Svakalegur höfðingi mættur í Elliðaárnar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Merki­leg heim­sókn í höfuðborg­ina var staðfest í morg­un. Laxa­telj­ar­inn í Elliðaán­um er þeirri tækni gædd­ur að hann mynd­ar og mæl­ir fiska sem um hann fara. Klukk­an 9:50 í morg­un kom einn full­vax­inn. Hæng­ur sem mæld­ist 105 sentí­metr­ar. Þetta er einn af þeim allra stærstu sem staðfest­ir hafa verið í borgarperlunni um langt skeið. Þessi hæng­ur þegar hann verður bú­inn að slíta sjáv­ar­spari­föt­un­um og kom­inn í riðbún­ing í haust gæti hæg­lega mælst 107 sentí­metr­ar eða þar um bil eft­ir að haus­inn stækk­ar og krókur­inn tek­ur á sig mynd.

    Í mynd­band­inu sem fylg­ir frétt­inni má sjá þenn­an víga­lega höfðingja sem veiðimenn munu vænt­an­lega leita að á næstu dög­um. Hér er ósk frá Sporðaköst­um: Ef ein­hver verður svo hepp­inn að setja í þenn­an fisk og nær að landa hon­um þá væri ótrú­lega gam­an að sá hinn sami tæki hreist­ur­sýni af þess­um fiski. Að öll­um lík­ind­um er þetta fisk­ur sem hef­ur dvalið þrjá vet­ur í sjó. Al­mennt eru lax­ar í sjó í eitt eða tvö ár. Smá­lax­inn sem er nú að ganga víða af krafti gekk út sem seiði í fyrra. Stór­lax­inn, sem líka er kallaður tveggja ára lax hef­ur dvalið tvö ár í sjó. Þeir fisk­ar eru að veiðast sem átta­tíu plús fisk­ar og upp úr. Raun­ar eru líka fisk­ar sem ná ekki al­veg átta­tíu sentí­metra mark­inu. Þessi stór­vaxni hæng­ur gæti hafa dvalið þrjú ár í sjó og kem­ur því svona helj­ar­mik­ill til baka.

    Það mun auka á spenn­una hjá veiðimönn­um sem eiga leyfi í Elliðaán­um, að vita af svona verðlauna­fiski. Það er að sama skapi skemmti­legt að borgarperl­an skuli geta fram­leitt og fóstrað svona fiska.

    Mjög góðar göng­ur eru nú í Elliðaárn­ar og veiðin með ágæt­um. Sam­tals var búið að veiða 159 laxa á há­degi í dag. Átta komu fyr­ir há­degi og gær­dag­ur­inn gaf ell­efu fiska.

    mbl.is

    Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

    Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
    102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
    101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
    101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
    102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
    103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
    103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
    101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

    Skoða meira

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert