Hrygna af stærstu gerð úr Kjarrá

Sigurður Smári Gylfason með fyrsta hundraðkallinn sem kemst á lista …
Sigurður Smári Gylfason með fyrsta hundraðkallinn sem kemst á lista í sumar. Hrygna veidd í Kjarrá. Myndir eru fátæklegar en mæling marg vottuð. Ljósmynd/Þórir Örn Ólafsson

Það hljóp heldur betur á snærið hjá trompetleikaranum og viðskiptafræðingnum Sigurði Smára Gylfasyni á fyrstu vakt í veiðitúrnum í Kjarrá í gær. Aðstæður þar efra eru krefjandi og áin vatnsmikil. Hollið gerði þó fína veiði og landaði alls níu löxum á fyrstu vaktinni. 
Réttarhylur var vettvangur stóratburðar í gær. Trompetleikarinn valdi að setja fluguna Haug undir og átti það eftir að reynast heilladrjúg ákvörðun. Fljótlega tók stórlax og viðstaddir veiðifélagar supu hveljur þegar fiskurinn hreinsaði sig í miklu og tignarlegu stökki. Varð mönnum fljótlega ljóst að þarna væri á ferðinni einn af þessum allra stærstu. 
Þórir Örn Ólafsson var einn af þeim sem fylgdust með viðureigninni og sagði hann að Sigurður Smári hefði ekki slegið feilnótu frekar en á trompetnum. Viðureignin var tímamæld og stóð í 22 spennandi mínútur. 
þrjú vitni fylgdust með mælingunni á þessari glæsilegu hrygnu og stóð hún slétta hundrað sentímetra. 
Svo stórar hrygnur eru sjaldgæfari en hængarnir. Þegar mælingu og fagnaðarópum var lokið átti að fara í myndatöku af dýrari gerðinni. Vildi þá ekki betur til en svo að hún slapp úr klóm feðraveldisins og því eru myndir ekki til af henni þar sem hrygnunni er haldið upp úr vatni fyrir myndavélina. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert