Stærsti til þessa líklega endurkomulax

Tim Racie með hrygnuna. Hún er býsna frábrugðin þeim silfurgljáandi …
Tim Racie með hrygnuna. Hún er býsna frábrugðin þeim silfurgljáandi löxum sem við höfum verið að birta myndir af síðustu vikurnar. Hrygna af þessari stærðargráðu er dýrmæta fyrir hvaða á sem er. Ljósmynd/Hafsteinn Már Sigurðsson

Stærsti lax­inn til þessa í Mýr­arkvísl í sum­ar er hundrað sentí­metra hrygna sem veidd­ist á Höfðaflúð fyr­ir tveim­ur dög­um. Þetta er merki­leg­ur fisk­ur fyr­ir þær sak­ir að lík­leg­ast er þetta end­ur­komulax. Sem sagt hrygna sem hrygndi síðastliðið haust og gekk til sjáv­ar og dvaldi þar ein­hverja mánuði og gekk svo í ána að nýju.

„Þetta var æsispenn­andi. Þetta er fyrsti veiðistaður­inn fyr­ir ofan laxa­stiga og hef­ur ekki verið að gefa mikið upp á síðkastið. En ég var með tvær stang­ir í leiðsögn þarna og sendi aðra niður í Höfðaflúð. Tim Racie heit­ir veiðimaður­inn og hann var með Green but hitch. Þessi fisk­ur tók og upp­hófst magnaður bar­dagi. Fisk­ur­inn fór niður í hyln­um og nán­ast niður á foss­brún. Þá hefði þetta verið tapaður leik­ur,“ sagði Haf­steinn Már Sig­urðsson, leiðsögumaður sem var að aðstoða Tim og fé­laga hans.

End­ur­komulax­ar eru með öðru­vísi dopp­ur á hausn­um og auðþekkj­an­leg­ir í sam­an­b­urði við ný­gengna laxa. Þessi stór­lax er líka með græna slikju á sér sem bend­ir til þess að hann kunni að hafa verið nokk­urn tíma í þara.

Alvöru blaðka á þessari stóru hrygnu. Litlu mátti muna að …
Al­vöru blaðka á þess­ari stóru hrygnu. Litlu mátti muna að hún færi niður foss­inn, eins og Haf­steinn Már lýs­ir. Þá hefði þetta verið töpuð viður­eign. Ljós­mynd/​Haf­steinn Már Sig­urðsson

„Já. Við erum all­ir sam­mála um að þetta er end­ur­komulax. Ég mældi hann fimm sinn­um. Fyrsta mæl­ing í háfn­um sagi 105 sentí­metr­ar og ég bara vó. Ég átti alls ekki von á að hann væri svona stór. Ég mældi hann aft­ur í háfn­um og þá var hann 99. Við tók­um hann þá úr háfn­um og mæld­um hann og slétt­ir hundrað sentí­metr­ar var niðurstaðan í þríend­ur­tek­inni mæl­ingu. Ég átti ekki á von á þess­ari lengd því að ég náði utan um stirtl­una á henni með herkj­um.“ upp­lýsti Haf­steinn í sam­tali við Sporðaköst.

End­ur­komu hrygna af þess­ari stærð er gríðarlega verðmæt fyr­ir ána. Þess­ar allra stærstu láta frá sér stór hrogn sem eiga nýt­ast ánni vel. Ef hún hrygn­ir aft­ur í haust eins og hún virðist stefna að þá er hún ein og sér búin að leggja til tvo ár­ganga af seiðum sem eiga góða af­komu­mögu­leika.

Ein listræn mynd í lokin. Þetta er alvöru belja eins …
Ein list­ræn mynd í lok­in. Þetta er al­vöru belja eins og góður maður sagði ein­hverju sinni. Ljós­mynd/​Haf­steinn Már Sig­urðsson

Þeir veiðast ekki marg­ir svona stór­ir í Mýr­arkvísl, eða yfir höfuð á Íslandi. Síðasti fisk­ur í þess­um stærðarflokki í kvísl­inni veidd­ist 30. sept­em­ber árið 2020 og þar var að verki Matth­ías Þór Há­kon­ar­son, leigutaki og leiðsögumaður. Sá stór­vaxni hæng­ur tók flug­una Scary Ghost.

111 sentí­metra hrygna?

Í ra­f­rænu veiðibók­inni, angling iQ er skráð 111 sentí­metra hrygna í Svar­tá. Hún er bókuð í Krók­eyr­ar­hyl og flug­an er Græn Flúð kvart tommu kónn. Ýmsir hafa bent Sporðaköst­um á þessa skrán­ingu og þyrst­ir marga í að vita meira. Er hér með aug­lýst eft­ir þeim veiðimanni sem bókaði þenn­an fisk. Eng­ar mynd­ir hafa birst af þess­ari ein­hverri stærstu hrygnu sem sög­ur fara af.

Upp­fært 

Sporðaköst þakka les­end­um fyr­ir ábend­ing­ar vegna hrygn­un­ar úr Svar­tá sem nefnd er hér að ofan. Mynd­um hef­ur verið deilt af henni á sam­fé­lags­miðlum og það var Berg­lind Icey sem landaði um­rædd­um fiski.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert