Laxapeysan vinsæl meðal veiðimanna

Arnar Rósenkranz Hilmarsson, fluguhnýtari og trommuleikari í laxapeysunni sem Lovísa …
Arnar Rósenkranz Hilmarsson, fluguhnýtari og trommuleikari í laxapeysunni sem Lovísa Sigrún Svavarsdóttir prjónaði. Lopapeysur með þessu mynstri njóta mikilla vinsælda meðal veiðifólks. Ljósmynd/ARH

Lopapeysa með laxamynstri nýtur mikilla vinsælda meðal veiðifólks. Það þarf engan að undra að þessi fatnaður eigi vinsældum að fagna enda var síðasta sumar og raunar árið allt, það kaldasta á þessari öld.

Vissulega kemur ekkert í staðinn fyrir góðan vind– og vatnsheldan veiðijakka en þegar kemur að því að verja sig fyrir kulda er lopapeysan alltaf best. Tískumunstrið er í dag laxar eða sambærilegir fiskar.

Einn af þeim sem skartar slíkri peysu er Arnar Rósenkranz Hilmarsson, fluguhnýtari og trommuleikari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Arnar fékk sína peysu frá Lovísu Sigrúnu Svavarsdóttur sem er tengdamóðir hans. Lovísa sagðist í samtali við Sporðaköst vera allt að tíu daga að prjóna slíka peysu. Eins sjá má af myndinni af Arnari er peysan bæði hlýleg og falleg.

Stjörnunar fjórar í lopapeysunum sem skarta laxamynstri. Alexandra Ósk, Andrea, …
Stjörnunar fjórar í lopapeysunum sem skarta laxamynstri. Alexandra Ósk, Andrea, Áslaug Anna og Arndís Inga klárar í upptöku þegar heimildamyndin Strengur var mynduð fyrir norðan. Sú mynd mun rata í sjónvarp eftir að hafa verið kynnt til leiks á kvikmyndahátíðum. Ljósmynd/Sigga Ella

Fleiri stjörnur skarta lopapeysum með þessu viðeigandi mynstri. Þannig voru ungu konurnar í heimildamyndinni Strengur allar í fallegum ljósum lopapeysum með viðeigandi mynstri. Þetta eru þær Alexandra Ósk Hermóðsdóttir, Andrea Hermóðsdóttir, Áslaug Anna Pétursdóttir og Arndís Inga Pétursdóttir sem eru dætur þeirra Árna Péturs Hilmarssonar og Hermóðs Hilmarssonar sem annast Laxá í Aðaldal.

Unnur Bjarnadóttir á Hofi í Öræfasveit prjónaði peysurnar sem Áslaug Anna og Arndís Inga klæðast en Bergljót Jónsdóttir prjónaði á Alexöndru Ósk og Andreu.

Helga og María í laxapeysunum sem sú fyrrnefnda prjónaði. Gekk …
Helga og María í laxapeysunum sem sú fyrrnefnda prjónaði. Gekk ekki í fyrstu tilraun en svo small þetta. Ljósmynd/Helga Gísladóttir

Helga Gísladóttir veiði– og prjónakona féll fyrir þessu munstri og prjónaði peysu, bæði fyrir sig og líka veiðifélagann, Maríu Hrönn Magnúsdóttur. Raunar gekk fyrsta tilraun ekki alveg átakalaust viðurkennir Helga og þurfti að rekja upp dágóða vinnu. En í annarri tilraun gekk þetta líka svona ljómandi vel.

Grifflur með laxamynstri, eða fiskamynstri sem Helga er að prjóna. …
Grifflur með laxamynstri, eða fiskamynstri sem Helga er að prjóna. Til marks á áhuga um prjónaskap af þessum toga þá birtist uppskriftin að grifflunum í nýjasta tölublaði Veiðimannsins. Ljósmynd/Helga Gísladóttir

Lopapeysan mun væntanlega áfram vera besti vinur veiðimannsins. Á meðan að heimurinn hlýnar þá er Ísland að standa undir nafni og ekki verið kaldara ár á þessari öld en síðasta ár. Hvort að að breytist í ár er algerlega óljóst en ljóst er að janúar hefur verið beinfrosinn þessa fyrstu daga þó að nú sé aðeins að slakna á frostinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert