Lærðu að púpa hjá heimsmeistaranum

Katka með flottan urriða úr Bugðu. Þessi var veiddur andstreymis …
Katka með flottan urriða úr Bugðu. Þessi var veiddur andstreymis með Euro nymphing aðferðinni. Hún er margfaldur heimsmeistari og ætlar nú að miðla af reynslu sinni. Ljósmynd/Sporðaköst

Katka Svagrova er nýbakaður heimsmeistari í silungsveiði. Hún hefur landað nokkrum slíkum titlum, bæði í einstaklingaskeppni og einnig sem liðsmaður tékkneska landsliðsins. Nú síðast varð tékkneska landsliðið heimsmeistari í lok maí.

Katka er hefur verið sem leiðsögumaður í Laxá í Kjós árum saman og þar hafa veiðimenn notið góðs af þekkingu hennar og elju. Katka hefur verið dugleg að miðla af kunnáttu sinni og hún var leiðbeinandi á námskeiði í Kjósinni fyrr í vor þar sem konur fengu leiðsögn frá henni á öllum sviðum fluguveiði.

Nú er Katka í samstarfi við Veiðihornið að bjóða upp á námskeið þar sem hún mun fara yfir undirstöðuatriði í veiðiaðferðinni euro nymphing. Engin kann betur en Katka að beita þessari öflugu aðferð. Um að vitna nokkrir heimsmeistaratitlar.

Námskeiðið verður haldið í Veiðihorninu 26. júní og hefst klukkan 18:30. Skráning fer fram á heimasíðu Veiðihornsins, veidihornid.is.

Meðal þess Katka mun fara yfir er, rétti búnaðurinn og flugur sem virka best með þessari aðferð. Hvernig á að setja upp Euro taum og hvernig á að ná árangri í Euro nymphing.

Einungis takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðinu.

Katka er mikill reynslubolti og hefur veitt í yfir fjörutíu löndum í heiminum og flestum þeim slóðum sem veiðimenn dreymir um að heimsækja. Hún gjör þekkir líka íslenskar aðstæður og getur því hjálpað áhugasömum veiðimönnum að stytta leiðina að því að ná árangri með þessari aðferð sem hentar vel í alla silungsveiði og ekki síður í sjóbirtinginn.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert