Þrír á fyrsta klukkutímanum í Miðfirði

Andrew með lúsugan fyrsta lax úr Vesturá í Miðfirði. Silfurbjartur …
Andrew með lúsugan fyrsta lax úr Vesturá í Miðfirði. Silfurbjartur nýrenningur. Fyrsti klukkutíminn í opnun hefur verið fjörugur í Miðfjarðará. Ljósmynd/Rafn Valur

Þremur löxum hefur verið landað fyrsta klukkutímann í opnun í Miðfjarðará. Tveir hafa komið á land í Austuránni og einn í Vesturá. Í fyrsta kasti í Hlaupum fékk breski veiðimaðurinn Mark 87 sentímetra lax í Hlaupunum og þar sáust fleiri laxar.

Í Göngumannahyl endurtók sagan sig. Í fyrsta kasti fékk David fisk og mældist sá 78 sentímetrar. 

Mark fékk fyrsta fiskinn í Miðfjarðará sumarið 2024. Hann tók …
Mark fékk fyrsta fiskinn í Miðfjarðará sumarið 2024. Hann tók í fyrsta kasti í Hlaupunum. 87 sentímetrar. Gull af fiski. Ljósmynd/Helgi Guðbrandsson

„Við vorum ekki búnir að sjá fisk í Austuránni en vorum nokkuð vissir um að þeir væru mættir. Hún er í algeru gullvatni og þetta gerðist bara hviss bang og báðar stangir þar voru komnar með fisk. Ef ég hefði mátt velja þá hefði maður viljað byrja í Austuránni. Aðstæður voru fullkomnar þar,“ sagði Rafn Valur Alfreðsson leigutaki í Miðfirði í samtali við Sporðaköst rétt fyrir klukkan tíu. Þeir byrjuðu að veiða rétt fyrir klukkan níu í morgun og þriðji laxinn sem Rafn Valur heyrði af kom úr Vesturá. 

David fékk þennan í Göngumannahyl og mældist hann 78 sentímetrar. …
David fékk þennan í Göngumannahyl og mældist hann 78 sentímetrar. Austuráin er í gullvatni, að sögn Rafns Alfreðssonar. Ljósmynd/Helgi Guðbrandsson

Hinn breski Andrew landaði lúsugum fallegum laxi í Skálapollum í Vesturá. þar höfðu sést laxar í gær, bæði í Kistum og einnig í taglinu neðan við Hlíðarfoss. Þetta er flottur fyrsti klukkutími í Miðfirði og gaman verður að sjá hvort framhald verður á í dag.

Bæði Laxá í Kjós og Kjarrá eru einnig að opna í dag. Spennandi dagur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert