Sjötti staðfesti hundraðkall sumarsins

Lengdin sést svo vel hér og hausinn er stór og …
Lengdin sést svo vel hér og hausinn er stór og veiðiugginn einnig. Ljósmynd/Valgarður Ragnarsson

Einn af þekkt­ustu stór­laxa­stöðum lands­ins stóð und­ir nafni í morg­un. Val­g­arður Ragn­ars­son var með veiðimenn í leiðsögn i Víðidalsá og það fylg­ir því alltaf eft­ir­vænt­ing að veiða Dals­árós. Það er óvenju gott vatn í Víðidalsá miðað við árs­tíma og fisk­ur­inn því dreifður. Flug­an sem varð fyr­ir val­inu í fyrstu yf­ir­ferð var Ari­on, flottúba. Veiðimaður­inn sem fyrstu fór í Dals­árós var enn að vinna út línu þegar flug­an var tek­in með lát­um. Al­veg efst í strengn­um.

„Þessi gerði allt sem við var að bú­ast. Fór í landið hinu meg­in og við gáf­um bara slakt og leyfðum hon­um að djöfl­ast þar. Þetta var viður­eign sem stóð í um tutt­ugu mín­út­ur og við lönduðum þess­um hæng niður á Skip­stjóra­breiðu,“ upp­lýsti Valli í sam­tali við Sporðaköst. Skip­stjóra­breiða er næsti veiðistaður fyr­ir neðan Dals­árós og ekki óal­gengt að þess­um stærstu íbú­um Víðidals­ár sé landað neðan við ósinn sjálf­an þó að þeir taki þar.

Glæsilegur hængur úr Dalsárósi í Víðidalsá. Þetta eru fiskarnir sem …
Glæsi­leg­ur hæng­ur úr Dals­árósi í Víðidalsá. Þetta eru fisk­arn­ir sem svo marg­ir veiðimenn eru að elt­ast við. Ljós­mynd/​Val­g­arður Ragn­ars­son

Mæl­ing­in var vönduð og Valli sagðist hafa lagt fisk­inn í möl­ina og mælt hann „upp á milli­metra,“ og hann stóð ná­kvæm­lega 101 sentí­meter. „Þessi fisk­ur er bú­inn að vera ein­hvern tíma í ánni og aðeins vottaði fyr­ir roða á kviðnum. Ég gerði það til gam­ans að mæla lax­inn í sporðhorn og þá var hann 104 sentí­metr­ar. Það sýn­ir hversu miklu mun­ar á þess­um stóru fisk­um að mæla þá rétt og það í miðjan sporð.“

Sporðaköst taka ofan fyr­ir svona mæl­ingu enda er þetta rétta mæl­ing­in. Þetta er sjötti fisk­ur­inn sem nær hundrað sentí­metr­um í sum­ar á Íslandi sem Sporðaköst fá nægi­lega staðfest­ingu á. Vel kann að vera að þeir séu fleiri en þá hef­ur vantað vitni eða mæl­ing ekki tek­ist nægi­lega vel. Einnig þarf að fara sam­an hljóð og mynd í þeim skiln­ingi að mynd­ir sýni hversu stór lax­inn er í raun. Í fyrra voru komn­ir átta hundraðkall­ar á list­ann og árið þar áður tólf. Fer sam­an að enn sem komið er virðist minna af þess­um allra stærstu og hert­ar kröf­ur Sporðak­asta.

Þykktin. Eins og höfrungur. Þessi tók fluguna Arion.
Þykkt­in. Eins og höfr­ung­ur. Þessi tók flug­una Ari­on. Ljós­mynd/​Val­g­arður Ragns­son

Þetta er fisk­ur núm­er tvö í Víðidal í þess­um flokki í sum­ar. Þá hafa Laxá í Aðal­dal, Mýr­arkvísl, Blanda og Kjar­rá gefið einn hver. Stærsti lax sum­ars­ins til þessa veidd­ist í Laxá í Aðal­dal og var það 106 sentí­metra fisk­ur.

Víðidalsá hef­ur gefið 343 laxa það sem af er sumri og það er 23% betri veiði en á sama tíma í fyrra þegar hún stóð í 278 löx­um, sam­kvæmt ra­f­rænu veiðibók­inni angling iQ. Hollið sem hætti á há­degi í dag var með um níu­tíu laxa og er það fín veiði miðað við þær vænt­ing­ar sem menn geta haft á þess­um þriðja ára­tug ald­ar­inn­ar þegar kem­ur að laxveiði.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert