Drottningin að gefa tvo laxa á vakt

Gunnar Sveinbjörnsson fékk þennan í Höfðahyl. 88 sentímetra fiskur.
Gunnar Sveinbjörnsson fékk þennan í Höfðahyl. 88 sentímetra fiskur. Ljósmynd/ÁPH

Opnunarhollið í Laxá í Aðaldal hefur verið að landa tveimur fiskum að jafnaði á vakt, þessa tvo daga sem liðnir eru. Árni Pétur Hilmarsson, einn af þeim sem rekur og annast Laxá segir þetta hefðbundna opnun að flestu leiti. „Það er langt síðan að ég hef séð svona mikið af fiski í veiðistöðum neðan við fossa, eins og fyrr í mánuðinum þegar við vorum að ganga frá svæðinu fyrir opnun. Við kíktum í alla staði og sáum bara mikið af fiski. Svo kemur að opnun og þá er farinn upp úr,“ hlær hann.

Hann og fleiri sáu einn fisk sem vakti sérstaka athygli þeirra. „Við sáum einn svona alvöru tank í Bjargstrengnum. Sá fiskur gæti alveg hafa náð 110 sentímetrum og mér finnst kominn tími á þrjátíu pundara í Laxá.“

Guðmundur Th. Jónsson lyftir hér fullkomnu eintaki af Aðaldælingi. 94 …
Guðmundur Th. Jónsson lyftir hér fullkomnu eintaki af Aðaldælingi. 94 sentímetrar af vöðvum og silfri. Þetta er annar fiskurinn af Skriðuflúð í opnun. Ljósmynd/ÁPH

En þessar fyrstu vaktir, hvernig hefur veiðin verið?

„Þetta er búið að vera ágætt. Höfum verið að landa tveimur á vakt og við þessar ástæður er það bara fínt. Það eru komnir tveir fiskar á Skriðuflúð, tveir á Hólmavaðsstíflu og úr Höfðahyl. Já og einn misstur á Suðureyri þannig að þeir hafa bara straujað upp úr.“ Árni Pétur segir aðstæður hafa verið erfiðar og sjálfur var hann neðan við fossa eina vaktina og segist hafa orðið svo kalt að hann óttaðist hreinlega að verða úti. Hann brosir og veit að það er orðum aukið en vissulega hefur honum orðið skítkalt.

Hólmavaðsstífla er einn af rómuðustu veiðistöðum í Laxá og það …
Hólmavaðsstífla er einn af rómuðustu veiðistöðum í Laxá og það ekki að ástæðulausu. Hilmar Hafsteinsson fékk þann fyrsta þar í sumar. 88 sentímetra nagli. Ljósmynd/ÁPH

Það sýnir hversu mikil ferð er á fiskinum að laxar hafa veiðst frá Sjávarholu og sett í fisk á Suðureyri, sem er nokkuð fyrir ofan Hólmavaðsstíflu og vonandi veit það á gott í sumar. Laxá hefur átt undir högg að sækja og síðasta góða árið hennar var 2016 þar sem stórlaxar voru daglegt brauð og veiðin fór yfir 1,200 laxa. Í fyrra varð töluverður bati í veiðinni og var það annað besta árið frá 2017. Mikið var af smálaxi í Aðaldalnum í fyrra, allavega hlutfallslega í veiðitölum. Slík ár geta boðað stórlaxaár næsta ár. 2024 byrjar á jákvæðum nótum í drottningunni og verður sérlega spennandi að sjá hvort að þessi perla norðursins nái vopnum sínum af krafti. Víst er að margir krossa fingur og vona að svo verði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert