Veiddu líklegan eldislax í Víðidalsá

Hinn meinti eldislax sem veiddist í Dalsárós í Víðidalsá í …
Hinn meinti eldislax sem veiddist í Dalsárós í Víðidalsá í gær. Því miður var honum sleppt og rétt er að veiðimenn verði sérstaklega á varðbergi með fiska af þessari stærð í sumar. Ljósmynd/Starir

Áttatíu sentimetra lax veiddist í Dalsárós, einum rómaðasta veiðistað Víðidalsár, í gær. Veiðimaðurinn uggði ekki að sér og sleppti laxinum eftir myndatöku, enda að vanda sig við að sleppa fiskinum fljótt og vel eins og lög gera ráð fyrir. 

Þegar farið var að skoða myndir af laxinum vöknuðu grunsemdir og þær leyna sér ekki. Líklegast er þetta eldislax úr sleppingunni frá Arctic Fish í nágrenni Patreksfjarðar í fyrrahaust.

Að lágmarki sluppu 3.500 laxar og var kynþroskahlutfall í kvíunum mjög hátt. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landssambands veiðifélaga hafa tæplega fimm hundruð laxar veiðst og munar þar mest um norsku kafarana sem unnu gott starf í fyrra við að hreinsa þennan óvelkomna gest úr íslensku ánum. Þá vantar upp á þrjú þúsund laxa. Hvað gerðu þeir?

Til samanburðar. Þessi lax veiddist í Sæmundará í opnun. Sporðurinn …
Til samanburðar. Þessi lax veiddist í Sæmundará í opnun. Sporðurinn heill og bakugginn reistur og óskaddaður. Freyr Frostason veiddi þennan og mældist hann 87 sentímetrar. Ljósmynd/Pétur Júlíus

Óútreiknanlegir laxar

Norsku kafararnir sem hafa mikla reynslu af því að elta uppi strokulaxa í Noregi sögðu í samtali við Sporðaköst í fyrra að þessir laxar hegðuðu sér á allt annan hátt en villtur lax. Þeir væru óútreiknanlegir.

Hafrannsóknastofnun hvatti veiðimenn til að hafa augun opin í sumar fyrir þessum löxum, ef þeir leituðu upp í árnar. Svo virðist sem þau viðvörunarorð hafi átt fullan rétt á sér. Fleiri slíkir laxar hafa verið að veiðast nú í vor og höfum við flutt fréttir af því.

Eins og sjá má á myndinni af laxinum er hann eyddan og tættan sporð og bakugginn er þannig farinn að miklar líkur eru á að þetta sé strokulax frá Arctic Fish.

Norskir kafar leita að strokulöxum í Víðidalsá í lok september …
Norskir kafar leita að strokulöxum í Víðidalsá í lok september í fyrra. Nú er komin upp ný og alvarleg staða ef eldislax er að mæta í árnar með vorlaxinum. Veiðimenn þurfa að vera á varðbergi. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Nú eru smálaxagöngur að hefjast á NV–landi og líklegt að þeir eldislaxar sem kunna að vera á ferðinni sláist í hópinn. Þessir fiskar voru auðþekkjanlegir í haust þar sem þeir voru silfraðir og það í lok ágúst og langt fram í september.

Nú eru allir laxar silfraðir, enda nýkomnir úr sjó. Merkin sem menn ættu að líta eftir og þá sérstaklega ef fiskar eru í kringum áttatíu sentímetra er slitin sporður og tættir eða afskræmdir uggar. Hrygnurnar eru hauslitlar svo eftir því er tekið.

Ef þessi einkenni eru til staðar er rétt að hafa samband við leiðsögumann eða staðarhaldara á því vatnasvæði sem um ræðir. Einnig tekur ekki langan tíma tíma að smella mynd af fiskinum og fá alit frá fleirum ef menn eru í vafa. Ef grunur er staðfestur er rétt að koma þessum fiskum til Hafrannsóknastofnunar til greiningar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert