Fjögur tilboð og hundraðkall í Blöndu

Patrick með fyrsta hundraðkallinn sem kemur á land norðan heiða …
Patrick með fyrsta hundraðkallinn sem kemur á land norðan heiða á þessari vertíð. Virkilega vel haldinn og flottur fiskur. Þorsteinn Hafþórsson leiðsögumaður mældi hann og staðfesti hundrað sentímetrana. Ljósmynd/Þorsteinn Hafþórsson

Fjög­ur til­boð bár­ust í veiðirétt í Blöndu og Svar­tá. Nú­ver­andi leigutaki, Star­ir er með Blöndu í sum­ar og er það síðasta ár samn­ings­ins við Veiðifé­lag Blöndu og Svar­tár. Þegar Star­ir lýstu því yfir að fé­lagið vildi ekki halda áfram með ána á sam­bæri­leg­um nót­um ákvað veiðifé­lagið að bjóða út veiðirétt­inn.

Fjög­ur til­boð bár­ust og bjóða all­ir til­boðsgjaf­ar umboðssölu. Þeir sem buðu eru Jó­hann­es Hinriks­son ásamt fé­lög­um, en hann rak Ytri-Rangá við góðan orðstír. Jó­hann­es og fé­lag­ar settu líka inn fasta tölu og sam­kvæmt heim­ild­um Sporðak­asta var það til­boð upp á helm­ing af því sem Blanda var leigð á í sum­ar. Upp­hæðin sem sett var fram var rétt und­ir fjöru­tíu millj­ón­um.

Star­ir, nú­ver­andi leigutaki bauð í svæðið og þá und­ir for­merkj­um umboðssölu. Sama má segja um til­boð Fish Partner sem einnig hljóðar upp á umboðssölu.

Stanga­veiðifé­lag Reykja­vík­ur sendi inn til­boð um umboðssölu en ein­ung­is í svæði fjög­ur í Blöndu og Svar­tá.

Guðmund­ur Rún­ar Hall­dórs­son, bóndi í Finn­stungu er formaður veiðifé­lags­ins og staðfesti hann í sam­tali við Sporðaköst að fjög­ur til­boð hefðu borist. „Við mun­um ræða við alla þessa aðila en við þurf­um tíma í það. Menn eru enn að ná utan um af­leiðing­ar af ill­viðrinu sem skall á okk­ur í byrj­un júní. Ég fann síðast eina dauða kind hjá mér í gær. Hún var með júg­ur­bólgu og lömb­in henn­ar tvö voru hjá henni. Stálpuð lömb, mánaðargöm­ul og óvíst hvað verður með þau. Lík­leg­ast verða þau það sem áður var kallað graslömb, en við sjá­um til.

Góðu frétt­irn­ar eru þær að heiðalönd­in eru til­bú­in og við för­um í að smala fénu sam­an og keyra það fram á fjall,“ sagði Guðmund­ur þegar hann var spurður hvenær þetta mál yrði af­greitt.

Hann vildi ekki staðfesta töl­una sem fasta til­boðið hljóðaði upp á en sagðist hafa verið fljót­ur að leggja það frá sér eins ger­ist við lest­ur á leiðin­legri bók.

„Ætli við klár­um þetta ekki um miðjan júlí og von­andi verður búið að semja fljót­lega eft­ir það.“

Blanda fer mjög ró­lega af stað í sum­ar. Veiði hófst það 5. júní og átta lax­ar hafa veiðst sam­kvæmt ra­f­rænu veiðibók­inni á angling­iQ.

Hundraðkall úr Blöndu í fyrra­dag

Hann Pat­rick Devennie lenti í æv­in­týri á Breiðunni í Blöndu í fyrra­dag. Hann setti í fisk sem dró hann alla leið niður í Kríu­eyju. „Þetta voru mik­il hlaup og bæði fisk­ur og veiðimaður orðnir frek­ar lún­ir. En þar var hann mæld­ur frá snoppu og aft­ur í miðjan sporð og stóð akkúrat hundrað sentí­metra,“ upp­lýs­ir Þor­steinn Hafþórs­son leiðsögumaður í sam­tali við Sporðaköst.

Mikl­ar rign­ing­ar og sú staðreynd að Lands­virkj­un keyr­ir Blöndu­virkj­un hressi­lega gera það að verk­um að Blanda hef­ur verið bæði skít­ug og vatns­mik­il. Þor­steinn seg­ir að þeir hafi séð fiska og eitt­hvað er að fara í gegn­um telj­ar­ann. „Við erum að elt­ast við þá sem ganga með landi við þess­ar aðstæður en það er erfitt að meta hversu mikið af fiski er á ferðinni. Við feng­um fyrsta smá­lax­inn í gær og hann var patt­ara­leg­ur.“

For­vitni­legt verður að sjá hvað ger­ist ef árn­ar á NV–landi ná að sjatna og kom­ast í kjörvatn. Hversu mikið er komið af fiski og hvort þær eiga ekki eitt­hvað inni.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert