Má taka hreistursýni þó laxi sé sleppt

Verulega hefur dregið úr að veiðimenn taki hreistursýni og komi til Hafrannsóknastofnunar, eftir að veiða og sleppa varð allsráðandi. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá stofnuninni segir í lagi að taka slíkt sýni ef það er gert með réttum hætti, þó að laxi sé sleppt.

Hann hvetur menn til að hafa þetta í huga og í viðtalinu sem fylgir fréttinni fer hann yfir, hvar og hvernig best er að standa að töku á hreistursýni. Víða voru til sérstök pappaumslög fyrir hreistursýnatöku í veiðihúsum. Kannski finnast þau enn. Guðni bendir mönnum á að setja hreisturflögurnar ekki í plast.

Guðni horfir sérstaklega til leiðsögumanna við laxveiðiár í þessu samhengi. Þá eru líka uppi hugmyndir hjá Hafrannsóknastofnun um að taka erfðasýni af öllum laxi sem veiðist í tilteknum ám. Ýmsar leiðir eru til við slíka sýna töku. Bæði er hægt að taka strok úr munni, ekki ólíkt því sem gert var í Covid eða þekkist úr glæpaþáttum sem margir kannast við úr sjónvarpi.

Klippa lítinn bút af ugga

Einfaldasta leiðin segir Guðni, er að klippa örlítinn bút af ugga, með naglaklippum sem flest allir veiðimenn eru með á sér. Einungis þarf mjög lítinn bút og það skaðar fiskinn ekki. Þetta getur gefið áhugaverðar upplýsingar og komi til þess að farið verði í slíkt átak í laxveiðiá munu allir fiskar sem veiðast verða þekktir. Þá kemur líka margt annað í ljós. Er viðkomandi fiskur mögulega úr annarri á eða úr fiskeldi. Þetta eru hugmyndir sem menn velta fyrir sér í dag.

Það er líka áhugavert að fá upplýsingar um laxa sem veiðast og eru á einhvern hátt að skera sig úr. Hvort sem það er fyrir stærðar sakir eða eitthvað annað. Fiskur sem veiðist og er yfir hundrað sentímetrar að lengd. Er það stór tveggja ára fiskur eða var hann jafnvel þrjú ár í sjó. Slíkir fiskar eru til en sjaldgæfir hér á landi. Er um að ræða endurkomu fisk eða lax sem hefur hrygnt áður? Þetta er allt hægt að sjá með skoðun á einföldu hreistursýni.

Viðtalið við Guðna sem fylgir fréttinni er brot af mun lengra viðtali sem hægt er að nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert