Barðist við laxinn í Svartá í 90 mínútur

Báðar búnar á því. Berglind með hrygnuna löngu úr Svartá. …
Báðar búnar á því. Berglind með hrygnuna löngu úr Svartá. Viðureignin tók eina og hálfa klukkustund. Þegar horft er til lengdar er þetta stærsti lax á Íslandi það sem af er sumri. Ljósmynd/Örn Kjartansson

Stærsti lax sum­ars­ins til þessa, alla­vega sá lengsti veidd­ist í Svar­tá í Húna­vatns­sýslu að kvöldi 21. Júlí. Hann mæld­ist 111 sentí­metr­ar og var hrygna. Fisk­ur­inn er mjó­sleg­inn og hafa komið fram efa­semd­ir um mæl­ing­una. „Ég læt ekki pirraða veiðikalla hafa af mér sann­leik­ann,“ sagði veiðikon­an Berg­lind Ólafs­dótt­ir þegar Sporðaköst spurðust fyr­ir um fisk­inn og báru und­ir hana gagn­rýn­ina.

Þau hjón­in Berg­lind og Örn Kjart­ans­son voru að veiða í Svar­tá með fjöl­skyld­unni. Það var komið kvöld og rign­ing­ar­suddi. Berg­lind var að gera sig klára að veiða Krók­eyr­ar­hyl og þau urðu sam­mála um að reyna flug­una Von. Það varð úr og Örn sagðist ætla upp í bíl og fylgj­ast aðeins með leikj­um í Bestu deild­inni í knatt­spyrnu.

Mjög fljót­lega set­ur Berg­lind í fisk. Hún ákvað að vera ekk­ert að kalla eft­ir at­hygli frá Erni. „Ég ætlaði bara að landa þess­um laxi og veifa hon­um svo fram­an í hann. En það bara gerðist ekki neitt. Ég gat ekki haggað þess­um fiski,“ sagði Berg­lind í sam­tali við Sporðaköst.

Hjónin taka seinni sprettinn niður úr Keyrisvaði. Aftur um þrjú …
Hjón­in taka seinni sprett­inn niður úr Keyr­is­vaði. Aft­ur um þrjú hundruð metr­ar. Örn með háfinn klár­ann og Berg­lind held­ur stöng­inni í hæstu stöðu. Ljós­mynd/​Skjá­skot

Örn var niður­sokk­inn í fót­bolt­ann en eft­ir hátt í tutt­ugu mín­út­ur fer hann að kanna stöðuna. „Þá sé ég bara að það er allt í keng. Ég stekk og næ í háfinn og ætlaði að háfa fisk­inn. Þegar ég er að nálg­ast hann verður allt vit­laust. Hann rýk­ur niður úr hyln­um og það nán­ast kvikn­ar í hjól­inu. Við verðum að hlaupa, hlaupa eins og and­skot­inn.“ Með það var hann rok­inn og Berg­lind líka.

Berg­lind er frek­ar ný­lega byrjuð í laxveiði. „Ég var ein­mitt að hugsa þegar fisk­ur­inn rýk­ur af stað hvað ger­ist ef lína bara klár­ast og þá öskraði Örn á mig að við þyrft­um að hlaupa. Þarna var ég strax orðin þreytt í hend­inni af átök­un­um. En þetta var rétt að byrja.“

Lax­inn staðnæmd­ist í næsta veiðistað fyr­ir neðan sem heit­ir Keyr­is­vað. Þar lagðist hann. „Ég var ekki bú­inn að sjá hann al­menni­lega en hann lagðist í hyl­inn Berg­lind hreyfði hann ekki. Hann var þar klesst­ur í botn­inn í ein­hverj­ar tutt­ugu mín­út­ur. Ég komst ekki að hon­um með háfinn vegna straums­ins. Svo grynn­ir hann aðeins á sér og ég næ hon­um hálf­um inn í háfinn og sé þá fyrst hversu svaka­leg­ur fisk­ur þetta er. Hann rýk­ur aft­ur af stað niður ána. Þarna viss­um við að þetta var eitt­hvað annað,“ seg­ir Örn.

Hjónin þreytt og sæl. Margir hafa efast um mælinguna en …
Hjón­in þreytt og sæl. Marg­ir hafa ef­ast um mæl­ing­una en eins og Örn lýs­ir. Þetta er lengsti lax sem hann hef­ur séð. Hún var mjó­sleg­in en mæl­ing­in er þessi. Ljós­mynd/Ö​rn Kjart­ans­son

Berg­lind var orðin virki­lega þreytt þegar hér var komið sögu, eft­ir stöðug átök við fisk­inn í hart nær klukku­stund. „Svo rauk hann aft­ur niður úr þess­um hyl. Ég spurði Örn þá, hvað held­urðu að þetta standi eig­in­lega lengi. Hann svaraði að við hefðum allt kvöldið. Ókei sagði ég.“ Þau hlæja bæði.

Örn bend­ir á að þetta hafi í raun verið keppni í þol­in­mæði og það versta sem gæti gerst væri að hún myndi slíta úr lax­in­um.

Næsta roka hjá lax­in­um var meira en tvö hundruð metr­ar. Þau hlupu eins og fæt­ur toguðu. Berg­lind hélt stöng­inni eins hátt og hún mögu­lega gat því mikið var af stór­grýti í ánni. „Senni­lega voru þetta ein­hverj­ir þrjú hundruð metr­ar og þá var hann loks­ins orðinn þreytt­ur. Ég komst þá aft­an að hon­um og náði hon­um loks­ins í háfinn. Þarna var klukk­an að detta í tíu. Þetta var búið að taka einn og hálf­an klukku­tíma. Það voru nátt­úru­lega all­ir orðnir nötrandi af þreytu og geðshrær­ingu. Þú get­ur bara ímyndað þér eft­ir þessa at­b­urðarás.“ Aðrir fjöl­skyldumeðlim­ir voru komn­ir á staðinn til fylgj­ast með og aðstoða ef hægt væri.

Berg­lind viður­kenn­ir að hún var orðin virki­lega aum í hend­inni, enda var hún með ein­hendu og seg­ist hafa verið með harðsperr­ur í marga daga á eft­ir. En loks­ins var hann kom­inn í háfinn.

Laxinn sem Örn veiddi í Aðaldalnum 2016 er einum sentímetra …
Lax­inn sem Örn veiddi í Aðaldaln­um 2016 er ein­um sentí­metra styttri en hrygn­an sem Berg­lind fékk. Hann er upp­stoppaður og í önd­vegi á heim­il­inu þeirra. Lax­inn fékk Örn eft­ir að hann hafði verið nýtt­ur í klak. Ljós­mynd/Ö​rn Kjart­ans­son

„Þetta var svo skrítið. Ég hef ekki séð lengri lax á æv­inni og ég á sjálf­ur 110 sentí­metra lax úr Höfðahyl frá stór­laxa­ár­inu 2016 í Aðaldaln­um og fékk gull­merki frá Pésa eft­ir að Hermóður landaði hon­um með mér. En svo var komið að því að mæla fisk­inn og ég mældi hann fyrst í háfn­um. Þá var hann 109. En aðeins bog­inn og við ákváðum að taka hann upp á bakk­ann og mæla hann al­menni­lega. Þá mæld­ist hann 113. Það skrítna við þenn­an fisk er að hún var með stór­an sporð en svo var hún bara mjó strax á stirtl­unni og er öll á lengd­ina. Auðvitað eft­ir á að hyggja hefðum við átt að taka mynd af mæl­ing­unni, hvort sem var víd­eó eða ljós­mynd, en við gerðum það ekki. Vor­um bara geggjað sátt á þessu augna­bliki,“ upp­lýs­ir Örn.

Hann hringdi í Markús leiðsögu­mann við Blöndu og sagði við hann að þetta hljómaði ótrú­lega en fisk­ur­inn hefði bara verið svona lang­ur. Örn seg­ir að Markús hafi strax vitnað til end­ur­komu­hrygnu sem veidd­ist í fyrra í Blöndu og mæld­ist 110. Sá lax var mjög mjó­sleg­inn og vakti upp spurn­ing­ar hjá mörg­um.

Hér sést að þessi fiskur er mjög langur. Svipuð hrygna …
Hér sést að þessi fisk­ur er mjög lang­ur. Svipuð hrygna veidd­ist í Blöndu í fyrra og var hún 110 sentí­metr­ar. Ljós­mynd/Ö​rn Kjart­ans­son

„Ég var að reyna að halda því fram að hann væri 109 svo að ég væri enn með stærsta lax­inn í fjöl­skyld­unni en í sam­tali við Markús urðum við ásátt­ir að fara milli­veg á mæl­ing­un­um þannig að við skráðum hana 111.“

Eins og fyrr seg­ir var það flug­an Von sem gaf þessa hrygnu. Berg­lind seg­ir það í raun toppa sög­una því dótt­ir þeirra heit­ir ein­mitt Ísey Von.

Flugan Von sem hrygnan féll fyrir í túbuútfærslu. Það toppaði …
Flug­an Von sem hrygn­an féll fyr­ir í túbu­út­færslu. Það toppaði allt að dótt­ir þeirra heit­ir Ísey Von. Ljós­mynd/​Berg­lind Ólafs­dótt­ir

Ert þú Berg­lind búin að fatta að hvað þetta er merki­leg­ur fisk­ur?

„Nei. Ég held ekki. Ég er svo ný í þess­um heimi. Ég hef upp­lifað það að missa fisk sem var áætlaður yfir tutt­ugu pund, í Aðal­dal. Þá sagði leiðsögumaður­inn við mig að menn biðu jafn­vel í fjöru­tíu ár eft­ir að setja í svona fiska og sum­ir upp­lifa það aldrei. En þetta var gam­an og kom skemmti­lega á óvart.“

En það hef­ur verið umræða um að miðað við mynd­ir af fisk­in­um þá geti hann ekki verið 111 sentí­metr­ar. Hvað seg­irðu um það?

„Ef maður veit sann­leik­ann eins og ég í þessu til­viki þá er svo órétt­látt að lúffa fyr­ir fólki sem er eitt­hvað pirrað. Ég ætla ekki að láta ein­hverja pirraða veiðikalla hafa af mér sann­leik­ann. Mér er al­veg sama. Ég veit sann­leik­ann og fjöl­skyld­an mín veit hann líka. Mér finnst þetta æðis­legt sport og ég kyssi alltaf fisk­ana mína á bakið og þakka þeim fyr­ir að hafa leyft mér að vera í þeirra návist.“

Örn bæt­ir við. „Það eru alltaf ein­hverj­ir sem ef­ast um mæl­ing­ar og við það verður ekki ráðið. Ég var að segja við Berg­lindi að aðal­atriðið er að við upp­lifðum þetta æv­in­týri og þenn­an fisk og þetta er bara lengd­in á hon­um. Það er ekk­ert annað hægt að segja.“

Þau settu í fimm laxa og lönduðu fjór­um og feng­um nokkra sil­unga í túrn­um. Örn hef­ur veitt Svar­tá í fjöl­mörg ár og viður­kenn­ir að hún hafi átt betri tíma. Þau urðu vör við laxa frá veiðihúsi og niður úr. Ekk­ert þar fyr­ir ofan. Svar­tá hef­ur gefið 52 laxa og er það aðeins betri veiði en á sama tíma í fyrra. Svar­tá er síðsum­arsá og gæti átt eft­ir ágæt­ar vik­ur ef lax­inn mæt­ir.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert