Einn sá stærsti sem veiðst hefur í sumar

Magnaður stórlax. Skolturinn er eins vígalegur og þeir verða. Þetta …
Magnaður stórlax. Skolturinn er eins vígalegur og þeir verða. Þetta er einn af stærstu löxum sumarsins í Hvítá við Iðu. Ljósmynd/ÁÞB

Einn af stærstu löx­um sum­ars­ins í Hvítá við Iðu veidd­ist í gær. Ársæll Þór Bjarna­son var mætt­ur til veiða við frek­ar leiðin­leg skil­yrði. Mik­ill lit­ur var og slýrek. Samt var fisk­ur á svæðinu og þegar við kom­um að sög­unni var hann bú­inn að landa fimm og sleppa þeim öll­um. Hann var við það að hætta og hringdi í mág sinn og sagði hon­um að koma aust­ur og taka við af sér.

„Þetta var í al­vöru síðasta kastið. Fisk­ur­inn tók strax og ég fann um leið að þetta var stór fisk­ur. Ég hafði sett í einn risa í sum­ar ein­mitt á Iðunni en það var frek­ar neðarlega og ég átti aldrei séns í hann. Hann fór und­ir brúna og þar með var því lokið. Eft­ir að hafa tek­ist á við þenn­an þá var hann far­inn að nálg­ast brúna ískyggi­lega en í þetta skiptið slapp það til,“ sagði Ársæll í sam­tali við Sporðaköst.

Fiskurinn jafnar sig eftir átökin. Hann tók Rauðan Frances enda …
Fisk­ur­inn jafn­ar sig eft­ir átök­in. Hann tók Rauðan Frances enda flug­an hans Alla á Iðunni. Þessi mæld­ist 102,5 sentí­metr­ar. Ljós­mynd/ÁÞ​B

Hann hef­ur um langt ára­bil veitt á Iðu með tengda­föður sín­um, sem lést í fyrra. Vel fór á með þeim tengda­feðgum og eft­ir and­látið hét Ársæll sér því að stunda Iðuna bet­ur. Tengdafaðir hans Sveinn Ingi­bergs­son, kennd­ur við blikksmiðjuna Gretti var einn úr eig­enda­hópi veiðisvæðis­ins. „Við vor­um flott­ir sam­an. Hann var alltaf með flug­una Skrögg og ég með Rauða Frances. Það var hægt að ganga að þvi vísu að hann var með Skrögg­inn und­ir og hann veiddi vel á hann. Ég átti svo Frances­inn og allt var í föst­um skorðum,“ hlær Alli.

Fisk­ur­inn sem hann landaði með aðstoð manns sem var við veiðar svæðinu var eng­inn smá hæng­ur. Mæld­ur 102,5 sentí­metr­ar. „Þetta var snú­in viður­eign. Slýið safnaðist í svo miklu magni á lín­una og þá verður þetta ann­ar leik­ur. Slýið var svo mikið að hann stökk aldrei. Mér var eig­in­lega hætt að lít­ast á þetta en náði svo á end­an­um að renna hon­um inn í háfinn hjá veiðimann­in­um sem kom og aðstoðaði mig.“

Það er karakter í þessum fiski. Illúðlegur og pirraður. Leigutaki …
Það er karakt­er í þess­um fiski. Illúðleg­ur og pirraður. Leigutaki Stóru Laxár kannaðist við þenn­an og þakkaði Alla fyr­ir að sleppa hon­um og senda hann áleiðis heim til sín. Ljós­mynd/ÁÞ​B

Þess­um laxi var sleppt og Finn­ur Harðar­son sem leig­ir Stóru Laxá frétti af þessu. Þakkaði hann Ársæli fyr­ir að senda þenn­an stór­lax heim til sín. Ársæll sleppti öll­um sex löx­un­um sem hann veiddi í gær. „Já. Ég sleppti þeim öll­um og það hefði verið minnsta mál að skutla þess­um laxi upp í Bergsnös til Finns ef hann hefði beðið um það,“ sagði hann sposk­ur.

Eins og mynd­in ber með sér er þetta af­skap­lega víga­leg­ur hæng­ur. Krókur­inn er stór og mik­ill og fisk­ur­inn er gríðarlega stór. Það sést strax að þessi er í yf­ir­stærð.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert