Nokkrar af minni laxveiðiánum urðu „stórar“ þegar kemur að veiðitölum sumarsins. Þar fara fremstar í flokki Andakílsá og Hrútafjarðará sem báðar gáfu miklu betri veiði en í fyrra. Fleiri ár vekja athygli fyrir góðan bata. Þar má nefna Flókadalsá, Svalbarðsá, Mýrarkvísl og Miðfjarðará í Bakkafirði. Ósasvæðin sem liggja að Hvíta í Borgarfirði nutu einnig góðs af ágætu smálaxaári og mátti sjá mikla aukningu í Brennunni og Straumunum.
En svo er það hin hliðin. Þó nokkrar ár gáfu mun minni veiði en vonir stóðu til. Blanda er þar fremst í flokki og Austurbakki Hólsár olli vonbrigðum. Blanda er niður um níu prósent frá árinu í fyrra sem var virkilega dapurt. Sumarið í sumar er lélegasta veiðisumar í Blöndu í hálfa öld. Ljóst er finna þarf svör við stóru spurningunni, hvað hefur gerst í Blöndu? Svartá sem fellur í Blöndu er sama marki brennd. Veiðin í sumar olli vonbrigðum. Fish Partner tók í gær formlega við Blöndu og Svartá þegar samningur um umboðssölu var samþykktur á félagsfundi. Verk er að vinna á vatnasvæðinu og komast þarf að hvað veldur hruninu sem Blanda stendur frammi fyrir.
Fleiri ár stóðu ekki undir væntingum. Fnjóská er hálfdrættingur miðað við veiðina í fyrra. Hafralónsá var langt undir tölum síðasta árs og Leirvogsá olli vonbrigðum.
Þegar horft er sérstaklega til Snæfellsness má sjá að árnar þar hafa ekki notið veiðibata með sama hætti og ár í Borgarfirði. Haffjarðará, Straumfjarðará og Hítará voru ekki að bæta við sig að sama skapi og margar aðrar ár á Vesturlandi. Svæðið er kaldara og svo kann að vera að þessi bati skili sér frekar á næsta ári, hafi seiðin í þessum ám þurft ári lengur en gerist og gengur.
Veiðitölurnar hér að neðan miðast við veiði að loknum veiðidegi 25. september. Dálkur tvö er heildarveiði í ánni í fyrra. Þriðji dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára, þar sem sú tala er tiltæk.
Vatnasvæði Veiddir laxar 2023 Breyting %
Andakílsá 490 177 --
Hrútafjarðará 451 185 161%
Svalbarðsá 418 340 --
Haukadalsá 418 373 11%
Flókadalsá 414 248 --
Hítará 407 426 -4%
Mýrarkvísl 406 283 --
Skjálfandafljót 382 -- --
Sandá í Þistilfirði 373 336 16%
Straumfjarðará 366 345 6%
Blanda 327 359 -9%
Miðfjarðará í Bakkaf. 305 191 60%
Hólsá Austurbakki 295 426 --
Hafralónsá 287 333 -14%
Leirvogsá 279 303 -8%
Úlfarsá (Korpa) 249 173 50%
Brennan 228 122 87%
Miðá í Dölum 197 144 38%
Gljúfurá í Borgarf. 183 171 --
Straumar 171 92 86%
Fnjóská 170 331 --
Flekkudalsá 148 -- --
Fljótaá 113 102 -10%
Laugardalsá 111 -- --
Svartá í Húnavatnss. 109 131 -14%
Affall* 100 381 --
Skuggi 81 77 --
Sunnudalsá* 72 73 -1%
Þverá í Fljótshlíð* 58 76 --
Þar með er tæmdur listinn sem angling.is birti í gær. Misjafnt er hvað er til af gögnum yfir þær ár sem eru neðarlega á listanum.
*Vantar nýjustu tölur.
Lokatölur eru feitletraðar.
Leiðrétting: Sporðaköst voru of fljót á sér að loka Hítará. Þar stendur nú yfir lokahollið og þá hún einnig inni tölur úr öðrum hlutum vatnasvæðisins. Spyrjum að leikslokum þar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |