Mikið líf en afla mjög misskipt

Júlíus Jónsson með einn af opnunarfiskum í Grímsá í morgun.
Júlíus Jónsson með einn af opnunarfiskum í Grímsá í morgun. Ljósmynd: Jón Þór

Grímsá átti bestu opnunarvaktina í morgun af þeim ám sem voru að opna á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Fimm laxar komu þar á land fyrir hádegi og fór þar fremstur í flokki kaupmaðurinn fyrrverandi Júlíus Jónsson. Júlli landaði tveimur löxum í Lækjarfossi og skaut yngri veiðimönnum ref fyrir rass. Hinir þrír komu úr Viðbjóði, og tveir úr Langadrætti. Sannarlega flottur morgun í Grímsá. 

Jón Þór Júlíusson með nýrunninn lax frá því í morgun. …
Jón Þór Júlíusson með nýrunninn lax frá því í morgun. Grímsá gaf fimm í morgun og einhverjir misstir. Ljósmynd/Hreggnasi


„Það var líf í morgun. Tveir landaðir og tveir misstir, fiskar að sýna sig og mjög lofandi. En upp úr 10 brast á með jökukaldri vestanátt og við sjáum ekki kvikindi. Það er eins og við séum í annari á,“ sagði Haraldur Eiríksson leigutaki Hítarár um opnunardaginn. Það var aldeilis góðmennt í ánni og fyrsta laxinum landaði Peter Landale stjórnarformaður Atlantic Salmon Trust á hitsaða einkrækju á Breiðinni. Undir kvöld kom svo þriðji laxinn á land. 80 sentímetra hrygna úr Breiðinni. 
Peter Landale, stjórnarformaður AST með þann fyrsta úr Hítará 2024. …
Peter Landale, stjórnarformaður AST með þann fyrsta úr Hítará 2024. Þrír veiddust þar á opnunardegi. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson


Góð opnun í Leirársveit

Veitt er á fjórar stangir fyrstu dagana í Laxá í Leirársveit. Haukur Geir Garðarsson, leigutaki upplýsti að opnun hefði gengið vel. 
„Nokkuð líflegt var og settum við í fjórtán laxa og náðum sex á land. 
Lax kom úr Eyrafossi og sáust fleirri þar. 
Hallfreður Vilhjálmsson landar 77 sm hrygnu úr Vaðstreng fyrir Vilhjálm …
Hallfreður Vilhjálmsson landar 77 sm hrygnu úr Vaðstreng fyrir Vilhjálm Gíslason veiðifélaga sinn. Ljósmynd/VG


Þá kom lax úr Sunnefjufossi , Ljóninu, Vaðstreng og tveir úr Laxfossi. 
Mjög stór lax sleit í Ljóninu eftir harða baráttu. 
Lax var að gangi á síðdegisflóðinu og misstust tveir í Grettisstrengjum síðdegis. 
Þetta voru allt vel haldnir 2ja ára laxar upp í 82sm. Sáum og misstum smálaxa þannig hann er líka mættur. 
Fallegt vatn er í ánni og fiskurinn greinilega á hreyfingu.“
Björn K. Rúnarsson með fyrsta laxinn úr Laxá á Ásum …
Björn K. Rúnarsson með fyrsta laxinn úr Laxá á Ásum 2024. 85 sentímetrar úr Dulsum. Ljósmynd/Sturla Birgisson

Ásarnir spennandi

Mikið líf var í Laxá á Ásum í dag. Margir misstir og víða sáust laxar. Björn K. Rúnarsson landaði þeim fyrsta úr Dulsum. 85 sentímetra fiskur. Fjórir laxar misstust þar í morgun. Við segjum ykkur nánar af Ása opnun á morgun. 



mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert