Afmælisfiskurinn sá næst stærsti í Laxá

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Það er stór­laxa­veiði um alla Laxá í Aðal­dal og það er óvenju snemmt miðað við síðustu ár í það minnsta. Fimm lax­ar á bil­inu 99 til 103 sentí­metr­ar hafa veiðst í ánni síðustu daga. Sá síðasti og jafn­framt sá stærsti  í þess­ari lotu sem höf­um heyrt af veidd­ist á Miðsvæðinu í Laxá í gær. Það er í landi Jarlsstaða og Tjarn­ar. 

    Helgi Jó­hann­es­son og Máni son­ur hans veiddu þar í gær. Helgi er bet­ur þekkt­ur sem Helgi villimaður og það þarf eng­inn að móðgast fyr­ir hans hönd vegna viður­nefn­is­ins. Það er til­komið af gríðarleg­um veiðiá­huga hans í gegn­um ára­tug­ina.

    Mynd­bandið sem fylg­ir frétt­inni sýn­ir þegar stór­lax­inn sem seg­ir af hér stekk­ur nokkr­um sinn­um. Heyra má á köll­un­um í Helga, þess­um reynslu­mikla leiðsögu­manni þegar hann smám sam­an átt­ar sig á hvað við er að eiga.

    Afmælisdrengur dagsins, Máni Freyr Helgason með afmælisgjöfina sem hann fékk …
    Af­mæl­is­dreng­ur dags­ins, Máni Freyr Helga­son með af­mæl­is­gjöf­ina sem hann fékk degi fyrr. 103 sentí­metr­ar úr Syðsteyj­arkvísl á Miðsvæðinu í Laxá í Aðal­dal. Ljós­mynd/​Helgi Jó­hanns­son

    Þeir feðgar byrjuðu vakt­ina í Spón­hyl og Máni setti þar fljót­lega í fisk. „Ég heyrði bara gargið í hon­um og flýtti mér til hans. Það stóð heima að hann var bú­inn að setja í fisk og við sáum strax að þetta var mjög góður lax. Við vor­um með breska flugu und­ir, sem einn Breti hafði gefið mér þegar ég var með hann í veiðileiðsögn. Ég sagði við Mána þegar við vor­um að byrja. Nú erum við komn­ir í Laxá og þá er það ekk­ert Sunray kjaftæði. Við tök­um Bret­ann á þetta. Bret­inn hafði gefið mér fullt box af bresk­um túb­um og klass­ísk­um flug­um eins og þeir nota. Ég veit ekk­ert hvað þess­ar flug­ur heita, en Máni valdi eina og hún virkaði svona líka vel,“ sagði Helgi i sam­tali við Sporðaköst.

    Flug­an er með kop­ar­litaðan búk, jungle cock, rauðan haus og svart­ur væng­ur. Svo er á henni gult og kop­ar­litað og app­el­sínu­gult stél. „Við kölluðum þessa flugu bara Mána, þegar við bókuðum lax­ana.“

    Í sam­ein­ingu lönduðu þeir 83ja sentí­metra hrygnu og gamli háfaði hana. Ekki tókst bet­ur til en svo að hann lagði háfinn frá sér í ána rétt á meðan að þeir feðgar tóku eitt high five og svo var myndað í bak og fyr­ir. Háf­ur­inn var horf­inn þegar Helgi ætlað að taka hann með sér eft­ir slepp­ing­una. „Það er eins gott að við fáum ekki tutt­ugu pund­ara núna, háfs­laus­ir,“ sagði Helgi við Mána.

    Næst voru það Dýja­veit­ur og þar setti Máni strax í lax. Sá lax slapp. „Mig var nú farið að langa að kasta líka, þannig að ég setti hann í Syðsteyj­arkvísl sem er rosa­lega fal­leg­ur staður. Ég ætlaði sjálf­ur að fara aðeins neðar. Ég sagði hon­um að kalla ef eitt­hvað gerðist. Það liðu bara nokkr­ar mín­út­ur og þá heyrði ég öskrað. Ég flýtti mér til hans og hann sagðist hafa séð lax­inn stökkva og bakkaði þá frá hon­um og kastaði yfir hann og strippaði og lax­inn tók í þriðja kasti,“ lýsti Helgi.

    „Nú erum við komnir í Laxá og þá er það …
    „Nú erum við komn­ir í Laxá og þá er það ekk­ert Sunray kjaftæði,“ sagði Helgi við son sinn. Það átti eft­ir að reyn­ast þeim feðgum vel. Ljós­mynd/​Helgi Jó­hanns­son

    Helgi sá lax­inn velta sér og hann mat þetta sem fjór­tán til fimmtán punda hrygnu. Svo tók lax­inn tutt­ugu til þrjá­tíu metra roku og þurrkaði sig all­ur upp. Þá rann upp fyr­ir þeim feðgum að þetta að þetta væri virki­lega stór hæng­ur. Þarna er frek­ar erfitt um vik að landa fiski nema hafa háf. Hár bakki og frek­ar erfitt að eiga við svo stór­an fisk. En háf­ur­inn var týnd­ur. Á end­an­um komu þeir lax­in­um inn í litla vík þar sem var dautt vatn. Þar gat Helgi sporðtekið lax­inn. „Ég bara öskraði þegar ég náði hon­um og fann og sá hvað þetta var rosa­leg­ur fisk­ur. Máni var langt uppi á bakk­an­um og sá ekki til mín þannig að hann hélt að ég hefði misst hann. En þetta var ofsa­lega fal­leg­ur fisk­ur og ekki grút­leg­inn. Hann virðist dekkri á mynd­un­um eins og þeir gera oft en þessi er ekki frá því snemma í júní. Hann hef­ur komið seinna.“

    Lax­inn mæld­ist 103 sentí­metr­ar og 51 í um­mál. Þetta er næst stærsti lax­inn sem veiðst hef­ur í Laxá það sem af er sumri. Ármann Kristjáns­son, land­eig­andi og leigutaki á Miðsvæðinu sagði í sam­tali við Sporðaköst í lok júlí að drek­arn­ir væru mætt­ir og bara tímaspurs­mál hver­nær þeir myndu taka.

    Þeir feðgar voru eins og gef­ur að skilja spilandi kát­ir. Máni setti stöng­ina á bíl­inn og þeir köstuðu ekki meir í gær­kvöldi. „Við sett­umst bara í grasið og nut­um til­ver­unn­ar. Þetta var svo magnað. Ég var líka að út­skýra fyr­ir Mána hvað er merki­legt að fá svona stór­an fisk. Ég er bú­inn að veiða í ára­tugi og vera í leiðsögn alla vega í tutt­ugu ár og ég hef fengið ótelj­andi laxa yfir átta­tíu sentí­metra og tugi sem eru á bil­inu 95 til 99. En minn stærsti er 99.“

    Máni Freyr Helga­son á af­mæli í dag og verður 22ja ára. Hann held­ur upp á af­mælið á Miðsvæðinu í Laxá. Þeir feðgar eru að veiða í dag en af­mæl­is­gjöf­in kom í gær. Sporðaköst óska Mána til ham­ingju með af­mælið og þessa mögnuðu af­mæl­is­gjöf sem Laxá færði hon­um í gær.

    mbl.is

    Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

    Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
    102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
    101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
    101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
    102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
    103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
    103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
    101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

    Skoða meira

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert