„Get ekki hugsað þá hugsun til enda“

Guðjón Ármannsson, lögmaður Veiðifélags Eystri Rangár segir dóminn ekki hafa …
Guðjón Ármannsson, lögmaður Veiðifélags Eystri Rangár segir dóminn ekki hafa komið á óvart. Ljósmynd/LEX

Deila um aðgengi að veiðistöðum og sleppitjörn­um við Eystri Rangá hef­ur tekið á sig marg­vís­leg­ar mynd­ir og leitt til réttaró­vissu. Nú hef­ur Hæstirétt­ur eytt þeirri óvissu með dómi sín­um frá því í síðustu viku. Óviss­an sneri fyrst og fremst að formi og samþykkt­um veiðifé­laga og þá um leið aðild­ar­hæfi þeirra að dóms­mál­um og þá um leið ýmsa aðra hluti sem snúa að rétt­ind­um og skyld­um. Deil­an um aðgengi að veiðistöðum þróaðist þannig út í allt aðra og mik­il­væg­ari sálma.

Þetta mál hef­ur ferðast um allt rétt­ar­kerfið og það var ekki fyrr en Hæstirétt­ur í síðustu viku kvað upp úr með að Veiðifé­lag Eystri Rangár nyti aðild­ar­hæf­is og sendi málið aft­ur til Lands­rétt­ar að marg­ir önduðu létt­ar. Nú mun Lands­rétt­ur kveða upp dóm um það hvort land­eig­end­ur við Eystri Rangá geta tak­markað um­ferð að veiðistöðum og sleppitjörn­um. Guðjón Ármanns­son var lögmaður Veiðifé­lags­ins í Hæsta­rétti.

„Þessi dóm­ur kem­ur ekki á óvart í ljósi 34 ára sögu Veiðifé­lags Eystri Rangár og þeirr­ar viðamiklu starf­semi sem þar fer fram. Fé­lagið velt­ir nokk­ur hundruð millj­ón­um og hef­ur starfs­fólk á sín­um snær­um.

Ég get ekki hugsað þá hugs­un til enda hefði niðurstaðan verið sú að Veiðifé­lag Eystri Rangár nyti ekki aðild­ar­hæf­is fyr­ir dóm­stól­um og nyti held­ur ekki ger­hæf­is.

Dóm­ur­inn er ekki síst merki­leg­ur vegna um­fjöll­un­ar Hæsta­rétt­ar um rétt­ar­stöðu deilda inn­an veiðifé­laga,“ upp­lýsti Guðjón í sam­tali við Sporðaköst. Dóm­ur Hæsta­rétt­ar bein­ir líka sjón­um að því að tvö kerfi eru við líði þegar kem­ur að formi veiðifé­laga. Guðjón kall­ar það ann­ars veg­ar Borg­ar­fjarðarmód­elið og hins veg­ar Suður­lands­mód­elið.

„Nú hef­ur verið staðfest að móður­fé­lagið, Veiðifé­lag Ran­gæ­inga, er til að lög­um og und­ir því starfa fimm deild­ir sem njóta engu að síður mik­ils sjálf­stæðis. Ein af þess­um deild­um er Veiðifé­lag Eystri Rangár.

Þetta er sama fyr­ir­komu­lag og í Árnes­sýslu þar sem Veiðifé­lag Árnes­sýslu er móður­fé­lagið en und­ir því eru nokkr­ar deild­ir. Þetta má kalla Suður­lands­mód­elið.

Í Borg­ar­f­irði er mál­um háttað á ann­an veg. Þar erum við með tíu eða ell­efu sjálf­stæð veiðifé­lög áa sem renna um sam­eig­in­leg­an ós til sjáv­ar. Þar er ekk­ert móður­fé­lag. Þetta get­um við kallað Borg­ar­fjarðarmód­elið,“ upp­lýs­ir Guðjón.

Bæði þessi mód­el starfa eft­ir sömu lög­um um lax– og sil­ungsveiði en grund­vall­armun­ur er á mód­el­un­um. Kannski var það vilji lög­gjaf­ans að bjóða upp á þess­ar tvær ólíku nálgan­ir.

Lands­rétt­ur mun taka málið efn­is­legr­ar meðferðar eins og fljótt og auðið er og von­andi fæst niðurstaða í það fyr­ir veiðitíma­bilið í Eystri Rangá. 

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert