„Hjónabandið hékk á bláþræði“

Ragnheiður Þengilsdóttir með þann stærsta sem veiðst hefur í Víðidalsá …
Ragnheiður Þengilsdóttir með þann stærsta sem veiðst hefur í Víðidalsá í sumar. Hrygna 102 sentímetrar tekin á Bláma í Gapastokk. Ljósmynd/Óli Valur Steindórsson

Þau hjón­in Óli Val­ur Stein­dórs­son og Ragn­heiður Þengils­dótt­ir áttu stress­andi, spennuþrungna en um­fram allt gleðistund þegar upp var staðið í Víðidalsá í morg­un. Ragn­heiður setti í stór­an lax í veiðistaðnum Gapa­stokk. Fljót­lega sáu þau hjón­in sem bæði eru reynd­ir veiðimenn að lax­inn var stór og ekki bara það, held­ur risa­stór.

„Hjóna­bandið hékk á bláþræði þarna í um það bil tutt­ugu mín­út­ur. En þetta fór allt vel og ég held að ég verði í náðinni al­veg næstu tutt­ugu árin,“ hló Óli Val­ur í sam­tali við Sporðaköst. Hann bætti svo við að í dag væri hann klár­lega bet­ur gift­ur en hún.

Ragn­heiður fann enn áhrif­in af adrenalín­inu þegar Sporðaköst ræddu við hana. „Þetta var bara geggjað og stærsti fisk­ur sem ég hef veitt. Stærsti hingað til var níu­tíu sentí­metr­ar í Selá. Þetta var klikkað. Hálf­tíma bar­átta og þessi líka fal­lega hrygna. Þetta var al­gjör draum­ur og við náðum að sleppa henni fal­lega. Óli var á háfn­um og sá um að mæla,“ sagði súper­kát veiðikona. Hún minnt­ist ekk­ert á stressið sem Óli var að upp­lifa en það er líka allt í lagi þegar hlut­irn­ir enda svona vel.

Ragnheiður sýnir Blámann. Í huga ljósmyndarans er þetta bláþráðurinn sem …
Ragn­heiður sýn­ir Blám­ann. Í huga ljós­mynd­ar­ans er þetta bláþráður­inn sem minnst er á í frétt­inni. Í bak­sýn er efsti hluti veiðistaðar­ins sem er Gapa­stokk­ur. Ljós­mynd/Ó​li Val­ur Stein­dórs­son

Bæði voru þau spurð hvort mæl­ing­in hefði verið hundrað pró­sent. Óli full­yrti það og hann er maður með reynslu hef­ur sjálf­ur tekið tvo hundraðkalla á veiðiferl­in­um. Sá stærsti hans mæld­ist 107 sentí­metr­ar og veidd­ist í Selá. „Hann mæld­ist 102 sentí­metr­ar.“

14. júlí er greini­lega dag­ur­inn til að veiða stór­ar hrygn­ur í Víðidalsá. Ein­mitt þenn­an sama dag í fyrra veidd­ist 101 sentí­metra hrygna í Dals­árósi. Þetta eru gríðarlega verðmæt­ir fisk­ar og það eru stóru hrygn­urn­ar sem leggja til stærstu og bestu hrogn­in.

Óli Valur fékk þennan í Neðri-Valhyl. Hann brosir hringinn.
Óli Val­ur fékk þenn­an í Neðri-Val­hyl. Hann bros­ir hring­inn. Ljós­mynd/​Ragn­heiður Þengils­dótt­ir

Fín veiði hef­ur verið síðustu daga í Víðidalsá eft­ir ró­lega byrj­un. Níu löx­um var landað í morg­un og feng­ust þeir á öll­um svæðum.

Sporðaköst óska Ragn­heiði til ham­ingju með fisk­inn stóra og um leið Óla með áhyggju­laust hjóna­band til næstu ára­tuga.

Þetta er fjórði lax­inn sem kemst á hundraðkalla­list­ann í sum­ar. Það eru færri en til­kynnt­ir hafa verið og hvetj­um við alla veiðimenn til að standa vel að mæl­ing­um á fisk­um og mæla í miðjan sporð fram á trjónu. Fisk­ur ligg­ur al­veg kyrr á hliðinni ef hann hef­ur vatn til að kjamsa á. Þá er kjörið að leggja mál­bandið á hann og smella af mynd.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert