Þjóðin jákvæð og félagafjöldi þrefaldast

Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra veiðimála mætti á aðalfund SKOTVÍS í …
Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra veiðimála mætti á aðalfund SKOTVÍS í gær. Hér er hann með formanni og hluta stjórnar. Frá vinstri: Ráðherra, Jón Þór Víglundsson, Jón Víðir Hauksson, Áki Ármann formaður og Sveinn Kári Valdimarsson. Ljósmynd/SKOTVÍS

Aðal­fund­ur Skot­veiðifé­lags Íslands, SKOTVÍS var hald­inn í gær og sér­stak­ur gest­ur fund­ar­ins nýr ráðherra veiðimála, Jó­hann Páll Jó­hanns­son. Nokk­ur spenna ríkti meðal fund­ar­manna hvernig tón­inn yrði hjá nýja ráðherr­an­um.

Skemmst er frá því að segja að fund­ar­gest­ir voru að stærst­um hluta ánægðir með ráðherra. Hann lýsti yfir lít­illi þekk­ingu á mála­flokkn­um en sagðist hafa sér­fræðinga sér við hlið í ráðuneyti um­hverf­is-, lofts­lags og orku­mála. Þá und­ir­strikaði ráðherra mik­il­vægi þess að eiga sam­ráð við fé­lag á borð við SKOTVÍS.

Ráðherra fékk marg­vís­leg­ar spurn­ing­ar að ræðu lok­inni og játaði hann þörf á skoða ýmis mál. Áður en hann kvaddi bað hann um síma­núm­er for­manns SKOTVÍS og minnti á í leiðinni að hann hefði ekki verið að lofa neinu en játað að skoða þyrfti ýmsa hluti sem hefðu verið nefnd­ir.

Jó­hann Páll ekki veiðimaður – ekki enn

Jó­hann Páll var spurður að því hvort hann væri veiðimaður. Hann svaraði því neit­andi en tók fram að það væri aldrei of seint að byrja. Skautaði ráðherra í gegn­um fyr­ir­spurn­irn­ar af póli­tískri list og vitnaði til þess að gott fólk væri í ráðuneyt­inu. Hon­um var reynd­ar bent á að eng­inn sér­fræðing­ur í veiði væri í ráðuneyt­inu.

Hef­ur skot­veiðimönn­um gjarn­an fund­ist í gegn­um árin að meira sé lagt upp úr því að hlusta á þá sem kalla eft­ir friðun og full­trú­ar slíkra fé­laga hafi jafn­vel átt greiðari aðgang að funda­höld­um en full­trú­ar skot­veiðimanna.

Meirihluti þjóðarinnar er jákvæður eða mjög jákvæður gagnvart veiðum á …
Meiri­hluti þjóðar­inn­ar er já­kvæður eða mjög já­kvæður gagn­vart veiðum á fugl­um og spen­dýr­um. Aðeins 21% eru nei­kvæð eða mjög neiðkvæð. Þetta kom fram í könn­um sem Maskína fram­kvæmdi í fe­brú­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fé­laga­fjöldi þre­fald­ast

Áki Ármann Jóns­son var end­ur­kjör­inn formaður SKOTVÍS og að sama skapi stjórn fé­lags­ins utan þess að einn stjórn­ar­maður gaf ekki kost á sér og var Indriði Ragn­ar Grét­ars­son kjör­inn í stjórn. Fé­lagið nýt­ur mik­ils meðbyrs og hef­ur fjöldi fé­laga þre­fald­ast á stutt­um tíma og í dag eru skráðir fé­lag­ar 3,087 tals­ins. Ánægja rík­ir með störf fé­lags­ins meðal skot­veiðimanna og ljóst að hags­muna­gæsla hef­ur tek­ist vel á und­an­förn­um árum. Áki Ármann á von á frek­ari fjölg­un og eins og hann orðaði það í sam­tali við Sporðaköst, „Hver ein­asti nýr fé­lags­maður styrk­ir okk­ur og sam­tök og ég hvet allt skot­veiðifólk til að ganga form­lega til liðs við okk­ur. Þannig aukast áhrif­in okk­ar og ekki veit­ir af.“

Í skýrslu stjórn fór formaður yfir marg­vís­leg atriði. Veiðikor­ta­kerfið sem tekið var upp árið 1995 í mars, er þrjá­tíu ára um þess­ar mund­ir. Skot­veiðimenn hafa greitt um 1,600 millj­ón­ir króna inn í þetta kerfi frá stofn­un í formi veiðikorts­gjalda. Þar af hafa tæp­lega 900 millj­ón­ir runnið til rann­sókna og um 700 millj­ón­ir í um­sýslu­gjaldi.

Covid ekki leng­ur af­sök­un

Það er hins veg­ar pott­ur brot­inn í ut­an­um­haldi og end­ur­gjöf sem kveðið er á um í lög­um. Þannig ber þeim aðilum sem fá fjár­fram­lög til að skoða og meta lyk­il­teg­und­ir að skila skýrsl­um og upp­fræða um leið skot­veiðimenn. Sú upp­fræðsla hef­ur ekki átt sér stað. „Það hef­ur lítið gerst á því sviði frá ár­inu 2018. Lengi vel var Covid af­sök­un­in, en eft­ir því sem ég best veit er þeim far­aldri löngu lokið,“ sagði Áki á fund­in­um.

Eitt af því sem bar á góma var friðun rjúpu á Reykja­nesi og í ná­grenni Reykja­vík­ur. Upp­haf­lega var þessi friðun sett á í rann­sókn­ar­skyni en þeim rann­sókn­um er löngu lokið. Nátt­úru­fræðistofn­un og um­hverf­is­stofn­un hafa nú í tæp sjö ár skoðað hvort hægt sé að aflétta þeirri friðun. Áki fór yfir þetta mál með ráðherra og benti á að lík­ast til væri um að ræða ákvörðun­ar­fælni emb­ætt­is­manna. Sjö ár þyki lang­ur tími þegar enn lengra er frá því að rann­sókn­um var hætt.

Aðkoma SKOTVÍS að hrein­dýr­aráði var einnig til umræðu en mörg­um þykir sæta furðu að skot­veiðimenn eigi ekki full­trúa þar.

Meiri­hluti já­kvæður gagn­vart skot­veiði

Skoðana­könn­un sem Maskína vann fyr­ir SKOTVÍS í fe­brú­ar var kynnt á aðal­fund­in­um. Þar kom fram að 54% þeirra sem af­stöðu tóku eru já­kvæð eða mjög já­kvæð gagn­vart veiðum á fugl­um og spen­dýr­um. 21% nei­kvæð eða mjög nei­kvæð. Í kynn­ingu á niður­stöðum úr könn­un Maskínu fór Áki Ármann yfir það að gjarn­an væri umræðan á þeim nót­um að 99% al­menn­ings væri á móti skot­veiðum. Sú álykt­um væri úr lausu lofti grip­in og umræðan á mikl­um villi­göt­um.

Margt fleira var rætt eins og mögu­legt van­mat á stofni grá­gæs­ar, sem leiddi til sölu­banns. Þegar nýj­ar töl­ur úr taln­ing­um ber­ast verður fróðlegt að sjá stöðuna.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert