Fyrsti vorlaxinn veiddist á opnunardegi

Þeir eru mættir í skosku árnar. Þetta er fyrsti vorlaxinn …
Þeir eru mættir í skosku árnar. Þetta er fyrsti vorlaxinn sem sögum fer af að hafi veiðst á Bretlandseyjum 2025. Ljósmynd/Atlantic Salmon Fishing

Fyrsti vorlaxinn sem sögum fer af á Bretlandseyjum veiddist í gær á opnunardegi árinnar Tay í Skotlandi. Nokkrar ár þar í landi hafa opnað og eru veiðimenn einmitt að eltast við fyrstu laxana sem þar á bæ nefnast springer.

Fyrstu svæðin til að opna voru á Írlandi en þar byrja menn strax á nýársdag að kasta fyrir vorlax. Vetrarríki setti hins vegar strik í reikninginn þar framan af mánuðinum.

En sá fyrsti veiddist í gær og var það 19 punda fiskur. Spegilbjartur og hnausþykkur. Laxinn veiddist á svæði sem ber nafnið Dunkeld House. Þetta er neðar í ánni en fyrstu laxarnir hafa oft veiðst á. Loch Tay heitir vatn sem áin rennur í gegnum og þar hafa oftar en ekki þeir fyrstu veiðst. Nú gerðist það nokkru neðar og alger óþarfi að reyna að lesa eitthvað í þá staðsetningu. Veruleg snjóbráð hefur verið í Skotlandi og mikið vatn í þeim ám sem þegar hafa opnað.

Veiðimaðurinn Rob hæstánægður í gær með fyrsta laxinn og var …
Veiðimaðurinn Rob hæstánægður í gær með fyrsta laxinn og var honum sleppt eftir myndatöku. Vorlaxinn hefur átt undir högg að sækja en vonandi verður þetta ár gott. Ljósmynd/Atlantic Salmon Fishing

Fleiri skoskar ár eru búnar að opna faðminn fyrir veiðimönnum og það er alltaf spennandi að fylgjast með hvernig gengur þessar fyrstu vikur. Vorlaxinn eða springerinn hefur átt undir högg að sækja eins og svo margt annað í heimi laxins.

Skotland átti betra ár í fyrra en nokkur ár þar á undan. Vonandi skilar sá bati sér áfram og vorlaxinn fer að sjást í meira mæli.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert