um í fyrra­dag um gagn­rýni á hundraðkalla­list­ann. „Ég var að fara að sleppa hon­um en ákvað að mæla hann aft­ur til ör­ygg­is. Þar staðfest­ist á óyggj­andi hátt að hæng­ur­inn var 105 sentí­metr­ar.“ Stulli gerði meira en það. Hann sendi mynd af mæl­ing­unni svo ekki fer á milli mála að fisk­ur­inn stend­ur 105 sentí­metra.
Stærsti lax sumarsins á Íslandi 2022. Fiskurinn er hreint listaverk …
Stærsti lax sum­ars­ins á Íslandi 2022. Fisk­ur­inn er hreint lista­verk og Roger Brooks hef­ur ára­tug­um sam­an skorið út fiska og þykir einn sá besti í sinni grein. Ljós­mynd/​SB
Lord Falmouth var í skýj­un­um og kannski rúm­lega það þegar Sporðaköst ræddu við hann í síma um þessa upp­lif­un.
„Ég hef aldrei átt svona stór­kost­lega stund í laxveiði eins og ég upp­lifði seinnipart­inn í dag. Ég hef aldrei veitt svona stór­kost­leg­an fisk áður. Ekk­ert í lík­ingu við þenn­an fisk. Að upp­lifa þetta hér á norður­hluta Íslands var hreint úr sagt ein­stök lífs­reynsla. Ég hef komið til Íslands í tvo ára­tugi að veiða lax og njóta þess­ar­ar mögnuðu nátt­úru og þetta er lang­stærsti lax sem ég hef veitt. Ég hafði fengið stærst átján punda lax en allt blikn­ar í sam­an­b­urði við þenn­an stór­kost­lega fisk,“ sagði lá­v­arður­inn og átti erfitt með að finna nægi­lega stór og mörg lýs­ing­ar­orð.
En þessi lax átti eft­ir að halda áfram að hafa áhrif á líf lá­v­arðar­ins. Sturla Birg­is­son sendi mynd af lax­in­um til Roger Brooks í Herefords­hire á Englandi sem sér­hæf­ir sig í að skera út ná­kvæm­ar eft­ir­lík­ing­ar af fisk­um, úr viði. Með fylgdu ná­kvæm mál af hængn­um stóra. Raun­ar voru bún­ir til tveir fisk­ar, ná­kvæm­lega eins og báðir eft­ir­lík­ing af 105 sentí­metra höfðingj­an­um úr Lang­hyl. Ann­ar fisk­ur­inn kom til Íslands og hef­ur fengið veg­leg­an sess í veiðihús­inu við Laxá í Ásum fyr­ir ofan ar­in­inn. Hinn fór aldrei frá Englandi. Frændi Falmouths lá­v­arðar keypti hann.
Frændi lá­v­arðar­ins sendi Falmouth í vet­ur boð um að koma í síðdeg­is te, eða dæmi­gert breskt af­ternoon tea. Hann mætti grun­laus um að eitt­hvað annað stæði til en sötra te og borða skons­ur. Þegar tedrykkj­an var haf­in sagðist frænd­inn vera með hlut sem hann vildi sýna lá­v­arðinum. Þeir færðu sig um set og komu að þar sem viðar­kassi stóð á borði. Frænd­inn bað lá­v­arðinn um að opna kass­ann. Sá síðar­nefndi gerði það og við blasti lax­inn sem hann hafði veitt sum­arið áður á Íslandi. Hann var drjúga stund að meðtaka það sem blasti við hon­um. Frænd­inn sagði hon­um að lax­inn væri hans.
Útskurðarmeistarinn fékk mikið af myndum til að vinna eftir. Hér …
Útskurðar­meist­ar­inn fékk mikið af mynd­um til að vinna eft­ir. Hér er Sturla sjálf­ur með fisk­inn og í bak­sýn er hinn magnaði Lang­hyl­ur í Laxá á Ásum. Ljós­mynd/​SB
Tár brut­ust fram og nokk­ur trítluðu af stað í átt­ina að lax­in­um. „Aldrei hef­ur nokk­ur gert annað eins fyr­ir mig,“ stundi lá­v­arður­inn upp.
Í sum­ar kem­ur Lord Falmouth til Íslands að veiða en hann hef­ur haft þann hátt­inn á að hann kem­ur annað hvert ár. Hann veit ekki að tví­bura­bróðir lax­ins sem prýðir nú heim­ili hans er staðsett­ur í veiðihús­inu við Laxá á Ásum.
„Það verður gam­an að sjá svip­inn á kall­in­um þegar hann sér hann upp á vegg hjá okk­ur næsta sum­ar,“ seg­ir Stulli og bros­ir með sjálf­um sér. 
Fyr­ir áhuga­sama um verk Rogers Brooks má benda á heimasíðuna hans roger­brookes.com
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert