Þeir allra stærstu úr Haukadalsá

Ásgeir með hænginn stóra sem hann veiddi í veiðistaðnum Lalla …
Ásgeir með hænginn stóra sem hann veiddi í veiðistaðnum Lalla á míkró hitch-túbu. Hann mældist 106 sentímetrar og sá stærsti sem til eru heimildir um. Myndin er tekin árið 2014 og fyrir þann tíma að veiðimenn rétti út hendur í átt að myndavél. Ljósmynd/Ásgeir Magnús Ólafsson

Uppi voru vanga­velt­ur um helg­ina hvort að 102 sentí­metra hæng­ur­inn sem Ármann Andri Ein­ars­son veiddi á föstu­dag, væri stærsti lax sem veiðst hef­ur í Hauka­dalsá. Svarið við þeirri spurn­ingu er ein­falt. Nei, hann er ekki sá stærsti. Vissu­lega einn af þeim allra stærstu sem heim­ild­ir finn­ast um en ekki sá stærsti.

Sum­arið 2014 setti Ásgeir Magnús Ólafs­son í stór­lax í veiðistaðnum Lalla í Hauka­dalsá. Það reynd­ist risa­vax­inn hæng­ur og tók míkró hitch–túbu. Þess­um fiski var landað og mæld­ist hann 106 sentí­metr­ar. Í frétt mbl.is frá þeim tíma seg­ir að leigu­tak­ar Hauka­dals­ár telji þenn­an fisk þann stærsta sem veiðst hef­ur í ánni í mörg herr­ans ár.

Ásgeir sagði í sam­tali við Sporðaköst að um­rædd­ur lax sem hann veiddi 2014 hafi þá verið sá stærsti úr Hauka­dalsá sem hann hafði séð skráðan. Ásgeir var í leiðsögn við ána í mörg ár með föður­bróður sín­um Torfa Ásgeirs­syni sem var staðar­hald­ari við ána í góða tvo ára­tugi

Sum­arið eft­ir, veiddi Teit­ur Stef­áns­son 102 sentí­metra lax í Berg­hyl og var krýnd­ur Stór­lax árs­ins hjá Stanga­veiðifé­lagi Reykja­vík­ur um vet­ur­inn. Teit­ur fékk stór­lax­inn sinn 22. ág­úst, sum­arið 2015. Ármann Andri veiddi 102 sentí­metra lax­inn 23. ág­úst. Síðari hluti ág­úst er greini­lega tím­inn í Hauka­dalsá til að reyna að setja í þá allra stærstu.

Sigurður Hauksson sendi okkur þessa mynd. Hér má sjá afa …
Sig­urður Hauks­son sendi okk­ur þessa mynd. Hér má sjá afa hans, Sig­urð Helga­son, sem nú er lát­inn með góða veiði úr Hauka­dalsá. Hann held­ur á 21 punda hrygnu sem er eng­in smá­smíði. Góðan dagsafla má sjá hægra meg­in á mynd­inni. Ljós­mynd/​Sig­urður Hauks­son

En til eru fleiri frá­sagn­ir af stór­laxa­veiði í Hauka­dalsá. Sig­urður Hauks­son sendi Sporðaköst­um mynd sem tek­in var af afa hans Sig­urði Helga­syni, eft­ir góða veiði í Hauka­dalsá. Þar held­ur Sig­urður á 21 punda hrygnu. Hægra meg­in á mynd­inni er svo góður dagsafli. Mynd­in er svart/​hvít og tek­in löngu áður en veiða og sleppa ruddi sér til rúms.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert