Listinn yfir þá stærstu í sumar tilbúinn

Hundraðkallar 2024. Listinn er tilbúinn að við bíðum spennt eftir …
Hundraðkallar 2024. Listinn er tilbúinn að við bíðum spennt eftir þeim fyrsta. Veiðimenn og við ætlum að vanda okkur sérstaklega mikið í ár. Það er ótrúlega merkilegt að landa laxi á Íslandi sem nær hundrað sentímetrum. Sporðaköst / Samsett mynd

Það er komið að því. Við höf­um út­búið list­ann fyr­ir 2024, þar sem hundraðkall­ar sem veiðast í sum­ar verða færðir til bók­ar. Við vilj­um biðja veiðimenn um að hafa nokkra hluti í huga þegar slík­ur fisk­ur veiðist.

Við mæl­um lax­ana okk­ar frá trjónu og aft­ur í miðjan sporð. Ekki í sporðhorn. Í miðjan sporðinn í sjálft vaffið.

Hafa vitni. Ef ekki er vitni til staðar er hægt að taka mynd af lax­in­um og leggja mál­band ofan á hann þannig að ekki fari milli mála að all­ur fisk­ur­inn sjá­ist og hægt sé að staðfesta mæl­ing­una með því að skoða mynd­ina. Mik­il­vægt er að all­ur fisk­ur­inn sjá­ist og mál­bandið á hon­um.

Vanda mynda­töku. Það veiðast um þrjá­tíu svona fisk­ar á Íslandi á ári. Stund­um fleiri og stund­um færri. Marg­ir veiðimenn upp­lifa aldrei að hand­leika svo stór­an lax. Gefið ykk­ur tíma í að taka mynd sem gef­ur raunsanna mynd af stór­lax­in­um. Ekki halda út hönd­un­um í átt að mynda­vél­inni. Lax sem nær hundrað sentí­metr­um er það lang­ur að flest­ir eru í vand­ræðum með að halda hon­um bein­um.

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn með stórlax úr Hnausastreng í september …
Sig­urður Héðinn, eða Haug­ur­inn með stór­lax úr Hnaus­a­streng í sept­em­ber 2021. Þessi mæld­ist 102 sentí­metr­ar. Veiðiugg­inn er risa­stór og Haug­ur­inn nær ekki utan um stirtl­una. Við mæl­um með svona sporðtaki þegar mynd er tek­in. Ljós­mynd/​HH

Nokk­ur atriði sem all­ir skoða á þess­um mynd­um. Stærð veiðiugga er það fyrsta. Þessi stærðarflokk­ur laxa er með mynd­ar­leg­an veiðiugga. Sporðtakið er mik­il­vægt. Haltu um sporðinn þannig að lóf­inn vísi að mynda­vél­inni og fing­urn­ir sjá­ist. Ef hand­ar­bakið snýr að mynda­vél­inni sést sporður­inn ekki eins vel. Ef þú nærð utan um sporðinn á hon­um, mældu hann þá aft­ur. Regl­an er að fisk­ar í þess­um stærðarflokki hafa svo svera stirtlu að venju­legt fólk nær ekki utan um hana. Ekki beygja putt­ana þannig að þeir sjá­ist varla. Leyfðu ein­mitt sjást að þeir ná ekki utan um stirtl­una.

Af hverju erum við að setja fram þess­ar leiðbein­ing­ar eða kröf­ur? Jú vegna þess að veiðimenn er metnaðarfull­ir og býsna marg­ir eru fljót­ir að draga í efa mynda­töku og mæl­ingu. Við höf­um heyrt og fengið háðsglós­ur og jafn­vel leiðindi vegna mynd­birt­inga. Við skul­um því vanda okk­ur þannig að líka þeir sem gera mestu kröf­urn­ar skilji og sjái hversu stór hann er.

Hér má sjá dæmi um stórlax sem var mældur 96,8 …
Hér má sjá dæmi um stór­lax sem var mæld­ur 96,8 sem­tí­metr­ar. Mál­bandið ligg­ur yfir fisk­inn og áhuga­sam­ir geta stækkað mynd­ina og séð ná­kvæm­lega mæl­ing­una. Þetta er fyr­ir­mynd­ar og tek­ur af all­an vafa um stærðina. Lax­in­um var sleppt og hann jafnaði sig. Við birt­um ekki endi­lega svona mynd­ir en þær staðfesta stærð. Ljós­mynd/​Sporðaköst

Leiðsögu­menn bera hér líka ábyrgð. Passa upp á viðskipta­vin­inn að hann geri þetta allt rétt. Það er fátt skemmti­legra en að segja frétt­ir af þess­um stærstu fisk­um Íslands og ein­mitt þess vegna vilj­um við vanda okk­ur. Fisk­ur­inn er oft nokkra stund að jafna sig eft­ir átök­in og ef viðstadd­ir eru ró­leg­ir er næg­ur tími í mynda­töku og mæl­ingu.

Þetta er fimmta árið sem Sporðaköst taka sam­an þenn­an lista. Í fyrra skráðum við 29 laxa í þess­um flokki. Sum­arið 2022 voru þeir 30 og árið áður 31. Veiðitíma­bilið 2020 rötuðu 44 hundraðkall­ar inn á list­ann. Auðvitað er þetta mis­jafnt milli ára og gam­an hefði verið að sjá sum­arið 2016 hversu marg­ir fisk­ar veidd­ust þá hundrað sentí­metr­ar eða stærri. En það ár var eitt mesta stór­laxa­ár sem sög­ur fara af.

Flesta hundraðkall­ana á þessu tíma­bili höf­um við skráð úr Laxá í Aðal­dal eða sam­tals 23. Víðdalsá er með 13, Miðfjarðará og Stóra–Laxá 10, Vatns­dalsá, Laxá í Döl­um og Blanda 5 hver á. 

Stórlax bíður eftir að vera sleppt við Deildará. Endilega taka …
Stór­lax bíður eft­ir að vera sleppt við Deild­ará. Endi­lega taka mikið af mynd­um og ekki bara þar sem veiðimaður held­ur á fisk­in­um. Allt í kring­um þetta er svo skemmti­legt. Ljós­mynd/​Aðsend

Rétt er að hafa í huga að Sporðaköst hafa sleppt því að skrá laxa á list­ann þó að þeir séu bókaðir 100 sentí­metr­ar ef ekki hef­ur verið hægt að senda mynd eða staðfesta mæl­ingu. Við skrá­um ekki fiska sem veiðast í kla­kveiði, nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. List­inn lok­ar þegar veiðitíma í viðkom­andi á lýk­ur.

Að lok­um. Mun­um að lax sem mæl­ist 99, 98 eða 97 sentí­metr­ar eru líka stór­kost­leg­ir fisk­ar og mikið gleðiefni hverj­um veiðimanni. Sporðaköst hlakka til að heyra frá æv­in­týr­um sum­ars­ins og átök­um við þessa allra stærstu.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert