Litlaá og Skjálftavatn eru komin í útboð. Veiðifélag Litluárvatna hefur auglýst útboðið á heimasíðu Landssambands veiðifélaga, angling.is. Óskað er eftir tilboðum í leigu eða umboðssölu til fimm ára. 2026 til og með 2030.
Tímabilið er langt í Litluá og opnar hún 1. apríl á hverju ári og er veitt á svæðinu til 10. október. Svæðið þykir spennandi, sérstaklega hafa menn sóst eftir að komast í opnun í Litluá. Sama hvernig viðrar á svæðinu leggur Litluá aldrei og er meðalhiti árinnar um 12 gráður. Hún á upptök sín í lindum við bæinn Keldunes. Kallast þessar lindir Brunnar.
Urriðastofninn í Litluá er stór og sem dæmi má nefna að í fyrra var meðal lengd þeirra urriða sem veiddust í ánni 55 sentímetrar. Það er fjölskrúðugt lífríkið í Litluá. Þar veiddust í fyrra 661 urriði, 225 sjóbirtingar, 285 bleikjur, bæði sjógengnar og staðbundnar. Þá veiddust fimm laxar. Veiðin hefur sveiflast nokkuð síðustu ár. Bleikjuveiðin virðist vera að gefa aðeins eftir, eins og svo víða. Auglýsingin sem birt var á angling.is í dag, er birt hér að neðan og þar koma fram allar upplýsingar varðandi tímafrest og skilyrði.
„Veiðifélag Litluárvatna óskar eftir tilboðum í leigu eða umboðssölu á öllum veiðirétti félagsins í Litluá og Skjálftavatni í Kelduhverfi fyrir veiðitímabil áranna frá og með 2026 til og með 2030 með almennu útboði.
Útboðsgögnin fást afhent með rafrænum hætti hjá Landssambandi veiðifélaga. Vinsamlegast hafið samband á netfangið gunnar@angling.is.
Tilboðum skal skilað í lokuðum umslögum eigi síðar en kl. 14:00 föstudaginn 28. mars 2025 á skrifstofu Landssambands veiðifélaga þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |