Hrygna af stærstu gerð úr Kjarrá

Sigurður Smári Gylfason með fyrsta hundraðkallinn sem kemst á lista …
Sigurður Smári Gylfason með fyrsta hundraðkallinn sem kemst á lista í sumar. Hrygna veidd í Kjarrá. Myndir eru fátæklegar en mæling marg vottuð. Ljósmynd/Þórir Örn Ólafsson

Það hljóp held­ur bet­ur á snærið hjá trom­pet­leik­ar­an­um og viðskipta­fræðingn­um Sig­urði Smára Gylfa­syni á fyrstu vakt í veiðit­úrn­um í Kjar­rá í gær. Aðstæður þar efra eru krefj­andi og áin vatns­mik­il. Hollið gerði þó fína veiði og landaði alls níu löx­um á fyrstu vakt­inni. 
Rétt­ar­hyl­ur var vett­vang­ur stórat­b­urðar í gær. Trom­pet­leik­ar­inn valdi að setja flug­una Haug und­ir og átti það eft­ir að reyn­ast heilla­drjúg ákvörðun. Fljót­lega tók stór­lax og viðstadd­ir veiðifé­lag­ar supu hvelj­ur þegar fisk­ur­inn hreinsaði sig í miklu og tign­ar­legu stökki. Varð mönn­um fljót­lega ljóst að þarna væri á ferðinni einn af þess­um allra stærstu. 
Þórir Örn Ólafs­son var einn af þeim sem fylgd­ust með viður­eign­inni og sagði hann að Sig­urður Smári hefði ekki slegið feilnótu frek­ar en á trom­petn­um. Viður­eign­in var tíma­mæld og stóð í 22 spenn­andi mín­út­ur. 
þrjú vitni fylgd­ust með mæl­ing­unni á þess­ari glæsi­legu hrygnu og stóð hún slétta hundrað sentí­metra. 
Svo stór­ar hrygn­ur eru sjald­gæfari en hæng­arn­ir. Þegar mæl­ingu og fagnaðaróp­um var lokið átti að fara í mynda­töku af dýr­ari gerðinni. Vildi þá ekki bet­ur til en svo að hún slapp úr klóm feðraveld­is­ins og því eru mynd­ir ekki til af henni þar sem hrygn­unni er haldið upp úr vatni fyr­ir mynda­vél­ina. 

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert