Misvel veitt í opnunarpartýum

Harpa Hlín landaði fyrsta laxinum í Ytri-Rangá rétt rúmlega sjö …
Harpa Hlín landaði fyrsta laxinum í Ytri-Rangá rétt rúmlega sjö í morgun. Hann veiddist í Djúpós og tók bláa Snældu. 78 sentímetra hrygna. Ljósmynd/IO

Það má segja að laxveiðin sé komin á fulla ferð. Sífellt fleiri laxveiðiár opna og fjölmargar hafa opnað síðustu daga. Veiðigyðjan hefur veitt misvel í þessum opnunarpartýum. Allt frá því að bjóða upp á allsnægtir yfir í það að skera við nögl það sem í boði er.

Opnunarvaktin í Ytri–Rangá í morgun var dæmi um hið fyrrnefnda. Níu laxar komu á land og var veiðistuð á mannskapnum. Harpa Hlín Þórðardóttir einn umsjónarmanna Ytri setti í landaði fyrsta laxinum klukkan 7:07 í morgun og var hún þá búin að missa einn í fyrsta kasti.

Fimm komu á land í Eystri-Rangá á fyrstu vaktinni í …
Fimm komu á land í Eystri-Rangá á fyrstu vaktinni í morgun. Þetta er komið á fulla ferð. Jónas Kristinn Jóhannsson landaði þessu flotta eintaki. Ljósmynd/Kolskeggur

Opnunarhollið í Víðidalsá kláraði á hádegi í erfiðum skilyrðum. Sex laxar komu á land og voru fjórir þeirra úr Fitjaá sem yfirleitt gefur bestu veiðina framan af. Rigning sem gekk norður yfir landið setti strik í reikninginn og í gær fór áin úr ellefu rúmmetrum í tæpa 23. Því fylgdi litur og tilheyrandi. Þó að þetta sé ein dræmasta opnun í áraraðir þá voru skilyrðin að sama skapi þau erfiðustu sem veiðimenn hafa þurft að glíma við í opnun þar.

Fyrsti laxinn úr Langá veiddist á opnunardegi í gær. Það …
Fyrsti laxinn úr Langá veiddist á opnunardegi í gær. Það var Hans Hjalti Skaale sem var snöggur að og fékk þessa 78 sentímetra hrygnu á Breiðunni. Ljósmynd/SVFR

„Það er eitthvað í loftinu í Borgarfirði“

Opnunarhollið í Grímsá gerði góða veiði og landaði hópurinn tuttugu löxum á tveimur og hálfum degi. Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa sem leigir ána var hæst ánægður með þessa veiði á fjórar stangir í opnun. „Við vorum að fá grálúsuga smálaxa á loka vaktinni. Það er eitthvað í loftinu í Borgarfirði,“ nánast hvíslaði Jón Þór í símann þegar hann kvaddi.

Laxá á Ásum gaf fjóra laxa í opnun og þar voru veðurguðir ekki í liði með veiðimönnum frekar en í Víðidalnum. Spennandi verður að fylgjast með Ásunum því langt er síðan að svona mikið hefur sést af laxi á þessum tíma árs.

Opnun í Hítará gekk vel og hér er losað úr …
Opnun í Hítará gekk vel og hér er losað úr 80 sentímetra hrygnu áður en hún fær frelsið á ný. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Fyrsti veiðidagur var í Langá á Mýrum í gær og komu á land átta laxar og létu veiðimenn vel af sér með þá niðurstöðu. Fyrsti laxinn veiddist snemma dags á Breiðunni og vonandi sló hann jákvæðan tón fyrir Langá í sumar en síðasta sumar var mikil vonbrigði.

Aðeins vestar var önnur laxveiðiá opnuð og var það Hítará. Opnunarhollið landaði sex löxum og vakti það athygli að fyrstu laxarnir voru smálaxar.

Flókadalsá skilaði 21 laxi í opnun en hún var spútnik áin sumarið 2022. Þessi þriggja stanga á í Borgarfirði fer vel af stað og verður forvitnilegt að sjá hvort hún verður í sama stuði og fyrir tveimur árum.

Haukadalsá opnaði í dag og þann fyrsta veiddi H. Ágúst …
Haukadalsá opnaði í dag og þann fyrsta veiddi H. Ágúst Jóhannsson á rauðan Frances kón. Ljósmynd/SVFR

Eystri–Rangá opnaði í dag og fyrsti laxinn var snemma kominn á land og var það veiðimaður að nafni Jósef sem veiddi þann fyrsta. Samtals komu fimm á land á fyrstu vakt.

Urriðafoss og Norðurá á toppnum

Veiðin í Urriðafossi hefur verið mjög góð og höfðu 310 laxar veiðst þar í gærkvöldi. Er það mun betri veiði en á sama tíma síðustu tvö ár. Svipuð staða er uppi í Norðurá. Í gær voru komnir þar 147 laxar sem er töluvert betri veiði en á sama tíma síðustu tvö ár. Ánægjulegt er að sjá ár vera að skila góðum samanburði við síðustu ár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert