Héldu upp á fyrsta G – daginn

Átta af nítján Grenadier jeppum sem komnir eru á götuna …
Átta af nítján Grenadier jeppum sem komnir eru á götuna tóku þátt í G - deginum. Þeim fyrsta sem haldinn hefur verið. Hér er áð í Innstadal og grillið var tekið fram. Ljósmynd/Alexander Kári Ragnarsson

Nítján INEOS Grenadier bílar eru komnir á götuna á Íslandi. Framleiddir hafa verið ríflega fimmtán þúsund slíkir bílar í heiminum til þessa og hafa færri fengið en vilja. Grenadier er hálfgerður Íslandsjeppi. Hann var prufukeyrður hér og þar var eigandinn og frumkvöðullinn, auðmaðurinn Ratcliffe fremstur í flokki við prufukeyrsluna. Vettvangurinn var oftar en ekki veiðilendur í Vopnafirði. Slóðar við Selá og Hofsá ásamt heiðum NA lands. „Hann djöflaðist á honum eins og hann mögulega gat og braut og sleit ýmislegt við þær prófanir,“ hlær Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bifreiðaverkstæðis Reykjavíkur sem er með umboð fyrir Grenadier. „Allt sem fór úrskeiðis í prófunarferlinu var mjög dýrmætt. Við sendum út lýsingar og myndir af því sem þurfti að laga og jafnvel hanna betur. Þetta leiddi til þess að bílinn er eins og hann er í dag. Þetta er jeppi og mætti alveg segja með stóru Joði.“

Jeppalestir eru svo skemmtileg fyrirbæri. Nær allir sem tóku þátt …
Jeppalestir eru svo skemmtileg fyrirbæri. Nær allir sem tóku þátt tengjast veiði og það gerir Grenadierinn líka. Hann var prófaður í Vopnafirði og þar fór Jim Ratcliffe framarlega í flokki. Ljósmynd/Alexander Kári Ragnarsson

Einar lagði upp í morgun ásamt átta öðrum Grenadier eigendum til að halda fyrsta G – daginn hátíðlegan. „Við höfum ekki gert þetta áður en stefnum að því að þetta verði árviss viðburður. Við keyrðum skemmtilega slóða í nágrenni höfuðborgarinnar, upp í Innstadal og svo Þúsund vatna leiðina til baka. Það er alltaf gaman að sulla og keyra slóða þegar þú ert á jeppa.“ Einar og félagar lögðu upp klukkan tíu í morgun og hafa tekið Grenadierana til kostanna. Þeir jeppaeigendur sem tóku þátt áttu það flestir sameiginlegt fyrir utan bílana að vera mikið í veiði, hvort sem er skot– eða stangveiði, nú eða báðu.

Æpandi rauðir á svörtum söndum

Framundan eru prófanir á svörtum söndum Íslands, þar sem tveir æpandi rauðir með nýjum búnaði verða prufukeyrðir. „Það er verið að setja nýja uppfærslu í bílinn þannig að hægt sé að hækka hann þegar þörf er á. Sú hækkun er ekki tengd fjöðruninni eins og er í mörgum bílum. Þetta eru hásingar í ætt við þær sem Unimog er með og hækkar bílinn og þar með fjarlægð drifkúlunnar frá jörð. Þetta er í ekki í venjulegum jeppum og verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út.“ Einar segir að stutt sé í þessar prófanir og fjöldi fólks fylgi með til að meta árangur og taka myndir.

Stoppa og stilla sér upp er hluti af þessu. Á …
Stoppa og stilla sér upp er hluti af þessu. Á næstunni verður prufukeyrð ný útfærsla af Grenadier. Hækkun á hásingu sem verður að öllum líkindum staðalbúnaður. Ljósmynd/Alexander Kári Ragnarsson

Að setjast inn í Grenadier er eins og að setjast inn í flugvél. „Já. Það hafa allir orð á því í fyrsta skipti,“ segir Einar. Fjölmargir takkar eru í lofti bílsins og hluti af því er að hann er með sjálfstætt auka rafkerfi.

Þessi jeppi er svo mikið fullorðins dót að það hálfa væri nóg. Hann var í þrjú ár í prófunum í Vopnafirði þar sem leiðsögumenn við Selá og Hofsá þjösnuðust á nokkrum eintökum. Óbreyttur kemur Grenadierinn á 31 tommu dekkjum en aðspurður segir Einar að 35 tomman með eðlilegum breytingum sé besta útfærslan að hans mati. Hann sparkar í afturdekkið á sínum og hlær.

„Með leðri og lúgum“

Þú getur svo sem ekkert skemmt í þessum bíl þó að þú fá grjót upp undir hann. Það eru engar plasthlífar á undirvagninum, eins og er í flestum bílum. Hann er hannaður til að takast á við allt sem er skynsamlegt að reyna að fara og jafnvel eitthvað sem er ekki skynsamlegt að reyna. Hann étur þetta allt.“

Grenadier kostar frá 19 milljónum króna en eins og Einar segir þá fer hann í 23 milljónir með leðri og lúgum. Ratcliffe vildi á sínum tíma hanna jeppa sem gæti tekist á við allt og væri slitgóður. Eins og víða hefur verið rakið gerði hann tilboð í að kaupa Land Rover verksmiðjurnar en ekki varð af þeim viðskiptum. Hann fór þá sínar eigin leiðir og lét hanna Grenadier jeppann.

Aðeins að gefa í og búa til alvöru gusu. Allir …
Aðeins að gefa í og búa til alvöru gusu. Allir jeppamenn eiga svona myndir. Ljósmynd/Alexander Kári Ragnarsson

Fyrir jeppaáhugamenn er alltaf gaman að sjá lest af jeppum keyra um slóða þar sem bílarnir hossast, sulla í ám og fara upp lausar brekkur. Þetta er tengt hinni forboðnu karlmennsku að reyna á gripinn og ekki síður á ökumanninn. Innstidalur, undir Henglinum þekkir vel að vera áfangastaður jeppafólks við slíkar aðstæður. Grillið er tekið fram og pylsur þenjast út ásamt öðru góðgæti. Mörgum verður litið í kringum sig enda stutt í rjúpu. Hengillinn og það svæði er friðland rjúpunnar en það er alltaf gaman að sjá hana.

Það má standa á þakinu

Það eru tröppur aftan á Grenadier. Þær eru ekki bara punt, eða hvað? Einar svarar ekki spurningunni heldur klífur þrepin og er á svipstundu kominn upp á þak. „Hann er hannaður þannig að það má labba á toppnum. Það var mjög fyndið þegar Stefán Einar í Spursmálum Morgunblaðsins tók einn til kostanna ásamt góðu fólki og skrifaði um hann í Morgunblaðið. Stefán birti mynd af ferðafélaga á toppnum á bílnum en þá vissi hann ekki að bílinn er hannaður svo standa megi á þakinu. Við höfum heyrt mörg dæmi af erlendum ferðamönnum sem hafa farið upp á þak bílaleigubíla, en það kallar iðulega á viðgerð eftir á. Stefán Einar vissi þetta ekki en okkur fannst mjög fyndið að sjá ferðafélagann standa á þakinu,“ brosir Einar og labbar lítill hring á þakinu.

Ratcliffe við jeppann sem hann lét hann og framleiða. Grenadier …
Ratcliffe við jeppann sem hann lét hann og framleiða. Grenadier jeppinn er hannaður til að vera öflugur við erfiðar aðstæður. Hér er veitt í Vesturdalsá í september sumarið 2021. Ljósmynd/GÁ

Þúsund vatna leiðin sem svo er kölluð var lokahnykkur ferðarinnar. Þá er keyrt frá Innstadal og inn á Hellisheiðina. Fara þarf margsinnis yfir hluta af upptökum Varmár sem fellur niður af Hellisheiðinni og tekur nafnið Varmá þegar nær dregur Hveragerði. Leiðin er skemmtileg, sérstaklega fyrir svona farartæki. Keyrt er yfir ána fram og til baka og slóðinn krusar hana margsinnis. Hér er gott tækifæri til skemmtilegrar myndatöku áður en komið er aftur á malbikið og hinn hefðbundna sunnudagsrúnt hjá mörgum.

Búinn að vera frábær dagur og jeppamennskunni í manni fullnægt í bili. Við erum að fara að endurtaka þetta að ári.“ Hann beygir inn á þjóðveg eitt og stefnan er tekin á höfuðborgina – komnir á malbikið. Finnst það ekki endilega betra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert