Stærsti laxinn það sem af er sumri

Kristrún Ólöf Sigurðardóttir með sinn þriðja hundraðkall úr Laxá í …
Kristrún Ólöf Sigurðardóttir með sinn þriðja hundraðkall úr Laxá í Aðaldal. Þetta var mikið ævintýri og vel spilað hjá þeim báðum. Það er ekki sjálfgefið að landa þessum fiskum þó sett sé í þá. Ljósmynd/Árni Pétur Hilmarsson

Stærsti lax sum­ars­ins, til þessa veidd­ist í morg­un í Laxá í Aðal­dal. Þar var að verki Kristrún Ólöf Sig­urðardótt­ir með dyggri aðstoð Árna Pét­urs Hilm­ars­son leiðsögu­manns. Árni Pét­ur er bú­inn að sjá nokkra tanka af þess­ari gerð í vor og sum­ar. Og svo kom að því.

„Það er búið að vera fjör í Laxánni síðustu daga. Ég var fyr­ir neðan fossa í gær og þá sá ég þrjá svona tanka stökkva niður á Kistu­hyl. Allt fisk­ar vel yfir tutt­ugu pund og þetta var fisk­ar sem voru að ganga inn í ána. Það var fullt af fiski í Miðfosspoll­in­um og það var líka mikið í Kistu­hyl. Ég var með út­lend­ing sem náði ein­um þar. Ég var svo með Kristrúnu í morg­un og ég sagði við hana að við yrðum að fara niður fyr­ir og veiða það svæði al­menni­lega. Hún var til og við byrjuðum í Kistu­kvísl­inni við Staur­inn og hún byrjaði að veiða og ég fór upp á Sjón­ar­hól og sá bara strax að þarna voru tíu fisk­ar í þess­um litla polli. Þeir voru stöðugt að skoða flug­una, ógna henni og helst var það lít­ill Val­beinn sem gaf viðbrögð. Það vantaði herslumun­inn á að þeir tækju en við á end­an­um færðum okk­ur niður í Sjáv­ar­holu og þessi belg­ur tek­ur með þess­um líka lát­um,“ seg­ir Árni Pét­ur þegar lýs­ir at­b­urðarás­inni. Það er barns­leg gleði í rödd­inni og adrenalínið er ekki al­veg farið úr blóðinu. 

Svona tankur er að mati Árna Péturs ekki undir 26 …
Svona tank­ur er að mati Árna Pét­urs ekki und­ir 26 pund­um. Þeir eru nokkr­ir slík­ir á ferðinni í Aðaldaln­um núna. Ljós­mynd/Á​rni Pét­ur Hilm­ars­son

Kristrún stóð sig hundrað pró­sent seg­ir Árni Pét­ur. „Við vor­um að fara að segja þetta gott og fara í há­deg­is­mat. Þetta var eig­in­lega síðasta kastið, eins og oft vill vera,“ upp­lýs­ir Kristrún í sam­tali við Sporðaköst. „Þetta var ósköp ró­leg taka. Ég sagði við Árna Pét­ur að þessi væri lík­lega bara ágæt­ur. Hann svaraði já ég held að hann sé ansi fínn. Eft­ir smá stund þá stökk hann fyr­ir okk­ur mörg­um sinn­um og við sáum að þetta var meira en vænn. Þetta var al­gjör drjóli,“ hlær Kristrún. Hún seg­ist hafa orðið gríðarlega spennt og jafn­vel öskrað smá þegar hún áttaði sig á hvað var raun­veru­lega á hinum end­an­um.

Nú æst­ust leik­ar. Eins og stór­lax­ar eiga til í Sjáv­ar­holu vilja þeir rjúka niður úr. „Hann ætlaði niður aust­ur ræsið þris­var sinn­um. Þá er þetta búið. Leik­ur­inn bara tapaður. En við náðum í þrígang að snúa hann af leið. Hann djöflaðist og stökk og and­skotaðist þarna um allt. Ég hafði skilið háfinn eft­ir upp við Staur og setti nýtt Aðaldalds­met í hundrað metra hlaupi að sækja hann. Þegar ég kom til baka var hún búin að vera með lax­inn í rúm­ar tíu mín­út­ur.“

Kristrún tek­ur við. „Við vor­um með leikpl­an að ég myndi halda þétt­ings­fast við hann en þó ekki svo mikið að ég myndi gera hann vit­laus­an. Ég ætlaði að halda hon­um rétt við bakk­ann og Árni Pét­ur ætlaði að læðast að hon­um.“

Árni Pét­ur; „Það eru grjót þarna við eyj­una sem maður veiðir úr og ég laumaði mér niður í grjót­in og hafði gott skjól þar. Svo fékk ég bara færi á hon­um og lét vaða og þetta var eins og að háfa ut­an­borðsmótor á fullu gasi. Hún var ekki búin að vera með hann nema í rúm­ar tíu mín­út­ur og hann átti fullt eft­ir. Hann var al­veg brjálaður.“ Hér hlæj­um við báðir. Þetta er svo dá­sam­leg saga.

Valbeinn, hálf tomma var flugan sem sá stóri vildi. Kristrún …
Val­beinn, hálf tomma var flug­an sem sá stóri vildi. Kristrún er hér að fara að kasta henni aft­ur, síðdeg­is. Ljós­mynd/Á​rni Pét­ur Hilm­ars­son

Árna Pétri verður tíðrætt um að þykkt­ina. Hann seg­ist sann­færður um að þessi fisk­ur hafi verið 26 til 28 pund. „Þegar ég var bú­inn að mæla hann aft­ur. Þá varð ég að prófa að halda á hon­um. Þetta var svo magnað ein­tak.“

Þetta er þriðji hundraðkall­inn sem Kristrún veiðir í Aðal­dal. Júlí á sléttu ár­tali er henn­ar tími. 2020 fékk hún 102 sentí­metra fisk 25. júlí. Tveim­ur árum síðar landaði hún 100 sentí­metra fiski 24. júlí og svo er það 8. júlí 2024. Full­kom­in þrenna. Það er ekki að ástæðulausu að viðnefnið „Big Fish Kris“ er að fest­ast við hana.

Árni Pétur bara varð að handleika hann. Þessi verður nálægt …
Árni Pét­ur bara varð að hand­leika hann. Þessi verður ná­lægt 110 í haust þegar hann er kom­inn að fullu í riðbún­ing­inn. Ljós­mynd/​Kristrún Ó. Sig­urðardótt­ir

Fisk­ar af þess­ari stærð í Laxá í Aðal­dal eru yf­ir­leitt bún­ir að vera þrjú ár í sjó, að sögn Árna Pét­urs. Hann seg­ir að mikl­ar rign­ing­ar og norðanátt­ir hafi gert það að verk­um að fisk­ur hafi staldrað stutt við og dreift sér vel um ána. „Það var til dæm­is í gær­kvöldi að menn reistu sex fiska í Hólmatagli og þar af var einn svona tank­ur. Ég var sjálf­ur á Hólma­vaðsstíflu í gær­kvöldi og við sáum fimm fiska stökkva þar þannig að það er langt síðan að ég hef séð svona mikið af fiski í Laxá. Ef við verðum hepp­in í sum­ar og slepp­um við lit­inn þá gæt­um við verið að horfa á mjög gott sum­ar.“

Roger, var svarið þegar beðið var um selfí af þeim …
Roger, var svarið þegar beðið var um selfí af þeim sam­an. Brosið mun end­ast í marga daga. Ljós­mynd/Á​rni Pét­ur Hilm­ars­son

Rétt áður en við kveðjumst þá kall­ar Kristrún þetta var geggjað. „Púls­inn hjá mér fór í hundrað og fimm­tíu slög.“ Við kveðjum þau hlæj­andi og brosið mun duga dög­um sam­an. Smelltu einni selfí af ykk­ur á næsta veiðistað.

„Roger.“

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert