Fyrsti hundraðkall sumarsins

Hér er hrygnan sem flokkast sem fyrsti hundraðkall sumarsins. Mæld …
Hér er hrygnan sem flokkast sem fyrsti hundraðkall sumarsins. Mæld 100,5 sentímetrar og veidd í Ölfusá 8. júní á heimasmíðaða flugu. Ljósmynd/Sporðaköst

Fyrsti hundraðkall, eða lax sem nær máli upp á hundrað sentí­metra eða meira, veidd­ist í gær. Nú eru síðustu dag­ar vor­veiðinn­ar í Ölfusá og lýk­ur þeim kafla á morg­un. En veiðimaður sem keypti sér sjó­birt­ings­leyfi í Ölfusá fékk allt fyr­ir pen­ing­inn í gær.

Viðkom­andi vill ekki láta nafn síns getið og virðum við það. Þessi veiðimaður er hagv­an­ur í Ölfusá og lík­ast til þekkja hana fáir bet­ur. „Þegar ég mætti í gær­morg­un sá ég fljót­lega lax stökkva. Ég hélt að ég væri að lenda í veislu,“ sagði hinn feimni veiðimaður í sam­tali við Sporðaköst.

Eft­ir nokk­ur köst setti hann í stór­an lax og sá hann vel en var ekki lengi með hann þegar flug­an losnaði úr hon­um. Enn leið á dag­inn og þá setti hann í ann­an lax og eft­ir um það bil tutt­ugu taugatrekkj­andi mín­út­ur landaði hann hrygnu upp á 100,5 sentí­metra. Hrygn­an var þykk og mik­il og tvær laxa­lýs voru við gotrauf.

Vitni var með þess­um góðkunn­ingja Sporðak­asta sem staðfesti mæl­ing­una og sendi okk­ur mynd­band sem ekki mátti birta en þar sést að öll skil­yrði sem eðli­legt er að mæta þegar um svona fisk er að ræða, voru upp­fyllt. 

Hrygn­unni var sleppt og hélt hún áfram sinn veg hvort sem för var heitið í Sogið eða upp á Iðu og jafn­vel í Stóru–Laxá.

Þykk og flott hrygna sem skartaði tveimur lúsum við gotrauf. …
Þykk og flott hrygna sem skartaði tveim­ur lús­um við gotrauf. Enn og aft­ur hvetj­um við ykk­ur til að vanda mynda­töku með þessa flottu fiska. Ljós­mynd/​Skjá­skot

Flug­an var heima­smíðuð og ekki fengið nafn ennþá. Síðari mynd­in sem fylg­ir frétt­inni er skjá­skot úr mynd­band­inu sem Sporðaköst fengu að skoða til staðfest­ing­ar. Hér sést vel hversu þykk og vel hald­in þessi hrygna er.

Eins og aðal­mynd­in ber með sér er skyn­sam­legt að vanda mynda­töku á þess­um fisk­um. Til dæm­is ekki halda um sporðinn eins og feimni veiðimaður­inn ger­ir. Frek­ar að snúa sporðinum að mynda­vél­inni og vera með gripið þannig að lóf­inn snúi að mynda­vél­inni. Þá sést fisk­ur­inn bet­ur. En við ósk­um þess­um meist­ara til ham­ingju með fyrsta hundraðkall sum­ars­ins. Megi þeir verða marg­ir.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert