Selur sjálfur veiðileyfi í Tungufljót

Gísli Halldór Magnússon, eða Dóri eins og hann er ávallt …
Gísli Halldór Magnússon, eða Dóri eins og hann er ávallt kallaður gerir sig hér kláran í að leggja net fyrir sínu landi. Nú hefur Dóri fengið sig fullsaddan af því sem hann kallar yfirgang. Hann ætlar að selja stangir fyrir eigin landi. Ljósmynd/Guðmundur Bergkvist

Veiðileyfi í Tungufljóti, fyr­ir landi Eystri og Ytri Ása í Skaft­ár­tungu eru boðin til sölu í aug­lýs­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Er um að ræða þrjár stang­ir á hverj­um degi frá 1. apríl. Gísli Hall­dór Magnús­son er ábú­andi á þess­um jörðum og settu Sporðaköst sig í sam­band við Gísla. Hann staðfesti að hann væri að selja þessi veiðileyfi.

Spurður um veiðiregl­ur og hvort mætti veiða á allt, svaraði Gísli: 

„Já. Ég hef aldrei áttað mig því að veiða og sleppa. Það er heimsk­asta skepna ver­ald­ar sem ger­ir það. Ég veit ekki um neina skepnu svo heimska. Þegar kött­ur­inn er að leika sér að mús­inni slepp­ir hann henni nokkr­um sinn­um en étur hana svo,“ sagði Gísli.

Spurður um ástæður þessa að hann er að selja sjálf­ur veiðileyfi fyr­ir sínu landi á aust­ur­bakka Tungufljóts seg­ir hann. 

„Þeir hafa haldið mér fyr­ir utan veiðifé­lagið hér í Tungufljóti og segja að ég eigi eng­an veiðirétt í Tungufljót­inu þó að það renn­ir fyr­ir landi Eystri og Ytri Ása. Ég ætla ekki að láta þá kom­ast leng­ur upp með þetta. Það er fall­inn dóm­ur í Hæsta­rétti í landa­merkja­máli og þetta svæði er þar sem Ása­vatn kem­ur út í Tungufljót. Þetta er svæðið beint vest­ur af Lamba­felli. Fyrst að þeir vilja ekki hafa mig í veiðifé­lag­inu þá bara varðar þeim ekk­ert um þetta. Þá bara aug­lýsi ég mína veiði.“

Gunnar Árnason með flottan og hnausþykkan geldfisk í opnun í …
Gunn­ar Árna­son með flott­an og hnausþykk­an geld­fisk í opn­un í Tungufljóti í fyrra. Spennu­stigið við ána gæti orðið meira í ár. Ljós­mynd/​Sig­urður M. Guðmunds­son

Óhætt er að draga þá álykt­un að deil­ur séu í upp­sigl­ingu varðandi veiðirétt í Tungufljóti í Vest­ur–Skafta­fells­sýslu. Veiðitíma­bilið hefst á þriðju­dag og vor­veiðin í Tungufljóti þykir mjög eft­ir­sókn­ar­verð og stór hluti henn­ar fer ein­mitt fram á Vest­ur­bakk­an­um á móti landi Gísla. Nýr leigutaki tók ný­verið við Tungufljóti. Veitt er á fjór­ar stang­ir í ánni. 

„Það er megnið af veiðinni sem er þarna í vatna­skil­un­um og þeir þykj­ast þá eiga orðið báða bakka en Tungufljót skipt­ir alls staðar jörðum á milli aust­ur­bakka og ut­an­fljót­sjarða frá upp­tök­um.“

Gísli seg­ir að áður hafi komið upp deil­ur og fyr­ir þrjá­tíu árum var veiði í hans landi kærð til sýslu­manns, sem á þeim tíma var Ein­ar Odds­son. Gísli seg­ir að sýslumaður hafi ráðlagt sér að láta þá hina sækja málið á hend­ur hon­um. 

„Ég var svo mik­ill bjáni og var að reyna að vera al­menni­leg­ur. Ég hélt að menn myndu átta sig. En þeir ætla ekk­ert að átta sig því menn eru oft frek­ir til fjörs­ins eft­ir pen­ing­um þegar þeir þurfa ekki að beygja sig eft­ir þeim.“ 

Gísli hef­ur stundað ádrátt­ar­veiði í net í Kúðafljót­inu, og aflað vel. Sama má segja um bæi neðar með fljót­inu.

En þú verður nú varla vin­sæll í sveit­inni að fara að selja leyfi núna, eða hvað?

„Ég hef hvergi sóst eft­ir vin­sæld­um. Ég hef aldrei haft neitt af nein­um. Hún amma mín kenndi mér það ung­um dreng. Hún sagði við mig og fór með vísu sem ég held að sé eft­ir Hall­grím Pét­urs­son: „Hvar þú finn­ur fá­tæk­an á förn­um vegi, gjörðu hon­um gott en grættu hann eigi því guð mun launa á efsta degi.“ Ég hef nú reynt að fara eft­ir þessu. En þessi leik­ara­skap­ur sem hér er viðhafður er ekki mér að skapi.“

„Veiði mér til mat­ar en ekki til skamm­ar“

Þú ert ekki sátt­ur?

„Nei, ég er það auðvitað ekki. Þetta er ræf­ils­hátt­ur eins og hann ger­ist verst­ur. Nú skulu þeir reyna sig. Nú skulu þeir sækja til mín. Ég mun verja mína veiðimenn. Mér blöskr­ar svona yf­ir­gang­ur. Þeir eru að skipta með sér fjár­mun­um og hafa af mér tölu­verða fjár­muni á hverju ári.“

Gísla er full al­vara og hef­ur hann til­kynnt þess­ar fyr­ir­ætlan­ir til yf­ir­valda veiðimála á Suður­landi. Hann hef­ur stundað veiði á þessu svæði ára­tug­um sam­an og veiðir mikið af fiski í ádrátt­ar­net á hverju hausti. 

„En ég sleppi þeim ekki. Það er eng­in hætta á því. Mig varðar ekk­ert um hvað aðrir gera en ég kann ekki á svona veiðimennsku. Ég veiði mér til mat­ar en ekki til skamm­ar.“

Gísli upp­lýsti að hann hrædd­ist ekki nokk­urn skapaðan hlut. Hvorki lif­andi eða dauðan. „Ég er far­inn að moka skít og hef unnið við það alla ævi," sagði hann að end­ingu og kvaddi. 

Nú verður for­vitni­legt að sjá fram­gang þessa máls en víst er að ein­hverj­ir hrökkva við, bæði ná­grann­ar og vænt­an­leg­ir veiðimenn.  

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert