Lýsa áhyggjum af ástandi hreindýrastofnsins

SKOTVÍS tekur undir með nýjum umhverfisráðherra að ótækt sé að …
SKOTVÍS tekur undir með nýjum umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið greiði með hreindýraveiði á Íslandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og minnkandi veiði undanfarin ár. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SKOTVÍS en þar segir að mikilvægt sé að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi áfram sjálfbærar veiðar og framtíð sterks hreindýrastofns.

SKOTVÍS tekur jafnframt undir með nýjum umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið greiði með hreindýraveiði á Íslandi.

Segjast hafa talað fyrir daufum eyrum

„SKOTVÍS hefur talað fyrir daufum eyrum árum saman um að félagið fái fulltrúa í hreindýraráði og þar með ekki getað komið sjónarmiðum veiðimanna á framfæri, m.a. þegar kemur að verðlagningu veiðileyfa eða umræðu um veiðistofn og kvóta,“ segir í tilkynningunni.

SKOTVÍS segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin óskaði í upphafi árs eftir sparnaðartillögum frá almenningi þá sé við hæfi að minna á eldri tillögur SKOTVÍS til Umhverfis og auðlindaráðuneytisins til sparnaðar vegna umsýslu með hreindýraveiðum.

„SKOTVÍS er meira en tilbúið til að semja við ríkið um að félagið taki að sér alla umsjón hreindýraveiða sem felur í sér umtalsverðan sparnað fyrir ríkið. Í Svíþjóð er samskonar fyrirkomulag við líði, þar sem Sænska skotveiðisambandið, Svensk Jagerforbund, sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert