Sögulegar sættir eftir 37 ár

Ingimundur Bergsson til vinstri bauð Árna Baldursson velkominn á nýjan …
Ingimundur Bergsson til vinstri bauð Árna Baldursson velkominn á nýjan leik í Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Sögulegar sættir eftir 37 ára útlegð, sagði Árni Baldursson. Ljósmynd/DH

Sögulegar sættir tókust og voru opinberaðar í gærkvöldi. Atvinnuveiðimaðurinn Árni Baldursson var þá formlega tekinn inn á nýjan leik og boðinn velkominn í Stangaveiðifélag Reykjavíkur. 37 ár eru liðin frá því að hann var rekinn úr félaginu fyrir þær sakir að bjóða á móti félaginu í Laxá í Kjós.

„Já. Ég var rekinn úr félaginu. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Framkvæmdastjórinn félagsins kom heim til mín með bréf þar sem mér var tilkynnt um brottvikninguna. Ég svaraði þessu bréfi ekki. Framkvæmdastjórinn mætti þá aftur viku síðar með annað bréf með sama erindi og vildi fullvissa sig um að ég skildi stöðuna,“ upplýsti Árni Baldursson í samtali við Sporðaköst.

Heilar sættir hafa tekist og er Árni Baldursson á nýjan leik orðinn meðlimur í SVFR, eftir „37 ára útlegð,“ eins og hann kallar það. Hann var gestur á opnu kvöldi félagsins í gær og fór þar yfir söguna og hlífði hvorki sér né félaginu.

Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Sá andi sveif yfir …
Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Sá andi sveif yfir vötnum á opnu húsi hjá SVFR í gærkvöldi. Nýjasti meðlimurinn, Árni Baldursson ávarpar samkomuna. Ljósmynd/DH

Ingimundur Bergsson sem nú er framkvæmastjóri félagsins bauð Árna formlega velkominn og féllust menn í faðma. „Hann flutti frábæra ræðu þar sem hann fór yfir sögu sína sem ungur veiðimaður og sögu sína og Stangó. Okkur þótti öllum vænt um þetta kvöld,“ sagði Ingimundur Bergsson, framkvæmastjóri SVFR í samtali við Sporðaköst.

Árni nýtti svo tækifærið og kynnti bókina sína Í veiði með Árna Bald og hlaut hann góðar viðtökur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert