„Get ekki hugsað þá hugsun til enda“

Guðjón Ármannsson, lögmaður Veiðifélags Eystri Rangár segir dóminn ekki hafa …
Guðjón Ármannsson, lögmaður Veiðifélags Eystri Rangár segir dóminn ekki hafa komið á óvart. Ljósmynd/LEX

Deila um aðgengi að veiðistöðum og sleppitjörnum við Eystri Rangá hefur tekið á sig margvíslegar myndir og leitt til réttaróvissu. Nú hefur Hæstiréttur eytt þeirri óvissu með dómi sínum frá því í síðustu viku. Óvissan sneri fyrst og fremst að formi og samþykktum veiðifélaga og þá um leið aðildarhæfi þeirra að dómsmálum og þá um leið ýmsa aðra hluti sem snúa að réttindum og skyldum. Deilan um aðgengi að veiðistöðum þróaðist þannig út í allt aðra og mikilvægari sálma.

Þetta mál hefur ferðast um allt réttarkerfið og það var ekki fyrr en Hæstiréttur í síðustu viku kvað upp úr með að Veiðifélag Eystri Rangár nyti aðildarhæfis og sendi málið aftur til Landsréttar að margir önduðu léttar. Nú mun Landsréttur kveða upp dóm um það hvort landeigendur við Eystri Rangá geta takmarkað umferð að veiðistöðum og sleppitjörnum. Guðjón Ármannsson var lögmaður Veiðifélagsins í Hæstarétti.

„Þessi dómur kemur ekki á óvart í ljósi 34 ára sögu Veiðifélags Eystri Rangár og þeirrar viðamiklu starfsemi sem þar fer fram. Félagið veltir nokkur hundruð milljónum og hefur starfsfólk á sínum snærum.

Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hefði niðurstaðan verið sú að Veiðifélag Eystri Rangár nyti ekki aðildarhæfis fyrir dómstólum og nyti heldur ekki gerhæfis.

Dómurinn er ekki síst merkilegur vegna umfjöllunar Hæstaréttar um réttarstöðu deilda innan veiðifélaga,“ upplýsti Guðjón í samtali við Sporðaköst. Dómur Hæstaréttar beinir líka sjónum að því að tvö kerfi eru við líði þegar kemur að formi veiðifélaga. Guðjón kallar það annars vegar Borgarfjarðarmódelið og hins vegar Suðurlandsmódelið.

„Nú hefur verið staðfest að móðurfélagið, Veiðifélag Rangæinga, er til að lögum og undir því starfa fimm deildir sem njóta engu að síður mikils sjálfstæðis. Ein af þessum deildum er Veiðifélag Eystri Rangár.

Þetta er sama fyrirkomulag og í Árnessýslu þar sem Veiðifélag Árnessýslu er móðurfélagið en undir því eru nokkrar deildir. Þetta má kalla Suðurlandsmódelið.

Í Borgarfirði er málum háttað á annan veg. Þar erum við með tíu eða ellefu sjálfstæð veiðifélög áa sem renna um sameiginlegan ós til sjávar. Þar er ekkert móðurfélag. Þetta getum við kallað Borgarfjarðarmódelið,“ upplýsir Guðjón.

Bæði þessi módel starfa eftir sömu lögum um lax– og silungsveiði en grundvallarmunur er á módelunum. Kannski var það vilji löggjafans að bjóða upp á þessar tvær ólíku nálganir.

Landsréttur mun taka málið efnislegrar meðferðar eins og fljótt og auðið er og vonandi fæst niðurstaða í það fyrir veiðitímabilið í Eystri Rangá. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert