Veiðiárið 2024 var gott. Loksins mætti smálaxinn og veiðin var mun betri en undanfarin ár. Margir önduðu léttar eftir fimm ára niðursveiflu. Framundan er spennandi ár – 2025. Allt útlit fyrir stórlaxaár, þó svo að ekkert sé öruggt í þeim efnum en líkurnar eru góðar. Viðtökurnar sem Sporðaköst hafa fengið í ár hafa verið hvetjandi og viljum við nota tækifærið og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Hér með fylgir lag Bjarna Hafþórs Helgasonar Áin bláa. Með laginu birtist myndband sem Steingrímur Jón Þórðarson klippti saman úr myndatökum á síðustu þáttaseríu sem unnin var undir merkjum Sporðakasta.
Ef þú ert veiðiáhugamaður taktu nokkrar mínútur í að hlusta og horfa. Fáðu íslenska sumarið í æð með textanum um ána:
Bærist sef, blíða sumarnótt,
blærinn hvíslar, senn er orðið hljótt.
Himneskt er hennar næturskraf
við helgan dal, á leið í Atlantshaf.
Sporðaköst þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að kveðja. Í myndbandinu bregður fyrir svipmyndum úr fjölmörgum ám. Miðfjarðará, Laxá í Kjós, Laxá á Ásum, Laxá í Aðaldal, Víðidalsá og Hafralónsá.
Ef þú ert að hnýta flugur er þetta gott undirstef og eflir alla hugmyndavinnu. Við höfum birt þetta myndband áður en hér gildir sem aldrei fyrr að sjaldan er góð vísa of oft kveðin.
Sporðaköst verða á flugi á nýju ári og munum við fylgja veiðifólki og fjalla um það sem við teljum eiga erindi við þennan sístækkandi hóp. Takk fyrir okkur og fulla ferð 2025.
Lagið, sem er angurvær ballaða, syngur Páll Rósinkranz og má finna það á diskasafninu Fuglar hugans sem geymir flest öll tónverk sem Bjarni Hafþór Helgason hefur samið.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |