Stór vika að baki í Borgarfirðinum

Maríulaxar eru alltaf jafn dýrmætir. Þeir feðgar Stefán Sveinsson og …
Maríulaxar eru alltaf jafn dýrmætir. Þeir feðgar Stefán Sveinsson og Bergsveinn Stefánsson áttu ánægjulega stund í Fitjaá í Víðidal í morgun þegar Bergsveinn landaði 83 sentímetra maríulaxi í Kerfossi. Ljósmynd/Þorsteinn Stefánsson

Nú eru stærstu veiðivikurnar framundan á Vesturlandi. Þá er veiðin einnig að taka á sig mynd í öðrum landshlutum. Borgarfjarðaárnar eru að gefa töluvert betri veiði en í fyrra. Þannig var Norðurá að skila 184 löxum síðustu vikuna og er komin í 451 lax. Á svipuðu nótum voru Þverá og Kjarrá með samtals vikuveiði upp á 168 laxa. Langá og Grímsá eru að gefa betri veiði en í fyrra. Heilt yfir er Borgarfjörðurinn að gefa fleiri laxa en í fyrra. NV-landið er rólegt enn sem stendur en þar vonast menn eftir auknum smálaxagöngum á næstu dögum með hækkandi straumi. Raunar sjá menn víða í þessum ám að smálaxinn er byrjaður að mæta. Svo er stóra spurningin hvort það verður í því magni sem vonir standa til. 

Tölur vantar fyrir nokkrar ár fyrir síðustu viku. Veiðivikunni hjá angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga, lauk í gærkvöldi og þá er staðan tekin. Hér að neðan má sjá lista yfir tíu bestu árnar og samanburð við stöðuna í fyrra. Sú staða miðast raunar við 5. júlí síðasta sumar en tveir dagar á þessum tíma geta gefið góðar tölur.

Vatnasvæði        Veiddir laxar        Veiðin í fyrra    Vikuveiðin

Norðurá                  451                    348                 184

Urriðafoss               410                    225                 100*

Þverá/Kjarrá           339                    297                  168

Ytri–Rangá              133                     94                    85

Haffjarðará             126                    166                    77

Langá á Mýrum       107                      80                   62

Elliðaár                   104                      99                   68

Eystri–Rangá           104                    113                   52

Stóra–Laxá              103                    103                   45

Grímsá                     96                       67                   44

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert