Sá stærsti á Vesturlandi í sumar

Hópurinn samankominn og brosað út að eyrum. Efsta röð frá …
Hópurinn samankominn og brosað út að eyrum. Efsta röð frá vinstri: Magnús Ingi Einarsson, Brynjar Þór Hreinsson. Miðjuröð frá vinstri: Markús Máni Michaelsson Maute, Tómas Bjarnason, Halldór E. Sigurðsson. Neðsta röð frá vinstri: Einar Þór Steindórsson, Ármann Andri Einarsson og Ómar Özcan. Ljósmynd/Einar Þór Steindórsson

Ævin­týr­in ger­ast þegar menn eiga síst von á þeim. Þetta upp­lifði Ármann Andri Ein­ars­son í veiðiferð í Hauka­dalsá á föstu­dag. Hann hafði viku áður verið að veiða í Laxá í Aðal­dal og viður­kenn­ir að þar var hann að von­ast eft­ir þeim stóra. Það gekk ekki eft­ir en svo gerðist það óvænta í Hauk­unni. Hann setti í og landaði stærsta lax­in­um sem veiðst hef­ur á Vest­ur­landi til þessa í sum­ar.

Ármann fór snemma úr húsi fyr­ir seinni vakt­ina á föstu­dag. Skil­yrði til veiða voru frek­ar erfið og það var hvasst og loft­hiti varla sam­boðinn ág­úst­mánuði. Samt var hug­ur í hon­um og hann var bú­inn að landa fal­leg­um smá­laxi fyrr í ferðinni, sem mæld­ist 61 sentí­metri. Hann og fé­lag­ar hans hafa veitt sam­an í átján ár og mörg síðustu ár hef­ur hóp­ur­inn verið í Hauka­dalsá á þess­um tíma, síðla ág­úst­mánaðar.

Á slag­inu fjög­ur var Ármann mætt­ur að veiðistaðnum Blóta.

„Ég var með upp­á­halds stöng­ina mína sem ég veiði mikið á, það er nett Loop stöng fyr­ir línu fimm. Flotlína og svart­ur Frances kónn sem ég hafði fengið frá Kalla Lú fyr­ir nokkr­um árum. Senni­lega var það í um fimmta kasti í hyl­inn sem lax­inn tók á dauðareki rétt und­an gömlu brúnni. Það var deg­in­um ljós­ara strax að það væri stór mótaðili á hinum enda lín­unn­ar,“ upp­lýs­ir hann um aðdrag­anda viður­eign­ar­inn­ar.

Viðureignin drógst á langinn og stóð í tvær og hálfa …
Viður­eign­in drógst á lang­inn og stóð í tvær og hálfa klukku­stund. Ármann tek­ur eins fast á lax­in­um eins og fimm­an leyf­ir. Ómar er ró­leg­ur með háfinn og veit að það er enn tölu­vert eft­ir. Ljós­mynd/Á​rmann Andri

Framund­an var mikið verk­efni. Stöng fyr­ir línu fimm er ekki óska grip­ur þegar kem­ur að því að glíma við kröft­ug­an stór­lax.

„Fyrstu tvær klukku­stund­irn­ar þá lagði hann sig á botn­inn og fór upp í harða straum­inn í Blóta til skipt­is, en áin er nokkuð vatns­mik­il um þess­ar mund­ir. Hann átti það til að leggj­ast upp við og und­ir klöpp­ina und­ir brúnni. Það var ekki fyrr en að tveim tím­um liðnum sem við feng­um að sjá hann í fyrsta skipti þegar hann tók nokkr­ar rok­ur og tók mynd­ar­leg stökk með til­heyr­andi ærslagangi. Það stóð svo mjög tæpt þegar við vor­um bún­ir að ná hon­um niður í neðri hluta Blóta og nán­ast niður í veiðistaðinn Kvörn­ina þar sem stóð til að háfa hann, að hann tók á rás upp ána og hvarf mér sjón­um og stökk svo efst í Blóta fyr­ir ofan brú. Við þetta spilaði hann nán­ast alla línu út af hjól­inu hjá mér á ör­fá­um sek­únd­um, það voru nokkr­ir hring­ir eft­ir af und­ir­línu.“

Laxinn stjórnaði ferðinni, ekki ég, sagði Ármann Andri. Hér hleypur …
Lax­inn stjórnaði ferðinni, ekki ég, sagði Ármann Andri. Hér hleyp­ur hann á eft­ir stór­lax­in­um og þarf að hafa sig all­an við. Átök­in leyna sér ekki. Ljós­mynd/Á​rmann Andri

Þegar hér var komið sögu hafði veiðifé­lag­ana drifið að. Enda höfðu marg­ir séð hvað í gangi þegar menn voru að halda til veiða úr húsi. Söfnuðust menn að og fylgd­ust með viður­eign­inni.

„Maður var í ör­ugg­um hönd­um fé­lag­anna í veiðifé­lag­inu við þessa viður­eign og lönd­un, en það var nán­ast allt hollið til staðar og tóku þátt í þessu æv­in­týri og strák­arn­ar eiga stór­an þátt í þess­um lax og að hann komst á land við þess­ar aðstæður. Þetta er lax­inn okk­ar. Fisk­ur­inn var háfaður af mik­illi fag­mennsku og var það Ómar Özcan sem sá um það á mjög ör­ugg­an hátt.“

Laxinn mældist 102 sentímetrar og ummál 48. Nú velta menn …
Lax­inn mæld­ist 102 sentí­metr­ar og um­mál 48. Nú velta menn fyr­ir sér hvort þetta sé sá stærsti sem vitað er um í Hauka­dalsá. Ljós­mynd/Ó​mar Özcan

Mik­ill fögnuður braust út þegar tröll­vax­inn hæng­ur­inn var kom­inn í háfinn. Mæl­ing leiddi í ljós að hæng­ur­inn var 102 sentí­metr­ar. Sá stærsti til þessa í sum­ar á Vest­ur­landi. Mynda­taka fór fram. Bæði hóp­mynd­ir og vönduð mynda­taka af veiðimanni og stór­lax­in­um. Hann fékk svo góðan tíma til að jafna sig áður en hon­um var sleppt á nýj­an leik í Blóta. Viður­eign­in stóð í tvær og hálfa klukku­stund. 

Ármann lét gott heita á þess­ari vakt og skellti sér í heita pott­inn þar sem hann náði sér niður og jafnaði sig í 38 gráðum. Stór­lax­inn þurfti líka sinn tíma en hann var í Blóta við sjö gráður. Þar með lauk veiðisumr­inu 2024 hjá Ármanni og ekki hægt að enda það á betri nót­um.

Og loks myndin sem má stækka og setja upp á …
Og loks mynd­in sem má stækka og setja upp á vegg. Ármann með stærsta lax sem veiðst hef­ur á Vest­ur­landi það sem af er sumri. Ljós­mynd/Ó​mar Özcan

Hollið var sam­tals með átta laxa og nokkr­ir voru misst­ir. Eins og gef­ur að skilja var þetta hápunkt­ur ferðar­inn­ar og ekki spillti fyr­ir að nán­ast all­ir upp­lifðu æv­in­týrið. Þegar end­ir­inn er góður er það eitt­hvað sem all­ir gleðjast yfir. Nú eru uppi vanga­velt­ur um hvort þetta sé mögu­lega stærsti lax sem veiðst hef­ur í Hauka­dalsá síðari ár, eða jafn­vel frá upp­hafi. Sporðaköst hafa ekki upp­lýs­ing­ar um það en gam­an væri að heyra frá fólki sem hugs­an­lega hef­ur veitt svo stór­an eða stærri lax í Hauka­dalsá.

Veiði í Hauka­dalsá hef­ur verið góð í sum­ar og mun betri en í fyrra. 319 lax­ar hafa veiðst þar til þessa. Á sama tíma í fyrra voru lax­arn­ir 207. Það er ríf­lega fimm­tíu pró­sent aukn­ing milli ára.

Sporðaköst óska Ármanni Andra til ham­ingju með þenn­an glæsi­lega höfðingja úr Hauka­dalsá.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert