Draumur sem rættist og ríflega það

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Flest­ir veiðimenn eiga sér draum. Marg­ir þess­ara drauma snú­ast um stóra fiska. En líka eru til draum­ar um að veiða til­tekna á eða veiðistað. Stund­um ræt­ast þess­ir draum­ar og það kem­ur fyr­ir að þeir ræt­ast með þeim hætti sem eng­inn gat séð fyr­ir. Þetta er saga af draumi sem rætt­ist og ríf­lega það. Leiðsögumaður­inn Björg­vin Krauni Viðars­son sem alið hef­ur leiðsögu­mann­inn í Laxá í Aðal­dal hef­ur átt sér draum lengi. Hann dreymdi um að veiða lax með split cane veiðistöng og hefðbundnu Har­dy hjóli af fyrstu gerð. Split cane stang­ir eru gerðar úr bambus og voru bestu stang­ir síns tíma og þóttu frá­bær­ar þegar þær komu fram.

    Mynd­band fylg­ir með frétt­inni af viður­eign­inni á Knútsstaðatúni. Þor­björn Helgi mynd­ar og hlær óspart að fé­laga sín­um. Sag­an er hér að neðan en hún er býsna ótrú­leg.

    Björgvin Krauni Viðarsson, eftir að draumurinn rættist. Hér er hann …
    Björg­vin Krauni Viðars­son, eft­ir að draum­ur­inn rætt­ist. Hér er hann með split cane stöng­ina og Har­dy hjólið. Í bak­sýn er veiðistaður­inn og vett­vang­ur­inn Knútsstaðatún. Ljós­mynd/​Reiða önd­in

    Fyr­ir þrem­ur árum færði Krauni þenn­an draum í tal við Hörð Fil­ips­son. Hann vísaði mál­inu áfram og benti á Þor­björn Helga, sem í dag­legu tali er kallaður Reiða önd­in í höfuðið á vörumerk­inu sem hann bjó til, eða öf­ugt. Krauni vildi líka not­ast við flugu af gamla skól­an­um eins og veiðimenn veiddu á í Laxá í Aðal­dal í gamla daga. Við erum að horfa til ár­anna eft­ir síðari heims­styrj­öld og hippa­tím­ans.

    Krauni vildi fá lista­hnýt­ar­ann Hörð Fil­ips­son til að hnýta gamla org­inal flugu fyr­ir sig til að draum­ur­inn gæti ræst. Hörður er hætt­ur að hnýta þess­ar flug­ur en eft­ir hann liggja ófá lista­verk­in af þess­um toga. Þor­björn Helgi sagðist geta hnýtt fyr­ir hann flug­ur í þess­um stíl. Krauni tók því með þökk­um. „En hvar fær maður stöng og hjól af þessu tagi?“ spurði Krauni. Reiða önd­in glotti. „Ég á svona græj­ur og skal lána þér þær. Lín­an er göm­ul og hjólið eins og þau voru gerð, bremsu­laust.“

    Þetta stöðvaði ekki Krauna. Draum­ur er draum­ur og mik­il­vægt að elta þá. Það varð úr í vor að Þor­björn Helgi átti leið um fyr­ir norðan og mætti með split cane stöng­ina og Har­dy hjólið. Hann hafði líka hnýtt nokkr­ar flug­ur af því tagi sem Krauna dreymdi um og út­vegað fleiri.

    Krauni með hundrað sentímetra fiskinn sem tók Black doktor númer …
    Krauni með hundrað sentí­metra fisk­inn sem tók Black doktor núm­er 2, einkrækju. Ljós­mynd/​Reiða önd­in

    Það var svo í síðustu viku að Reiða önd­in og Hörður voru í veiði í Aðaldaln­um. Þeir voru stadd­ir á Knútsstaðatúni og varð hugsað til Krauna. Þor­björn Helgi hringdi í hann og sagði hon­um að koma að kíkja á þá fé­laga. Þeir voru bún­ir að eiga frá­bæra vakt og þrem­ur löx­um hafði verið landað. „Það er ní­undi ág­úst. Átta gráður og skít­kalt í norðan átt­inni. Ertu ekki að grín­ast í mér. Það er sum­ar. Alla­vega á almanak­inu.“

    Krauni ákvað á kíkja á þá fé­laga. Þegar hann var lagður af stað mundi hann eft­ir split cane stöng­inni og gamla Har­dy rokkn­um. Hann sneri við. Græj­urn­ar fóru í bíl­inn og skömmu síðar var hann mætt­ur á Knútsstaðatún. Það voru faðmlög.

    „Hann var mætt­ur á inn­ur­un­um og með hatt­inn. Við fór­um í setja græj­urn­ar sam­an og það var eitt­hvað virðulegt við þetta. Ég vissi svo sem ekk­ert hvernig þessi lína væri. Við tók­um á henni og hún virt­ist níðsterk. Þetta er tví– eða þríof­in nælon­lína en hund­göm­ul. Lík­ast til á ald­ur við okk­ur,“ hló önd­in.

    Krauni var klár og þeir fé­lag­ar fylgd­ust með þegar draum­ur var að ræt­ast. Flug­an sem varð fyr­ir val­inu var ein af þeim sem Reiða önd­in hafði út­vegað. Black Doktor núm­er tvö, einkrækja. „Þetta flykki er á stærð við spún,“ hlógu þeir fé­lag­ar. Krauni byrjaði að vinna út línu og var smá tíma að finna takt­inn í þess­ari miklu, gömlu stöng. Fimmtán feta jálk­ur og þung­ur. Har­dy hjólið öskraði þegar lína var tek­in út. Þeim fé­lög­um fannst þetta bæði fyndið en um leið var ein­hver feg­urð fólg­in í þessu. Har­dy öskrin voru enduróm­ur gam­alla tíma sem Laxá kannaðist við.

    Alvöru sleggja. Stóri áhættuþátturinn í málinu var línan á Hardy …
    Al­vöru sleggja. Stóri áhættuþátt­ur­inn í mál­inu var lín­an á Har­dy hjól­inu. Ljós­mynd/​Reiða önd­in

    „Reyndu nú að setja í fisk,“ kölluðu þeir hvetj­andi. Eng­inn átti svo sem von á því enda þeir Þor­björn Helgi og Hörður bún­ir að landa þrem­ur löx­um á þess­um veiðistað skömmu áður. Krauni var nú bú­inn að ná góðum tök­um á stöng­inni og nálgaðist óðfluga staðinn þar sem þeir höfðu verið að setja í hann. Þegar hann var kom­inn á blett­inn var stöng­in far­in að leika í hönd­un­um á hon­um. Hann tók kast sem átti að fara yfir „heita blett­inn“ en yfir­k­astaði vilj­andi og flug­an lenti tölu­vert utar. Fisk­ur velti sér á flug­una. „Við öskruðum af kæti. Það var bingó í sal. Krauni var bú­inn að setja í hann.“ Har­dy tók und­ir öskrin þegar bremsu­laust hjólið fór á yf­ir­snún­ing við átök lax­ins.

    „Við áttuðum okk­ur fljót­lega á því að þetta var eng­inn gutti sem Krauni var með á hinum end­an­um. Þetta var svaka fisk­ur. Stöng­in vann vel og lína hélt. Þetta var magnað. Svo landaði Krauni þess­um fiski og við mæld­um hann. Hundrað sentí­metr­ar.“ Þor­björn Helgi hló og átti sjálf­ur nán­ast erfitt með að trúa því sem hann var að lýsa þó að hann hefði séð þetta allt með eig­in aug­um.

    Græjurnar. Þessi mynd gæti verið frá árinu 1960. En var …
    Græj­urn­ar. Þessi mynd gæti verið frá ár­inu 1960. En var tek­in þann 9. ág­úst 2024. Ljós­mynd/​Reiða önd­in

    Knút­ur Jónas­son á Knúts­stöðum var kom­inn út og fylgd­ist með viður­eign­inni. „Það var mjög gam­an að þessu. Krauni var svo stressaður að spott­inn myndi slitna,“ hló Knút­ur í sam­tali við Sporðaköst. Menn rifu upp síma og mynduðu þessa ein­stöku viður­eign þar sem horfið var aft­ur til fortíðar. Mynd­bandið sem fylg­ir frétt­inni sýn­ir þegar draum­ur­inn hans Krauna rætt­ist. Rétt í lok­in þegar kem­ur að úr­slita­stundu þá er sím­an­um snúið á hlið, sem ger­ir það að verk­um að mynd­bandið snýr á hlið. Við fyr­ir­gef­um það við þess­ar aðstæður og mæl­um með að fólk halli bara höfðinu.

    Þorbjörn Helgi eða Reiða öndin og Kraumi eftir að menn …
    Þor­björn Helgi eða Reiða önd­in og Kraumi eft­ir að menn voru bún­ir að jafna sig eft­ir æv­in­týrið. Ljós­mynd/​Hörður Fil­ips­son

    Boðskap­ur sög­unn­ar er hins veg­ar sá, að ef þú átt draum eltu hann. Það er eina leiðin til að hann ræt­ist. Þessi draum­ur rætt­ist eft­ir þriggja ára und­ir­bún­ing og bolla­legg­ing­ar. Það er óhætt að segja að hann rætt­ist með æv­in­týra­legri hætti en Krauni hefði getað látið sig dreyma um.

    Að loknu ævintýri. Þorbjörn Helgi, Hörður Filipsson í miðju og …
    Að loknu æv­in­týri. Þor­björn Helgi, Hörður Fil­ips­son í miðju og Björg­vin Krauni Viðars­son. Ljós­mynd/​KJ
    mbl.is

    Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

    Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
    102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
    101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
    101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
    102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
    103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
    103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
    101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

    Skoða meira

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert