Erfðamengun, „útlenskur“ lax og hnúðlax

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Haf­rann­sókna­stofn­un fær niður­stöður úr 1.500 erfðasýn­um, sem tek­in voru í fjöl­mörg­um laxveiðiám í haust. Von er á niður­stöðunum á næstu dög­um og bú­ist við að þau varpi frek­ara ljósi á hver staðan er varðandi erfðameng­un í helstu laxveiðiám lands­ins. Hér er einkum horft til þess að meta áhrif­in af því þegar hundruð eld­islaxa struku úr sjókví­um og syntu upp í laxveiðiár, haustið 2023.

    Guðni Guðbergs­son, sviðsstjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un fer yfir vítt svið í viðtalsþætti dags­ins hjá Sporðaköst­um. Þar er horft til stöðu lax­ins hér heima og á heimsvísu.

    Hnúðlax­ar og lax­ar frá öðrum lönd­um

    Nýj­ar upp­lýs­ing­ar sýna fram á að lax frá mörg­um öðrum lönd­um kem­ur inn í ís­lenska lög­sögu. Þetta er hluti af bráðabirgðaniður­stöðum á meðafla sem kom í flottroll þegar farið var að veiða mak­ríl inn­an lög­sög­unn­ar. Ríf­lega fimm lax­ar feng­ust á hver þúsund tonn, en inn­an við tíu pró­sent af þeim laxi er ís­lensk­ur.

    Framund­an er hnúðlaxa­ár sem ómögu­legt er að spá fyr­ir um. Guðni Guðbergs­son hvet­ur til þess að menn skrái sam­visku­sam­lega all­an slík­an afla í sum­ar. Það skipt­ir miklu máli að fá upp­lýs­ing­ar um stöðuna svo hægt sé að meta ástandið. Hann seg­ir að vart hafi orðið við til­hneig­ingu að segja ekki frá þess­um fisk­um en hann hvet­ur menn til að vanda upp­lýs­inga­gjöf og skrán­ingu í sum­ar. Staðfest er að hnúðlax hef­ur hrygnt í meira en sex­tíu ís­lensk­um ám og senni­lega eru þær mun fleiri.

    Óvæg­in umræða og hreist­ur­sýni

    Guðni ræðir líka horf­ur fyr­ir sum­arið sem er framund­an, stöðuna á bleikj­unni og nýj­ar aðferðir sem bjóða upp á erfðagreina alla þá laxa sem veiðast í laxveiðiá. Hörku­leg og óvæg­in umræða milli sjókvía­eld­is– og laxveiðimanna er líka á dag­skrá. Staðan á Blöndu og Svar­tá ásamt ýmsu sem veiðifólk kann að hafa áhuga á.

    Má taka hreist­ur­sýni af laxi sem á að sleppa? Hvernig á þá að standa að því? Nokkuð hef­ur dregið úr því að hreist­ur­sýni séu send til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar en slík sýni geyma mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar. 

    Hér er á ferðinni klukku­tími af spjalli við einn af okk­ar reynd­ustu vís­inda­mönn­um þegar kem­ur að lax­fisk­um.

    mbl.is

    Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

    Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
    102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
    101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
    101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
    102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
    103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
    103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
    101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

    Skoða meira

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert