Vilja Rangárdeilu fyrir Hæstarétt

Deilur um aðgengi að efstu svæðum Eystri Rangár hafa leitt …
Deilur um aðgengi að efstu svæðum Eystri Rangár hafa leitt til mikillar réttaróvissu. Landeigendur bönnuðu umferð bíla um jarðir sínar og féllst Héraðsdómur á með veiðifélagi Eystri Rangár að slíkt væri óheimilt. Nú hefur hins vegar Landsréttur vísað málinu frá Héraðsdómi. mbl.is/Árni Sæberg
Flókn­ar deil­ur um aðgengi veiðimanna að efstu svæðum Eystri Rangár og aðgengi að sleppitjörn­um við ána, þar efra, tóku nýja stefnu með úr­sk­urði Lands­rétt­ar í lok nóv­em­ber.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafði dæmt Veiðifé­lagi Eystri Rangár í vil í mál­inu gegn land­eig­end­um. Lands­rétt­ur vísaði mál­inu hins veg­ar frá héraðsdómi þar sem Veiðifé­lag Eystri Rangár upp­fyllti ekki laga­skyld­ur til að geta verið aðili máls­ins. Upp er kom­in mik­il réttaró­vissa í kjöl­far niður­stöðunn­ar.

Stjórn­ar­formaður Veiðifé­lags Eystri Rangár, Birk­ir Tóm­as­son á Móeiðar­hvoli hef­ur í kjöl­far þessa sagt af sér sem formaður og vara­formaður, Hörður Þór­halls­son á Minna Hofi er tek­inn við.

Deil­an sem rataði inn á borð dóm­stóla sner­ist um að systkin­in Ein­ar, Dag­mar Sig­ríður og Dóra Lúðvíks­börn meinuðu veiðimönn­um um­ferð um vegi á svæðum 8 og 9 við Eystri Rangá. Jafn­framt meinuðu þau aðgengi að þrem­ur sleppitjörn­um í landi jarðanna Bakka­valla, Vall­ar­hjá­leigu og í sam­eign­ar­landi í eigu jarðanna Árgilsstaða 1 og 2. Svæði 8 og 9 eru efstu veiðisvæðin í Eystri Rangá.

Upp­haf deil­unn­ar má rekja aft­ur til árs­ins 2019 þegar nýr meiri­hluti tók yfir Veiðifé­lag Eystri Rangár og fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins var sagt upp störf­um. Það er áður­nefnd­ur Ein­ar Lúðvíks­son. Í fram­haldi af þeirri hall­ar­bylt­ingu meinuðu systkin­in um­ferð bíla veiðimanna um jarðir sín­ar og einnig aðgengi að seiðatjörn­um við ána á sín­um jörðum. Lög­bann var sett á aðgerðirn­ar og í fram­haldi af því höfðaði Veiðifé­lagið dóms­mál fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur sem fé­lagið vann. Því var áfrýjað til Lands­rétt­ar sem hef­ur nú vísað mál­inu frá.
Þetta reynd­ist flókið úr­lausn­ar­efni sem varðar fyrst og fremst samþykkt­ir Veiðifé­lags Eystri Rangár í kjöl­far laga­breyt­ing­ar sem var gerð árið 2006. Hef­ur Veiðifé­lagið ekki upp­fyllt þær skyld­ur sem lög­in kváðu á um og sneru meðal ann­ars að því að setja fé­lag­inu samþykkt­ir. Til er nefni­lega fé­lagið Veiðifé­lag Ran­gæ­inga sem tók yfir allt hið víðfeðma vatna­svæði sem Rangárn­ar báðar spanna og raun­ar fleiri ár á svæðinu. Það fé­lag er enn til og Veiðifé­lag Eystri Rangár er í raun deild í því fé­lagi.

„Skorti lögmætan grundvöll“

„Sam­kvæmt þessu er óhjá­kvæmi­legt að miða við að stefndi starfi sem deild í Veiðifé­lagi Ran­gæ­inga en án samþykkta. Við þær aðstæður verður ekki talið að stefndi upp­fylli þann áskilnað 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/ 1991 að geta átt rétt­indi eða borið skyld­ur að lands­lög­um, enda verður að líta svo á að stefnda skorti lög­mæt­an grund­völl fyr­ir starf­semi sinni.“

Til­vitn­un­in hér að ofan er úr úr­sk­urðarorðum Lands­rétt­ar í mál­inu og með þessu er mál­inu vísað frá Héraðsdómi Reykja­vík­ur. At­hygl­is­vert er að hluti gagna máls­ins er bréf frá Fiski­stofu þar sem seg­ir að Veiðifé­lag Eystri Rangár hafi lagt fram samþykkt­ir til Fiski­stofu en stofn­un­in ekki viljað samþykkja þær samþykkt­ir og gefið fé­lag­inu frest til að bregðast við. Ekki bár­ust and­mæli frá fé­lag­inu fyr­ir til­sett­an frest.

Svo seg­ir, „Þá er í fyrr­greindu bréfi Fiski­stofu vísað til þess að í gildi sé samþykkt fyr­ir Veiðifé­lag Ran­gæ­ing­anr. 115/ 1994 sem nái til allra jarða sem land eigi að vatna­svæði Hóls­ár, Ytri-Rangár, Þver­ár og Eystri-Rangár. Tald­ar séu upp sömu jarðir og nefnd­ar séu í samþykkt­um Veiðifé­lags Eystri-Rangár, sem Fiski­stofa fékk til staðfest­ing­ar, að jörðinni Keld­um und­an­skil­inni. Því sé lagt til grund­vall­ar að veiðirétt­ar­haf­ar sem til­greind­ir séu í þeim samþykkt­um stefnda til­heyri nú þegar Veiðifé­lagi Ran­gæ­inga og að um­dæmi þess fé­lags taki meðal ann­ars til þess um­dæm­is sem til­greint sé í áður­nefnd­um samþykkt­um stefnda. Þá seg­ir að með hliðsjón af því að Veiðifé­lag Ran­gæ­inga sé starf­andi í sama um­dæmi og taki til sömu veiðirétt­ar­hafa og til­greind­ir séu í samþykkt­um stefnda sé Fiski­stofu þegar af þeirri ástæðu ekki unnt að staðfesta fram­lagðar samþykkt­ir stefnda Veiðifé­lags Eystri-Rangár sam­kvæmt 8. mgr. 39. gr. laga nr. 61/ 2006.“

Og aft­ur er vitnað í bréf frá Fiski­stofu í dómn­um. „Með hliðsjón af því að hvorki var um að ræða fund veiðifé­lags né er hægt að líta svo á að um stofn­fund veiðifé­lags hafi verið að ræða 28. ág­úst 2021, get­ur ákvörðun sem Veiðifé­lag Eystri-Rangár tók [...] 28. ág­úst 2021, ekki tal­ist ákvörðun sem tek­in er á fundi veiðifé­lags í skiln­ingi 43. gr. laga um lax-og sil­ungsveiði.“

Sam­kvæmt þess­um orðum Fiski­stofu og upp­kveðnum úr­sk­urði Lands­rétt­ar er ekki annað að sjá en Veiðifé­lag Eystri Rangár sé þannig séð umboðslaust. Í það minnsta ekki samþykkt sem slíkt af yf­ir­vald­inu sem í þessu til­viki er Fiski­stofa.

Verður kært til Hæstaréttar

Sporðaköst leituðu til málsaðila og óskaði eft­ir viðbrögðum. Birk­ir Tóm­as­son stjórn­ar­formaður hef­ur sagt af sér og vísaði á Guðjón Ármanns­son lög­mann Veiðifé­lags Eystri Rangár. Niðurstaðan kom Guðjóni á óvart. Hann sagði í skrif­legu svari vegna máls­ins;

„Niðurstaða Lands­rétt­ar kem­ur veru­lega óvart. Veiðifé­lag Eystri-Rangár hef­ur með hönd­um viðamikla starf­semi og er með sjálf­stæðan fjár­hag. Þá er fé­lagið með samþykkt­ir og sjálf­stæða arðskrá sem birt hef­ur verið í B-deild Stjórn­artíðinda. Auk­in­held­ur hef­ur fé­lagið tví­veg­is átt aðild að dóms­mál­um fyr­ir Hæsta­rétti Íslands, sbr. dóma frá 2003 og 2011.

Það er með eng­um hætti hægt að una við þessa niður­stöðu og því verður úr­sk­urður Lands­rétt­ar kærður til Hæsta­rétt­ar Íslands. Í kjöl­farið mun Hæsta­rétt­ar kveða úr um það hvort málið fær efn­is­lega úr­lausn.“

„Veiðifélagið er umboðslaust“

Ein­ar Lúðvíks­son sagði liggja fyr­ir að með þess­um úr­sk­urði væri Veiðifé­lag Eystri Rangár umboðslaust. En spurður frek­ar um stöðuna í ljósi þess­ar­ar niður­stöðu þá sagði Ein­ar að svæðið væri alls ekki lokað veiðimönn­um.

„Menn geta labbað og notað aðra veiðivegi en í gegn­um okk­ar jarðir. Ég benti þeim á að breyta svæðunum og þeir gerðu það. En hvað við ger­um það á eft­ir að koma að í ljós. Ég er ekki bú­inn að setja keðju á hliðið. Hins veg­ar er miklu al­var­legra mál að veiðifé­lagið er umboðslaust. Veiðifé­lagið er ekki veiðifé­lag og er deild í Veiðifé­lagi Ran­gæ­inga sem hef­ur held­ur ekki sett sér nýj­ar samþykkt­ir eft­ir laga­breyt­ing­una 2006. Þannig að þeir geta held­ur ekki notað það. Leigu­samn­ing­ur við nú­ver­andi leigu­taka er fall­inn úr gildi. Það blas­ir við,“ sagði Ein­ar í sam­tali við Sporðaköst.

Hann seg­ir málið allt hið ótrú­leg­asta og greini­legt að Fiski­stofa viti ekki hvort hún er að koma eða fara í mál­inu. „Ég vildi stofna nýtt fé­lag og slíta Veiðifé­lagi Ran­gæ­inga á sín­um tíma. Menn vildu það ekki og nú er þetta komið í afar sér­staka stöðu.“

Úrsk­urðinn kváðu upp Lands­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir Jón Hösk­ulds­son, Krist­inn Hall­dórs­son og Þor­geir Ingi Njáls­son.

Eystri Rangá er ein af afla­hæstu laxveiðiám á Íslandi og í sum­ar sem leið gaf hún 2.202 laxa. Mesta veiði í henni var hins veg­ar sum­arið 2020 þegar veidd­ust 9.076 lax­ar í Eystri Rangá.
Tungufoss í Eystri-Rangá. Hann er farartálmi fyrir laxinn eins og …
Tungufoss í Eystri-Rangá. Hann er farartálmi fyrir laxinn eins og staðan er í dag. Deilur um aðgengi að veiðisvæðinu hafa staðið síðan 2019 og er ekki lokið. Ljósmynd/GIH
Einar Lúðvíksson, var framkvæmdastjóri Veiðifélags Eystri Rangár. Þegar nýr meirihluti …
Einar Lúðvíksson, var framkvæmdastjóri Veiðifélags Eystri Rangár. Þegar nýr meirihluti tók óvænt við félaginu 2019 var honum sagt upp störfum. Deilur hafa staðið síðan. Einar er af mörgum talinn vera sá sem byggði upp laxveiðina í ánni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert