Erfðamengun, „útlenskur“ lax og hnúðlax

Hafrannsóknastofnun fær niðurstöður úr 1.500 erfðasýnum, sem tekin voru í fjölmörgum laxveiðiám í haust. Von er á niðurstöðunum á næstu dögum og búist við að þau varpi frekara ljósi á hver staðan er varðandi erfðamengun í helstu laxveiðiám landsins. Hér er einkum horft til þess að meta áhrifin af því þegar hundruð eldislaxa struku úr sjókvíum og syntu upp í laxveiðiár, haustið 2023.

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun fer yfir vítt svið í viðtalsþætti dagsins hjá Sporðaköstum. Þar er horft til stöðu laxins hér heima og á heimsvísu.

Hnúðlaxar og laxar frá öðrum löndum

Nýjar upplýsingar sýna fram á að lax frá mörgum öðrum löndum kemur inn í íslenska lögsögu. Þetta er hluti af bráðabirgðaniðurstöðum á meðafla sem kom í flottroll þegar farið var að veiða makríl innan lögsögunnar. Ríflega fimm laxar fengust á hver þúsund tonn, en innan við tíu prósent af þeim laxi er íslenskur.

Framundan er hnúðlaxaár sem ómögulegt er að spá fyrir um. Guðni Guðbergsson hvetur til þess að menn skrái samviskusamlega allan slíkan afla í sumar. Það skiptir miklu máli að fá upplýsingar um stöðuna svo hægt sé að meta ástandið. Hann segir að vart hafi orðið við tilhneigingu að segja ekki frá þessum fiskum en hann hvetur menn til að vanda upplýsingagjöf og skráningu í sumar. Staðfest er að hnúðlax hefur hrygnt í meira en sextíu íslenskum ám og sennilega eru þær mun fleiri.

Óvægin umræða og hreistursýni

Guðni ræðir líka horfur fyrir sumarið sem er framundan, stöðuna á bleikjunni og nýjar aðferðir sem bjóða upp á erfðagreina alla þá laxa sem veiðast í laxveiðiá. Hörkuleg og óvægin umræða milli sjókvíaeldis– og laxveiðimanna er líka á dagskrá. Staðan á Blöndu og Svartá ásamt ýmsu sem veiðifólk kann að hafa áhuga á.

Má taka hreistursýni af laxi sem á að sleppa? Hvernig á þá að standa að því? Nokkuð hefur dregið úr því að hreistursýni séu send til Hafrannsóknastofnunar en slík sýni geyma mikilvægar upplýsingar. 

Hér er á ferðinni klukkutími af spjalli við einn af okkar reyndustu vísindamönnum þegar kemur að laxfiskum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert